fimmtudagur, júní 24, 2004

Rakst á alveg stórkostlega smáfrétt í DV í gær: "Hópur sem nefnir sig heilbrigðishóp Feministafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun til fjölmiðla þar sem lýst er undrun á því að greint hafi verið frá því að kona sem handtekin var í Leifsstöð við að smygla hingað til lands 5000 e-töflum á dögunum hafi verið ólétt. Sóley Tómasdóttir, titluð ráðskona hópsins, hefur sent bréf þess efnis að ekki hafi verið rétt að segja frá því að konan hafi verið ólétt." Enn fremur hafi (Nei, Lilja, mér finnst Ennfremur fallegra) - Ennfremur er agnúast út í orðanotkunina "vanfær".

Það þarf að fara að tukta feministahreyfinguna ærlega til, fólk með kommon sens þarf að leysa kverúlantana þar af hólmi. Með sama áframhaldi verða ráðskonur og talskonur feministahópa álíka góðar talskonur málstaðarins eins og Ástþór Magnússon er heppilegur málsvari friðarbaráttu. Hvernig væri að hætta þessu bulli og einbeita sér að raunverulegum og mikilvægum baráttumálum: Gegn launamisrétti, gegn nauðgunum, fyrir auknum hlut kvenna í valdastöðum, osfrv. - Eitthvað áþreifanlegt og hætta kverúrlantabullinu. Það grefur undan baráttunni.

Er einhver feministi sammála mér? Það hlýtur bara að vera.

4 Comments:

Blogger Audur said...

Byrja á því að ég tel mig ekki vera feminista heldur fyrst of fremst jafnréttisinna.

Og já ég er sammála þér í þessu máli, skemmtilegt hvernig þú stillir þessu upp og berð saman við friðasinnann Ástþór.

Einu sinni fannst mér fásinna þegar stofnaður var sérstakur kvennaflokkur. Sem mér fannst þá ungri manneskjunni þær vera sí malandi um leikskóla, launamun og fleira. Ég komst á aðra skoðun fyrir löngu, þær höfðu áhrif til lengri tíma litið, það finnst mér engin spurning.

9:51 e.h., júní 25, 2004  
Blogger soleytomats said...

Vá, var að fatta þetta snilldarblogg þitt rétt í þessu. Mikið þykir mér lítill heiður að vera nefnd á nafn í því samt. Finnst samt voða gott að þú skulir skilgreina fyrir mig hvað er mikilvægt og hvað ekki. Sér í lagi þegar forgangsröðun þín leiðir af sér jafn málefna- og greidnarlegar athugasemdir og sú sem hér ræðir.

Bestu kveðjur,
Sóley Tómasdóttir, ráðskona heilbrigðishóps Femínistafélags Íslands sem á erfitt með að berjast fyrir því sem öðrum þykir mikilvægt.

5:15 e.h., desember 22, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég óska þér góðs gengis í jafnréttisbaráttunni fyrir því sem skiptir máli. Og gleðileg jól.

5:31 e.h., desember 22, 2004  
Blogger oakleyses said...

moncler, links of london uk, moncler, moncler outlet, juicy couture outlet, uggs canada, moncler outlet, supra shoes, canada goose pas cher, hollister canada, louboutin, hollister clothing, baseball bats, iphone 6 case, toms outlet, canada goose, swarovski uk, replica watches, wedding dress, juicy couture outlet, timberland shoes, converse shoes, parajumpers outlet, pandora jewelry, gucci, moncler, hollister, moncler, thomas sabo uk, swarovski jewelry, nike air max, pandora charms, vans, montre femme, oakley, pandora uk, louis vuitton canada, karen millen, converse, air max, ray ban, lancel, coach outlet, ralph lauren, canada goose, moncler, ugg, canada goose

9:01 f.h., nóvember 28, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home