Bókin virðist vera hinn vandaðasti prentgripur, fleiri hafa haft orð á því en ég. Dreifingin er hins vegar ekki almennilega hafin því enn er verið að svíða upplagið út úr prentsmiðjunni. Þetta er samt allt á besta tíma enda október ekki enn liðinn.
Ég keypti mér rándýra hlaupaskó um helgina enda byrjaður að fá dálítinn verk í hægra hnéð. Við skokkum núna á ákveðnum dögum, alltaf fjórum sinnum í viku.
Annars er allt við það sama og hætta á að bloggið verði endurtekningasamt nema ég haldi mig við málefni mér óviðkomandi: Skrifar smásögur, skokkar, er of feitur, er giftur með tvö börn, vinnur á auglýsingastofu osfrv.
Ég skal fyrstur viðurkenna að það er til athyglisverðara fólk en ég sjálfur.
2 Comments:
Getur þú ekki sett inn einhvers konar "eintakamæli" með 300-500 á toppnum? Þannig getum við fylgst með söluframvindunni eftir því sem dregur nær jólum :-)
Ég held að það sé mjög erfitt að fylgjast svona nákvæmlega með sölunni.
Skrifa ummæli
<< Home