föstudagur, október 08, 2004

Í framhaldi af færslunni minni um Fólk með Sirrý í gær. Ég ítreka að ég er ekki að finna að þættinum sem mér finnst ágætur né þessum tiltekna þætti í þáttaröðinni, sem einmitt var afar athyglisverður. Það sem ég set spurningamerki við eru þau viðhorf sem komu fram í viðtali við lesbíuna (það liggur við að ég setji gæsalappir utan um orðið lesbía, en látum það liggja á milli hluta). Það sem mér leikur forvitni á að vita er hvað pólitískt réttrúaðir segja um þessa sögu.

Pólitískur réttrúnaður í kynferðismálum er m.a. svona:

Mikill stuðningur við málstað og réttindi samkynhneigðra. - (Gott mál að mínu viti)

Mikil og hatrömm barátta gegn klámi og vændi. (Mjög misjafn málflutningur að mínu viti, oft hlaðinn einföldunum og fordómum)

Áhersla á fjölskylduna og einingu hennar. (Gott mál)


Hvað höfum við í þessum þætti? Kona gerist lesbía, ekki vegna þess að hún kemur út úr skápnum eftir áratuga lygi og þjáningar, nei vegna þess að hún SÖKKVIR SÉR NIÐUR Í KLÁM OG LÍFERNI SEM TEKUR MIÐ AF BOÐSKAP KLÁMSINS uppgötvar hún á sér nýjar hliðar og verður lesbía.

Í kjölfarið rústar hún fjölskyldu sinni.


Hvernig rímar þetta við feminisma dagsins í dag?

4 Comments:

Blogger Ljúfa said...

Er endilega samasem merki milli lesbíu og femínisma?

1:23 f.h., október 09, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, það er ekki samasemmerki á milli lesbíu og feminisma. En feministar, eins og reyndar flestir aðrir núorðið, þar á meðal ég, styðja heilshugar réttindabaráttu samkynhneigðra. Þessi þáttur, málflutningur og saga konunnar í honum, snerist í raun ekki um réttindi samkynhneigðra, heldur meint frelsi okkar á miðjum aldri til að gera það sem okkur sýnist í kynferðismálum og draga börnin okkar inn í það, þar að auki. Kíktu á leiðarar Súsönnu Svavarsdóttur í Fréttablaðinu í dag. Hún skýtur föstum skotum á málið.

4:59 e.h., október 09, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gott að sjá sterk skoðanaskipti. Mér sýnist þó eitt og annað í þættinum hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá þér og Súsönnu.

Konan GERÐIST ekki lesbía eftir sukk og saurlifnað enda sagði hún sakleysislega sögu af stelpu sem hún var skotin í eftir að hún byrjaði með stráknum kornung.
Sjálfsagt hefði hún, eftir á að hyggja, átt að dömpa stráknum þá til að geta lifað í sátt við sjálfa sig en nei, þau voru ráðvilltir krakkabjánar.

Með auknum þroska átta þau sig á vandamálinu en kjósa að fara krókaleiðir til að gata haldið sambúðinni áfram enda börnin komin til sögunnar. Í þættinum fordæmir konan í raun þessa mannskemmandi hegðun en velur hana á sínum tíma þegar henni er sýnt fram á að hún geti bæði átt kökuna og etið hana.
Þarna selur hún sál sína fyrir sjölskylduna!

Hún kemur börnunum til manns, þau eru fullorðin og flutt að heiman þegar hún "rústar" fjölskyldunni.

Hún opnar sig á þann hátt að erfitt er á að horfa, gætir sín á að tala um sjálfa sig eins og beðið var um en ekki eiginmanninn meira en nauðsynlegt er.
Hún opnaði augu mín fyrir sársaukanum sem fylgir því að lifa í ósátt við sjálfan sig og að til séu betri kostir en bæling og flótti!

11:48 f.h., október 11, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvernig hefði sagan hljómað ef hún hefði ekki snúist um samkynhneigð? Ef hún hefði snúist um það konunni fyndist hún innst inni ekki elska manninn sinn, þrátt fyrir að vera búin að gera það með honum á alla kanta og alla hugsandi vegu og stundum með öðrum í leiðinni (eða kannski þess vegna), og hún hefði eftir kynlífstilraunirnar farið að leita að hinum eina sanna? Raunar hefði komið í ljós við klámmyndaáhorfið að hún æstist mest upp við að horfa á þéttvaxna karlmenn með stórt typpi en maðurinn hennar hefði verið grannvaxinn með meðalstórt typpi. - Ljóst er að þessi hjón voru swingarar. Ég fordæmi ekki swing þó að ég gæti ekki stundað það sjálfur. En mér hugnast ekki þegar swing leiðir til þess að fjölskyldunni er fórnað. Og ég gat ekki annað ráðið af sögu konunnar en swing hefði leitt til þess að hún fór að leita að ástinni meðal kvenna og sagði skilið við manninn og fjölskylduna.

1:10 e.h., október 11, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home