Hélt einhver að ég væri hættur að skokka? Neinei, við förum 4 sinnum í viku. Ég er farinn að missa Erlu fram úr mér og hvað eftir annað er hún 1 til 200 metrum á undan mér í mark. Þarna skilur vigtin að. Ég mun ekki halda í við hana nema ég léttist og ég veit ekkert hvort það tekst. Ég er alltaf að reyna að laga ákveðna hluti í mataræðinu en ég mun ekki asnast framar í einhvern megrunarkúr. En það sem ég laga dugar hingað til ekki til annars en að ég hætti að fitna. Þetta verður nefnilega sífellt erfiðara með árunum og því eins gott að reyna sitt besta ef maður ætlar ekki að líta út eins og Egill Helgason, sá annars prýðilegi sjónvarpsmaður.
Ég myndaðist býsna vel í Fréttablaðinu í dag. Verð að viðurkenna að myndin tekur af mér sirka 7-10 kíló. Garðurinn fyrir utan Íslensku auglýsingastofuna er heldur ekki slæmt umhverfi. Ég hefði svo sem kosið að fá viðtal seinna enda bókin ekki einu sinni komin út, en maður þiggur það sem gefst þegar það gefst. Ekki spurning um það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home