föstudagur, apríl 29, 2005

Stundum er talað um að skáldskapur sé galdur. Stundum er hægt að kveikja iðandi líf með örfáum fábrotnum setningum. Það er mest gaman að lesa svoleiðis texta. Galdur? Ég veit það ekki. Kannski bara einhvers konar sannleikur.

En pennar sem rembast, þeir rembast bara og maður sér ekkert annað en þá sjálfa þegar maður les textann þeirra. En rembingurinn nýtur hylli um þessar myndir.

Hvað hefðu sumir fyrir vestan þurft mörg orð til að koma ofangreindu frá sér? Og svo eru þeir farnir að ráðast á Birgi Svan Símonarson. Hvers vegna í ósköpunum?

Haldið var upp á 25 ára starfsafmæli í bransanum eins eiganda stofunnar áðan, með smurbrauði og kampavíni. Það telst afrek af lifa af 25 ár í þessum bransa. Margir félagar hans frá liðinni tíð eru einyrkjar sem hafa farið á hausinn þrisvar sinnum. (Hvernig átti ég að skrifa síðustu setninguna? Hvernig skrifar maður "að fara á hausinn" að hætti EÖN? Pez, þú ert góður í skopstælingunum. Komdu með dæmi í kommentakerfinu.)

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Munt þú gefa út 9 bækur í vor eins og vinur þinn Benedikt Blóm og aðrar 9 seinna á árinu?

Ertu jafn afkastamikill?
Magn umfram gæði?

2:33 e.h., apríl 29, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Benni er með útgáfu og 8 af þessum bókum eru eftir aðra. Hann er sjálfur með eina bók, eflaust er hún skelfileg. Ég stefni sjálfur næst á útgáfu haustið 2006. Hver ertu? Varstu á Gauknum á Chelsea - Liverpool?

2:57 e.h., apríl 29, 2005  
Blogger Hr. Pez said...

"Íslenskt viðskiptalíf við aldahvörf (í hundrað orðum eða minna)," eftir Blöðrusel og Hattkurf. Greining á því hvor á hvað er skilin eftir sem æfing fyrir lesandann.

"Þegar eigandi stofunnar byrjaði í bransanum fyrir 25 árum var aumt um að litast á Íslandi: Hver vinstri stjórnin rak aðra og hörmungatíð ríkti í íslensku atvinnulífi. Ég man það sem gerst hefði í gær: efnilegir kaupsýslumenn máttu sætta sig við það hver á fætur öðrum að lenda undir hamrinum, sumir jafnvel í þrígang eða oftar, þeir sem harðastir voru. Samt óku þeir alltaf um á amerískum bensíndrekum og hreiðruðu um sig í leðursófum frá Möbelfakta. Loks kom svo betri tíð með blóm í haga þegar blessaður Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda og Davíð Oddsson færði landið til betri vegar."

"Hverjar eru hinar raunverulegu afætur á þjóðfélaginu? Eru það lánlitlu krypplingarnir og kardimommudropateljararnir sem sleikja sólina á Lækjartorgi og míga utaní Klink og Bank svo Egill Helga hafi eitthvað til að væla yfir við tölvuna sína? Eða - skyldi það vera! - eru það kannski jakkafataklæddu vélmennin og kennitöluraðnauðgararnir sem trekk í trekk skera af sér metafýsíska einyrkjahausinn og byrja svo dæmið upp á nýtt? Svo keppast bokkarnir um að ríða sem feitustum pening frá Kauphöllinni: þeir eru kynfæravörtur á okkar umskornu íslensku peningareiðmaskínu. Okkur vantar vörtuplástur á viðskiptalífið."

Nykranir skrifast á reikning undirritaðs.

3:13 e.h., apríl 29, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Afbragð, herra, þér bregðist ekki frekar en fyrri daginn. Og eruð skjótir til.

3:16 e.h., apríl 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kemur þér aldrei til hugar góði herra að mögulega sé skortur á galdri ástæðan fyrir því að næstum því enginn (og já vissulega eru þeir eiginlega engir eins og fram hefur komið) vill lesa bækurnar þínar? Þetta er ekki illa meint, en hefur þér aldrei nokkurn tímann komið til hugar að kannski sért þú vondur rithöfundur?

5:44 e.h., apríl 29, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er bara þvæla að enginn vilji lesa bækurnar mínar. Þær seljast ekki mikið, en eru mikið í útlánum á bókasöfnum, og það sama gildir um flesta aðra höfunda, ég veit dæmi um mun þekktari höfunda en mig sem seljast álíka illa. Það eru einhvers staðar á milli 10 og 20 höfundar sem seljast eitthvað þessi síðustu ár. - Ritdómar sem ég hef fengið í gegum árin eru misjafnir en í heildina mjög jákvæðir. Þú ert bara að tala um eitthvað sem þú veist ekkert um.

Var Barbara Cartland frábær höfundur? Átti hún skilið að fá nóbelsverðlaunin? Já, samkvæmt þínum mælikvarða.

5:50 e.h., apríl 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Skv. Gegni eru öll eintök Borgarbókasafnins af "Tvisvar á ævinni" í útláni þessa stundina. Varla hefur fólk hrifist af kápunni á þeirri bók...

9:36 e.h., apríl 29, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er svo skrýtið að vera hvað eftir annað að standa í karpi um það að hlutir geti verið góðir þó að þeir séu ekki vinsælir. Hér áður fyrr var það öfugt: Það sem var vinsælt gat ekki verið gott. Sem var auðvitað dauðans della líka.

9:40 e.h., apríl 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Benedikt mokar út og selur bækur í bílförmum. Ágúst selur bækur úr bílgörmum.

12:47 e.h., maí 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvað segirðu? Er Benni orðinn mestöluhöfundur? Farinn að keppa við Arnald Indriða?

1:32 e.h., maí 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, Gústi! Benni er kominn fram úr þér og í gegnum 80 eintaka múrinn.

2:52 e.h., maí 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Við erum báðir komnir fram úr því.

3:15 e.h., maí 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hvaða fíni hagyrðingur er þessi nafni minn?

9:36 e.h., maí 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nú hef ég alveg tapað þræðinum ... ???

9:39 e.h., maí 02, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:11 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:19 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home