mánudagur, maí 16, 2005

Skrapp með Jóni Óskari á Val-Grindavík áðan. Hann var óneitanlega kátur, blessaður karlinn, enda unnu hans menn öruggan sigur. Leikurinn var vel sóttur og m.a. var þarna slæðingur af forvitnum KR-ingum sem sáu Gumma Ben. eiga stórleik með Val. Það hefur áreiðanlega vakið blendnar tilfinningar.

Sá í Helgar-DV að ein spurningin í Gáfaðasti maður Íslands var: Hver skrifaði bókina Tvisvar á ævinni? - Ævar Örn vissi svarið en ekki Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Hún fékk makleg málagjöld, steinlá fyrir Ævari. Það hefði ég reyndar gert líka.

Ég fékk vægt kvíðakast áðan, eitthvað sem fylgir of langri fríhelgi. Ég sá fyrir mér röð mistaka í prófarkalestri og vonlausra fyrirsagna og brauðtexta í vikunni. Óx allt í augum. Var líka hræddur við útvarpspistlana og að skáldsagan yrði misheppnuð. Ég lá þá uppi í rúmi, skjálfandi af kulda, því ég hafðí verið of illa klæddur á vellinum.

Stuttu síðar náði ég hrollinum úr mér og fór að setja í uppþvottavélina með Roger Daltrey öskrandi í eyrunum. Um leið var sjálfstraustið komið aftur og ég sá ekkert framundan nema góða skáldsögu, góða auglýsingatexta og glimrandi útvarpspistla. - Stundum er eins og sálarlíf manns og karakter sé ekkert nema einhver óskiljanleg og óviðráðanleg efnasúpa í heilanum.

10 Comments:

Blogger Tinna Kirsuber said...

afsakið þó ég leyfi mér að segja þetta, en það er mjög uppörvandi að sjá að aðrir fá líka kvíðaköst. ég meina einhver "fullorðinn". skrýtið hvað fólk er feimið við að viðurkenna að það sé ekki he-man og ráði við allar aðstæður. hver taldi okkur trú um að við þyrftum alltaf að vera skælbrosandi með vaðið fyrir neðan okkur öllum stundum? ég held að það sem geri okkur að sterkum manneskjum er að geta viðurkennt að stundum verðum við hrædd og ráðum ekki við allt. og þá er líka allt í lagi að leggjast undir sæng í augnablik og jafna sig... held ég.

12:04 f.h., maí 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er mikið til í þessu. Það er allt í lagi að vera hræddur og viðurkenna það. En maður verður hins vegar að hafa sjálfstraust til að gera góða hluti. Mjög margir eyða of löngum tíma í að efast um sjálfa sig.

12:09 f.h., maí 17, 2005  
Blogger Skarpi said...

Descartes fann sjálfan sig, með því að efast - efast um sjálfan sig.

Þannig skildi ég það amk.

Eftir einhverju gullnu efaeinstigi, sem ég kann ekkert endilega nein fullkomin skil á, má, held ég, vinna flest stórverkin og góðverkin.

Yfirdrifið sjálfstraust getur líka verið ansi fráhrindandi og ótrúverðugt, einsog Meistarinn, með sína anonymus-a, ætti að vita. Svo er oft verra, þegar fólk fer að bulla í sig sjálfstraust, enda oftast á kostnað annara, og byggt á sandi finnst manni.

Það er panic í Detroit, einsog annarstaðar. Ég fagna þeim ekki, en efanum klappa ég lóf í lófa.

1:12 f.h., maí 17, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

sniðugur þessi skarpi...

1:34 f.h., maí 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Og skarpur?

1:38 f.h., maí 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

greinilega verið það um helgina...

9:46 f.h., maí 17, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:58 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

true religion outlet, hollister, air jordan, nike free pas cher, mulberry, scarpe hogan, vans pas cher, timberland, ralph lauren pas cher, michael kors uk, longchamp, barbour, michael kors canada, louis vuitton, nike air max, tn pas cher, louis vuitton uk, air max pas cher, nike air force, longchamp pas cher, air max, nike free, nike blazer pas cher, burberry pas cher, true religion jeans, north face, sac louis vuitton, ray ban uk, chaussure louboutin, sac michael kors, sac vanessa bruno, hollister, lululemon, louis vuitton pas cher, oakley pas cher, north face pas cher, guess pas cher, lacoste pas cher, converse pas cher, ralph lauren, ray ban pas cher, hermes pas cher, nike roshe run, abercrombie and fitch, nike air max, nike roshe, new balance pas cher

2:07 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:13 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:23 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home