mánudagur, ágúst 15, 2005

Þá eru alræmdustu klerkapungar teknir við völdum í Íran og það eftir kosningasigur. Einhver bið á bandarísku lýðræði þar. Mig minnir að byltingin 1979 hafi verið gerð með miklum stuðningi almennings, en þá tók raunar klerkaveldi við af hægri fasísku einveldi. Ef almenningur í múslímskum ríkjum vill ekki vestrænt lýðræði, þá er lítið við því að gera.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vestrænt lýðræði er mjög ofmetið hugtak. Það verður að virða vilja almennings allsstaðar í heiminum, líka í Íran. Einhvernvegin efast ég samt um að það verði gert.

5:59 e.h., ágúst 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Getur þú liðið umskurð kvenna? Getur þú liðið ritskoðun og pyntingar henni tengdri?

10:15 e.h., ágúst 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Umskurður kvenna tíðkast ekki í Íran. Og nei, hann lýð ég ekki, en stjórnvöld í Sómalíu og annars staðar þar sem slíkt viðgengst umbera hann kannski, en stuðla ekki að honum. Hann er menningarlegt fyrirbæri (nei, þetta er ekki úr Kóraninum, miklu eldra en Islam, rétt eins og blæjur fyrir andlit og fjölvkæni).
Nei, ég get ekki liðið ritskoðun. Þess vegna segi ég að vestrænt lýðræði sé ofmetið hugtak, því í vestrænum lýðræðissamfélögum nota ráðandi öfl (stjórnvöld og stórfyrirtæki) fjölmiðla til að stjórna hugsunum þegna sinna. Raunverulegt tjáningarfrelsi er ekki til í vestrænum lýðræðissamfélögum. Hvort er verra, að vera með opinberar ritskoðanir eða beita fjölmiðla þrýstingi til að kveða niður þær hugmyndir sem henta ekki?

11:27 e.h., ágúst 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Spurningin er hins vegar, getur þú liðið það að lýðræðislega kjörnum stjórnum sé steypt til að koma á þessu svokallaða vestræna „lýðræði“?

11:31 e.h., ágúst 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, ég gæti ekki fallist á það, svo lengi sem það væri áfram kosningar í ríkinu með reglulegu millibili.

11:36 e.h., ágúst 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Að sjálfsögðu, annars væri ekki lengur lýðræðislega kjörin ríkisstjórn.

Svo er hitt, að ég myndi segja að beiting stórvelda á hernaðarvaldi sínu til að steypa ríkisstjórnum annarra ríkja eigi aldrei að tíðkast nema viðkomandi stjórnir gerist sekar um STÓRFELLDA stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyninu (eða bæði). Hentugleikastefnur eins og bandaríkjamanna er alltaf slæm að mínu mati.

6:40 e.h., ágúst 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Studdirðu Nató-loftárásirnar á gömlu Júgslavíu 1995?

6:55 e.h., ágúst 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var ekki með nóg vit í kollinum þá til að geta sagt af eða á (þá var ég á fjórtánda aldursári).

En þar var um stórfellda stríðsglæpi að ræða. Og þar fóru fram samtök, ekki einstök þjóð (þótt Bandaríkjamenn stæðu á bak við það).

Þetta er allt mjög fín lína auðvitað. Enginn myndi halda því fram að afskipti Bandaríkjamanna af seinni heimsstyrjöldinni hafi verið af hinu slæma. Hins vegar er nokkuð ljóst að afskipti þeirra af átta ára stríðinu milli Íraks og Írans, Persaflóastríðinu hinu fyrra og innrásin í Írak, auk stórfelldrar vopnasölu til glæpastjórna á borð við Ísrael er einungis fégræðgi og alls ekki til að stuðla að neinu sem heitir „Lýðræði“.

4:38 e.h., ágúst 17, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:49 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:02 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home