fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Ég byrjaður að skrifa dálítið á Súfistanum aftur. Hann hefur komið mikið við sögu í smásagnagerðinni undanfarin ár en ég hef gefið staðnum frí síðustu misseri. Það eflir trúna á söguna að glíma við hana á svo kunnuglegum slóðum. Auk þessu er komið afgreiðslufólk á staðinn sem býður góðan dag, en það var óþekkt hér áður fyrr.

Ég er að verða dálítið spenntur fyrir sögunni og er nú farinn að finna fyrir ýmsum kunnuglegum merkjum um að verkið sé að taka við sér. En þetta verður strembið. Ég er auðvitað alveg viss um að á endanum verður til alveg þrælfín og skemmtileg lítil skáldsaga og efni hennar og efnistök verða þar að auki á þá lund að hún ætti að geta vakið athygli ef einhver annar skrifaði hana. Markið sem ég set mér er hins vegar miður ágúst á næsta ári. Þá fær Skruddan þetta fullbúið í hendurnar og svo kemur þetta út. Ég fer ekki að sýna öðrum útgefendum handritið áður en það er fullbúið og það verður það ekki fyrr en stuttu fyrir útgáfu. - Þetta verður því bara þannig að ég er áfram wannabe hjá mínum ágætu sveittu útgefendum, eflaust bætast einhverjir kaupendur í hópinn, af því þetta verður skáldsaga en ekki smásagnasafn, og af því ég er að verða pínulítið þekktari - en ég verð áfram low profile. Mér finnst það ágætis tilhugsun í bili. Ég á hvort eð er eftir að detta í smásögurnar aftur og mér finnst bara ágætt að vera á mínum skrýtna stað með mitt blogg, mína Skruddu og minn óhefðbundna málflutning og veiða smám saman til mín þá lesendur sem á annað borð eru þess verðugir að ég skrifi fyrir þá.

21 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta ekki best þannig? Minni pressa. Rithöfundur sem hefur slegið í gegn á almennum markaði þarf að standa undir svo miklum væntingum. Þú getur bara gert það sem þér sýnist...

3:58 e.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er málið. Ég er þekkt stærð en ekki almennt viðurkenndur. Ég held bara mínu striki og fæ útborgað um hver mánaðamót.

4:13 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Værirðu samt ekki til í að hætta þessum prófarkalestri og þessu harki með að ná endum saman um hver mánaðamót og helga líf þitt skáldsögunni.

Með því móti gætu aðdáendur þínir fengið að sjá hvað býr í sjálfum meistaranum.

Meistarinn, sem væri þá orðinn atvinnurithöfundur, gæfi út risabækur um önnur hver jól og gæti leyft sér að borða alltaf úti í hádeginu og ekki vera undir Erluhælnum alla daga.

Það væri sannur meistari.

5:22 e.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þá væri pressan sú að vera með bók annaðhvert eða hvert ár og maður hefði alltaf áhyggjur af sölunni. Svo kemur að því að menn falla. Munið þið þegar Steinunn Sigurðardóttir var metsöluhöfundur? Ég á líka bágt með að trúa að tekjur mínar myndu vaxa við að hætta á auglýsingastofunni þó að bækurnar seldust vel. - En það er dálítið til í því að til að komast í klofið þurfa karlar oft að vera undir hælnum.

5:25 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað áttu við með:
"..vakið athygli ef einhver annar skrifaði hana." ?

5:50 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

J.D. Salinger.
Ein bók sá fyrir honum til æviloka.

Það er draumurinn.

5:56 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Er Salinger dáinn?

8:45 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Færðu þér vatn á Súfistanum? Eða ertu að EYÐA PENINGUM Í KAFFI???
Hanna Birna

8:47 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, Salinger er auðvitað enn á lífi. Ég hugsaði ekki út í það.
En hann er orðinn 86 ára gamall, og ólíklegt að hann hætti að lifa á bókinni héðan af.

9:28 e.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Hey! Ég og Örn ætlum á The Who... Við getum öll orðið samfó....

2:13 f.h., ágúst 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta líst mér vel á. Aldrei að vita nema Örn fái að djamma með þeim.

2:17 f.h., ágúst 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, já. Á bara að láta sem ekkert sé. Mér fannst þessi HB brandari mjög góður hjá mér. - h k
PS. En er hún ekki aðeins of ströng og reið fyrir þig? Svona Soffíu frænku týpan?

3:06 f.h., ágúst 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta síðasta ps. er stolið. Og nei, þessi HB brandari var lélegur.

4:36 f.h., ágúst 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér fannst Hönnu Birnu brandarinn frekar góður. Og Erlu líka.

12:32 e.h., ágúst 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var reyndar að ávarpa Gústa.
Þekki ekki skrif Tuma, þótt ótrúlegt megi virðast.
- h k

1:07 e.h., ágúst 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

"En það er dálítið til í því að til að komast í klofið þurfa karlar oft að vera undir hælnum"

Æi, þetta er alveg átakanlega gelgjulegt.

- Sólbráð

11:19 e.h., ágúst 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Er það? Stelpur skilja ekki hvernig strákar hugsa. Og öfugt.
Hvað sem hver segir.
- h k

12:33 f.h., ágúst 20, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:49 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

true religion outlet, hollister, air jordan, nike free pas cher, mulberry, scarpe hogan, vans pas cher, timberland, ralph lauren pas cher, michael kors uk, longchamp, barbour, michael kors canada, louis vuitton, nike air max, tn pas cher, louis vuitton uk, air max pas cher, nike air force, longchamp pas cher, air max, nike free, nike blazer pas cher, burberry pas cher, true religion jeans, north face, sac louis vuitton, ray ban uk, chaussure louboutin, sac michael kors, sac vanessa bruno, hollister, lululemon, louis vuitton pas cher, oakley pas cher, north face pas cher, guess pas cher, lacoste pas cher, converse pas cher, ralph lauren, ray ban pas cher, hermes pas cher, nike roshe run, abercrombie and fitch, nike air max, nike roshe, new balance pas cher

2:56 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:02 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home