föstudagur, september 16, 2005

Dálítið athyglisverðar og óvæntar fréttir að Eiríkur Bergmann, Evrópusérfræðingur, sé með skáldsögu hjá Skruddu í haust. Þetta mun vera saga í léttum dúr. Skrudda hefur stórfjölgað titlum og er með 17 bækur á árinu. Þeir vænta handrits frá mér næsta sumar og vonandi gengur þeim bara vel í jólavertíðinni. Meðal annarra bóka er heilablóðfallssaga Ingólfs Margeirssonar. Þá eru tvær bækur nýkomnar út og önnur komin í dómssali, væntanlega eykur það umfjöllun. www.skrudda.is

Það held ég. Ég keypti markmannshanska handa Kjartani í hádeginu og afhendi honum þá á eftir. Hann verður kátur. Þetta er það skemmtilega við að eiga krakka, ekki bleyjuskiptingar og næturvökur.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað þýðir saga í léttum dúr? Viltu útskýra þetta nánar - k

8:07 e.h., september 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Eitthvert grín, held ég, með samtímaskírskotunum.

10:33 e.h., september 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Á breiðum grundvelli?

11:25 e.h., september 16, 2005  
Blogger Unknown said...

qzz0630
fitflops
longchamp bags
light up shoes
ferragamo outlet
adidas trainers
canada goose jackets
nhl jerseys
ugg outlet
canada goose outlet
longchamp bags

8:20 f.h., júní 30, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home