föstudagur, september 16, 2005

Ólafur Teitur Guðnason er vissulega hægri sinnaður og hann á það til að vera smámunasamur. Þetta breytir ekki þeirri staðreynd að fjölmiðlapistlarnir hans eru vandaðir og vel rökstuddir. Nánast aldrei svara þeir fyrir sig sem þar eru gagnrýndir, engu líkara en þeir hafi enga málsvörn fyrir slæleg vinnubrögð og fordóma í skrifum. Yfirleitt fær Ólafur Teitur bara á sig Ad hominem gagnrýni, stuttar hæðnislegar athugasemdir, en ekki málefnanleg svör við sinni gagnrýni.

Í Viðskiptablaðinu í dag ræðst Ólafur Teitur harkalega á Reykjavík Grapevine og erfitt að sjá annað en hann hafi töluvert til síns máls.

28 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað segir hann um Grapevine? Ég er nefnilega alltaf að sjá fólk ráðast á blaðið og yfirleitt veður það reyk í gagnrýni sinni.
Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að Grapevine svari ekki fyrir sig - þeir eru ekki þekktir fyrir það...

6:11 e.h., september 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hann sakar þá um hlutdrægni og staðreyndavillur. Þeir halda því t.d. fram að Sigurður G. Guðjónsson sé hæstaréttardómari.

6:25 e.h., september 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ókey, ég las greinina í Viðskiptablaðinu.
Það er rétt, margt er gott í þessari grein. Hins vegar finnst mér margt slæmt líka. Mér finnst skjóta svolítið skökku við að gagnrýna Grapevine-liðar fyrir að vera blindaðir af sínum eigin skoðunum og reyna að tína til allt sem þeim finnst að, þegar það er augljóst að Ólafur gerir nákvæmlega það sama í þessari grein. Þótt margt sé vissulega vel ígrundað og gott er margt sem er hreinlega út í hött - sérstaklega þegar hann leggur Paul orð í penna (ekki munn) í umfjöllun um leiðaraskrif í Grapevine. Mér finnst hann hitta naglann á höfuðið varðandi margt í sambandi við umfjöllun Grapevine um R-Listann og Sjálfstæðisflokkinn, en flest annað finnst mér vera tittlingaskítur - hvaða máli skiptir þótt Bart titli viðmælanda sinn vitlaust? Skilaboðin eru þau sömu. Þetta er bara misskilningur eða fljótfærnisvilla, engin afglöp.
Og ég er mjög ósammála honum í gagnrýni á umfjöllun Grapevine um Guðmund Steingrímsson og Gísla Martein. Það er alveg hárrétt að Gísli Marteinn var alveg á mörkunum þegar hann var að lýsa Eurovision í ummælum um Austur-Evrópulöndin. Og það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt að Barði hafi bara brjálast eftir að Guðmundur spurði hvort maður þyrfti að vera samkynhneigður til að leika homma. Guðmundur var búinn að tönnlast á þessu sama allt viðtalið, svo Barða ofbauð. Skiljanlega. Guðmundur Steingrímsson er ekki góður sjónvarpsmaður, og ég veit ekki um neinn sem finnst það. Og það að tönnlast í sífellu á svona spurningum ber vissulega vott um þröngsýni, það er engin spurning.

En það er alveg rétt, ef þetta er satt sem Ólafur segir, að þeir hafa ekki unnið rannsóknarvinnuna sína nógu vel varðandi borgarpólitíkina og skipulagsmál, og það er vissulega forkastanlegt að kalla til vin sinn sem sérfræðing. Hins vegar sýndist mér sumt af þessu rugli þeirra stafa af því að þeir séu að nota úreltar heimildir. Það eru vissulega hroðvirknisleg vinnubrögð, en mér finnst það ekki endilega gefa tilefni til svona harkalegrar árásar (þótt vissulega sé fullt tilefni til að benda á það).

Ég sé ekki betur en að þetta litist að töluverðu leyti af því að Bart og Nick eru vinstri menn en Ólafur hægri maður.

Ég hlakka til að sjá svar Grapevine við þessu.

6:34 e.h., september 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

pólitískur uppaustrarmaður - þess vegna svara menn honum ekki

6:49 e.h., september 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú sannar mál mitt - það eru svona svör sem hann fær. Það er aldrei neitt rekið ofan í hann.

6:58 e.h., september 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var einmitt að gagnrýna þessi skrif hans út frá því sem hann skrifar, ekki með skítkasti (enda þekki ég ekkert til mannsins og hef því ekkert um hann að segja).
Mér finnst þessi grein ekki nógu góð, því hún er lituð af hans fordómum gagnvart því að vinstri sinnaðir bandaríkjamenn séu að gagnrýna Ísland.

7:17 e.h., september 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst á við anonymous, ekki Eyvind. Athugasemd anonymousar er ad hominem, ekki Eyvindar.

8:07 e.h., september 16, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Allir sem eru hægri sinnaðir eru smámunasamir.

8:38 e.h., september 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst er ekki smámunasamur.

8:49 e.h., september 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, ég beindi þessu til mannsins sem sagði að hann væri pólitískur uppraustarmaður. Allir hægri menn smámunasamir. Tinna, þetta þykir mér hálfmerkingarlaust.

10:35 e.h., september 16, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Nú er það? Ekki skamma mig.

11:04 e.h., september 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Og þar sem þú hefur ekki svarað mínum ummælum hlýtur þú, samkvæmt rökunum í færslunni, að vera sammála.

11:22 e.h., september 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er ekkert sammála þér. Hann dregur fram nokkur gagnrýnisverð atriði í vinnubrögðum Grapevine hippanna og virðist hafa rétt fyrir sér í flestum eða mörgum dæmanna.

11:57 e.h., september 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann hefur vissulega rétt fyrir sér í mörgum atriðum. Hins vegar litast greinin mjög af hans eigin skoðunum - nokkuð sem hann gagnrýnir Paul og Bart mjög harkalega fyrir. Auk þess er mikið af þessu ómerkilegur tittlingaskítur. Í raun og veru er um að ræða eitt mál sem Grapevine hefur rannsakað illa. Ég er ekki að verja það, en mér finnst árásin vera allt of harkaleg miðað við hversu lítið er í raun verið að tala um. Eitt mál sem var hroðvirknislega unnið. Ekkert meira. Ólafur lætur hins vegar eins og þeir hafi drýgt dauðasynd. Og í ljósi vinnubragða á Viðskiptablaðinu kemur það úr hörðustu átt.

12:34 f.h., september 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eitt enn: Grapevine hippana - lyktar þetta ekki svolítið af Ad hominem háðsglósum? Hefurðu lesið blaðið?

12:35 f.h., september 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er rétt hjá Eyvindi. ÓTG blæs upp heldur lítilfjörlegt atriði, notar það sem átyllu til stórárása. Ekki í fyrsta skifti.

12:51 f.h., september 17, 2005  
Blogger hallurth said...

Af hverju í fjandanum þurfa samt allt í einu allir að vera svona hlutlausir í dag? Ég er reyndar enginn stuðningsmaður þessa blaðs, í þeim eintökum sem ég hef lesið hef ég fátt fundið sem mér finnst áhugavert og athyglivert (og þó telst ég til vinstri manna og líklega vinstri hippa (hvað svosum það er)líka).
En ég hef aldrei séð Grapevine halda því fram að þeir séu eitthvað hlutlaust frétta- og menningarrit, bara afþreyingarrit sem dreift er ókeypis fyrir þá sem nenna að hirða þetta úr kössum eins og hvern annan pésa. Það er ekki einsog það sé skylduáskrift að þessu!
En það er eins með Ólaf Teit og aðra 'pólítíska uppaustrarmenn', mér leiðist hann. Og mér leiðast líka fleiri slíkir, og gildir þá einu um hvoru megin línunnar þeir þykjast vera. Erum við ekki hvort sem er öll á svotil sama stað í pólítík í dag, bara tittlingaskítur sem skilur á milli?
Ofsalega sakna ég samt tíma málgagnanna...

4:36 f.h., september 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er hárrétt hjá Halli að þetta hlutleysis tal gengur engan vegin upp. Er einhver hlutlaus? Ég held að ef maður skoðar aðeins pælinguna á bak við hlutleysi sjái maður að þetta hugtak gengur engan vegin upp. Það er ekki hægt að vera hlutlaus. Er þá ekki betra að ganga bara alla leið, opinbera einfaldlega sínar skoðanir á mjög augljósan hátt, eins og tíðkast í Grapevina, frekar en að berjast við að virðast hlutlaus og vera það svo alls ekki?

6:25 f.h., september 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Eitt er að hafa skoðun, annað að fara rangt með staðreyndir.

12:27 e.h., september 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Og enn annað að býsnast við að týna til tittlingaskít til að láta blað líta út eins og ruslpésa vegna slakrar rannsóknarvinnu við skrif um eitt afmarkað málefni.

5:39 e.h., september 20, 2005  
Blogger jadetree said...

Hér er komin svaran frá Grapevine.

4:40 e.h., september 22, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:39 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:13 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:22 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

2015-08-28 zhengjx
michael kors
jordan pas cher femme
michael kors uk
jordan 4 retro
michael kors uk
oakley sunglasses discount
nfl jerseys
ray ban wayfarer
air jordan 13
cheap oakleys
ralph lauren uk
pandora rings
polo ralph lauren
air jordan 11
adidas originals
louis vuitton outlet
nike store
tod's shoes
pandora rings
cheap uggs for sale
ray ban sunglasses
michael kors outlet
michael kors handbags
abercrombie store
jordans for sale
mont blanc pen
uggs for women
michael kors handbags
copy watches
timberland uk
michael kors outlet
lebron james shoes 2015
hermes bags
hollister clothing store
uggs australia
louis vuitton handbags
tods sale
michael kors handbag
ray ban sunglasses
louis vuitton handbags

9:24 f.h., ágúst 28, 2015  
Blogger Unknown said...

20151104 junda
nike uk
mulberry bags
ray ban
michael kors outlet online
kate spade handbags
hermes belt
jordan retro 3
true religion outlet
coach outlet
nike air max uk
ugg boots
adidas trainers
michael kors outlet
nike air jordan
nike outlet
hollister uk
michael kors
new balance outlet
ugg boots
michael kors handbags
mont blanc pens
toms outlet store
cheap oakley sunglasses
longchamp outlet
louis vuitton outlet
louis vuitton handbags
canada gooses outlet
adidas superstars
ray ban sunglasses
pandora jewelry
gucci borse
ed hardy outlet
michael kors
coach factory outlet
juicy couture
michael kors handbags
toms outlet
gucci outlet
coach outlet
louis vuitton

3:20 f.h., nóvember 04, 2015  
Blogger John said...

hollister clothing
michael kors outlet online sale
prada handbags
ralph lauren
swarovski crystal
beats solo
coach factory outlet
abercrombie outlet
christian louboutin shoes
nike trainers uk
louis vuitton
michael kors outlet
louis vuitton bags
coach outlet store online clearance
ralph lauren shirts
abercrombie & fitch
ray-ban sunglasses
tory burch boots
louis vuitton outlet
concords 11
ugg boots sale
louis vuitton outlet stores
soccer shoes
coach factory outlet
uggs boots
nike free 5.0
nike huarache
mulberry uk
coach factory outlet online
uggs outlet
tod's shoes
ed hardy outlet
michael kors outlet store
cheap toms
abercrombie & fitch
ugg boots
20151231yuanyuan

9:53 f.h., desember 30, 2015  
Blogger yanmaneee said...

air jordan
balenciaga
balenciaga
supreme hoodie
golden goose
goyard handbags
golden goose
jordan shoes
yeezy
yeezy

1:00 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home