miðvikudagur, október 12, 2005

Ég rambaði inn á OA fund í kvöld. Þar er allt með öðrum og traustari brag en þegar ég var í OA í gamla daga. Er ég þegar kominn með trúnaðarmann. Í OA á ég auðvitað heima, þar er flest eins og talað út úr mínu hjarta. En ég mun ekki mikið greina frá þessu hér enda nafnleynd í hávegum höfð í þessum samtökum.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

OA = Of virkir Alkar ?

11:54 f.h., október 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju eru alltaf notaðar enskar skammstafanir í svona? Gæti AA ekki heitið NA? Nafnlausir alkóhólistar? OA gæti heitið NÁ - Nafnlausir átfíklar.

Hvar er málverndarstefnan???

12:13 e.h., október 12, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Svona samtök eru aðþjóðleg og því er notast við útlenda heitið. Þetta gæti verið eitthvað fyrir þig, Eyvindur, ég veit það samt ekki. Þú veist það.

12:17 e.h., október 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Án nokkurs vafa. Hins vegar hef ég alltaf haft illan bifur á samtökum eins og AA. Þeir AA-liðar sem ég hef haft samskipti við minna mig óþægilega mikið á meðlimi sértrúarsöfnuða. Auðvitað er það skárra en að drepa sig á alkóhóli, en ég hugsa að ég reyni aðrar lausnir áður en ég fari á OA fundi. Takk samt fyrir ábendinguna.

12:51 e.h., október 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

"...illan bifur á samtökum eins og AA." Er maðurinn að rugla þessu saman við Al-Qaida eða Hell's Angels? Eða er hann bara svona víðátturuglaður almennt séð?

12:53 f.h., október 13, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Við skulum hafa þetta á vinsamlegum nótum og spara stóryrði hver við annan, en mér finnst þetta dálítið dapurt hjá mínum ágæta vini, Evindi. Því er ekki að neita.

12:55 f.h., október 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég biðst forláts, ef ég hef tekið of sterkt til orða. Ég er að vísu ekki í AA-samtökunum sjálfur, en ég hef mjög víða orðið var við þau góðu áhrif sem þau hafa haft á líf fjölmargra. Og ég hef ekki séð þau samtök orðuð við fégræðgi, valdagræðgi, deilur eða auglýsingaskrum.

1:28 f.h., október 13, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já og það er heldur ekki sniðugt að líkja þessu við sértrúarsöfnuð og slíkt ofstæki því AA menn hafa bara áhuga á því að hætta að drekka og um það eitt snýst félagsskapurinn.

1:44 f.h., október 13, 2005  
Blogger bjarney said...

Frábært hjá þér að fara í OA! Kíktu á 11. erfðavenjuna - ég skora á þig!!! (þ.e. ef erfðavenjur eru í OA sem ég þykist nokkuð viss um)

9:19 e.h., október 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég tel það ekki brot á 11. erfðavenjunni að segjast vera byrjaður í OA. En ég mun lítið segja frá göngu minni þar hér.

6:44 e.h., október 17, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:17 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:25 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
pandora charms
ralph lauren outlet
pandora
manolo blahnik
nike factory store
louboutin outlet
red bottom shoes
christian louboutin outlet
soccer boots
ferragamo outlet

4:53 f.h., júlí 17, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home