sunnudagur, apríl 23, 2006

Ég hef óneitanlega áhyggjur af þeim tveimur knattspyrnuliðum sem ég held mest með: KR og þýska landsliðinu. KR hefur varla unnið leik undanfarið en þó er enginn skaði skeður því enginn leikjanna skiptir máli. Alvaran hefst þann 14. maí. Vonandi springa menn út.

Þjálfari brasilíska landsliðsins telur Þjóðverja sigurstranglega á HM. Aðrir telja að liðið komist ekki einu sinni upp úr riðlinum. Það er gaman að velta því fyrir sér hvað mælir með og hvað mælir gegn góðum árangri Þjóðverja á HM í sumar. Það sem mælir gegn þeim:

1. Mannskapur Þjóðverja er mjög slakur miðað við aðrar stórþjóðir. Erfitt er að sjá fyrir sér menn á borð við Asamohah og Schneider (eins og hann spilar núna) komast í lið hjá t.d. Ítölum eða Hollendingum.

2. Þýska vörnin virðist léleg en Þjóðverjar hafa oftast spilað góðan varnarleik.

3. Þýska liðið er heilt yfir að líta ungt og fremur reynslulítið.

4. Stígandinn í leik Þjóðverja hefur eiginlega verið öfugur. Liðið lofaði ansi góðu í Álfukeppninni í fyrra en hefur undanfarið ekki komist í hálfkvisti við frammistöðuna þá.

5. Þjóðverjar stóðu sig ömurlega á síðasta stórmóti, þ.e. EM 2004.

Það sem mælir með góðri frammistöðu Þjóðverja:

1. Heimavöllur.

2. Gríðarleg hefð - Þýskaland hefur spilað 7 sinnum til úrslita um heimsmeistaratitilinn og unnið hann þrisvar.

3. Þjóðverjar voru ekki með gott lið á síðustu HM en komust samt í úrslitaleikinn.

4. Frábærir markverðir.

5. Nokkrir reynslumiklir leikmenn sem spiluðu á síðustu HM virðast vera að ná toppformi, aðallega Miroslav Klose og Oliver Neuville.

6. Þýska liðið á einn stórkostlegan ungan leikmann, efni í algjöran snilling, Lukas Podolski. Hann er þó ekki mjög þekktur og gæti orðið leynivopn í keppninni.

7. Undirbúningur þýska liðsins fyrir HM virðist meiri en flestra annarra liða.

Svo er bara að byrja að telja niður fyrir HM.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

KR myndi kannski leggja þetta þýska lið núna?

12:34 f.h., apríl 23, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað mælir með og í mót góðum árangri KR?

12:35 f.h., apríl 23, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það sem mælir gegn KR er frammistaðan í vetur og að liðið er að mjög miklum hluta skipað sömu leikmönnum og náðu ekki góðum árangri í fyrra. Það sem mælir með góðum árangri KR er titlahefð undanfarinna ára, mjög hæfur og reyndur þjálfari og þrátt fyrir allt ansi góður mannskapur.

12:52 f.h., apríl 23, 2006  
Blogger Örn Úlfar said...

Ég treysti á að undirbúningstímabilið standi undir nafni hjá KR, þannig að leikmenn séu vel búnir undir alvöru tímabilið.

Tek einnig undir hamingjuóskir til Rúnars Helga

7:12 e.h., apríl 24, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er KR að falla í sama far og Fram hefur verið í síðustu árin?

12:15 f.h., apríl 25, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:30 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:06 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home