fimmtudagur, apríl 20, 2006

Ég tók þá ákvörðun skömmu fyrir páska að stunda einhverjar íþróttir fimm sinnum í viku. Ég hef verið laus við ofát nánast alveg síðan í október, fyrir utan örfáar hálfbakaðar undantekningar, en ég léttist ekkert. Það er svo sem ekki sjálfgefið að maður á fimmugsaldri sem hefur lést og þyngst á víxl allt of oft yfir ævina léttist þó að hann liggi ekki í ofáti. Einnig er vert að hafa í huga að ég er við prýðilega heilsu, með lágan blóðþrýsting og í góðu þolformi þó að líkami minn teljist líklega haugamatur í augum manna á borð við Gilzenegger. En mig langar til að komast niður fyrir 100 kílóin, til dæmis til að verða betri skokkari. Mér finnst ekki fýsilegt að fara að borða eins og lítil og nett kona, jafnvel þó að það yrði tímabundið og því hef ég ákveðið fyrst um sinn að auka hreyfinguna og sjá hvort það virkar. Skokkið var dottið niður í 2-3 sinnum í viku í allan vetur og datt reyndar alveg upp fyrir í kuldakastinu í byrjun þessa mánaðar. Ég býst við að þetta verði mestan part skokk og eitthvert fótboltaspark með Kjartani og vinum hans. Þó að það virðist ekki mikil líkamsrækt að spila fótbolta við litla krakka þá nota ég slíkar æfingar til hlaupaspretta og hamagangs og er oft þreyttari eftir þær en eftir skokk. Ég hef staðið við þetta prógramm núna í tæpar tvær vikur og ætla að gera það áfram. Hins vegar varð ég um tíma gjörsamlega aðframkominn af þreytu um páskana á Vopnafirði og satt að segja tekur það einhvern tíma að venja skrokkinn á þetta álag. En það verður gaman að uppskera í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst ef áætlunin gengur upp.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

75 ára fyrrum lagaprófessor skokkar þrisvar í viku. Og mjög léttklæddur. Hvernig sem viðrar.

Þú ættir að geta það. Léttklæddur eða ekki.

11:20 e.h., apríl 20, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kannski er markmiðið það að geta ennþá skokkað þrisvar í viku þegar maður verður 75 ára. Lykillinn að því kann að vera sá að gera það fimm sinnum í viku núna.

11:22 e.h., apríl 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Tennis , badminton og borðtennis eru skemmtilegar greinar. Mér gengur alltaf vel brenna feitið af með fjormiklu kynlyfi.

12:09 f.h., apríl 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta enn eitt fæðubótarefnið? Hvar fæst það?

12:11 f.h., apríl 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Einhver töffari var hér að skrifa undir mínu nafni. Ég er alla vega með íslenskt lyklaborð. Ennþá.
Reyndar verður að ætla að ég sé ekki eini sem heiti Bjarki.
Kannski ætti að breyta Anonymous valmöguleikanum í Bjarka. Þá gætu allir skrifað undir heitinu.

Mér finnst það of mikið hjá þér að skokka 5 sinnum í viku. 3-4 er nóg. Prófessorinn sem um ræðir byrjaði ekki útihlaup sín fyrr en hann var kominn vel á sextugsaldurinn.

2:46 f.h., apríl 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Skokkið er frábært og raunar er ekkert sem jafnast á við það fyrir miðaldra karla, sem hafa í nógu að snúast.

Höfuðkostur skokksins er, að maður reimar á sig skóna heima, fer út á götu, hleypur hæfilegan hring, skellir sér svo í sturtu í lokin, aftur heima. Það er einfalt og maður stjórnar allri atburðarásinni sjálfur.

Gallinn er sá, einkum fyrir stóra og þunga menn, að of mikið skokk veldur alls kyns skrokkskjóðum. Þær koma ekki endilega fram á fysta ári eða öðru, kannski ekki fyrr en á því tíunda eða tuttugasta - en þær láta örugglega á sér kræla einn daginn.

Hitt er svo annað mál, að það er miklu skárra að vera svolítið slæmur í hnénu eða mjöðminni heldur en að vera of feitur og andstuttur.

Mín reynsla er, að gott sé að blanda saman skokki og stuttum fjallgöngum. Skokka tvisvar eða þrisvar og fara á Esjuna, Keili eða Úlfarsfell tvisvar eða þrisvar. Fjallganga krefst úthalds og reynir á vöðva en níðist ekki á liðum með sama hætti og götuhlaup. Þú getur líka farið þegar þér hentar - þarft að vísu að nota bíl til að komast - en það er ekki á allt kosið.

2:36 e.h., apríl 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Anonymous said...
Skokkið er frábært og raunar er ekkert sem jafnast á við það fyrir miðaldra karla, sem hafa í nógu að snúast.

Höfuðkostur skokksins er, að maður reimar á sig skóna heima, fer út á götu, hleypur hæfilegan hring, skellir sér svo í sturtu í lokin, aftur heima. Það er einfalt og maður stjórnar allri atburðarásinni sjálfur.

Gallinn er sá, einkum fyrir stóra og þunga menn, að of mikið skokk veldur alls kyns skrokkskjóðum. Þær koma ekki endilega fram á fysta ári eða öðru, kannski ekki fyrr en á því tíunda eða tuttugasta - en þær láta örugglega á sér kræla einn daginn.

Hitt er svo annað mál, að það er miklu skárra að vera svolítið slæmur í hnénu eða mjöðminni heldur en að vera of feitur og andstuttur.

Mín reynsla er, að gott sé að blanda saman skokki og stuttum fjallgöngum. Skokka tvisvar eða þrisvar og fara á Esjuna, Keili eða Úlfarsfell tvisvar eða þrisvar. Fjallganga krefst úthalds og reynir á vöðva en níðist ekki á liðum með sama hætti og götuhlaup.

Þú getur líka farið þegar þér hentar - þarft að vísu að nota bíl til að komast. Það er ekki á allt kosið í þessu lífi.

2:55 e.h., apríl 21, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:30 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:55 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home