mánudagur, júlí 17, 2006

Undarlegt framtaksleysi að hafa ekki farið til Vestmannaeyja áður. Mér líkaði við allt þar, ekki síst Árna Johnsen. Við gistum í litlu gistihýsi á Höfðabóli og þar hafði sannarlega verið nostrað við hvert smáatriði af alúð og natni. Steindur glergluggi að svefnherberginu þar sem ég svaf bókstaflega eins og grjót í góðu rúmi, hraunmolar á veggjum, svartfuglsstyttur í hillum, útsaumur, fallegar steinflísar á gólfum, e.t.c. Landslagið í Vestmannaeyjum er stórkostlegt og minnir mig á Færeyjar sem er alveg sérstaklega undarlegt því ég hef aldrei komið þangað. Heimamenn keppast við að segja skemmtilegar sögur af kynlegum kvistum. Enginn elskar heimabyggð sína jafnmikið og Vestmannaeyingar. Maður getur eiginlega ekki annað en hrifist af þeirri einlægu ást.

Í dag vorum við heppin með veður í útsýnissiglingu um kletta og eyjar. Ég fór í leiðslu við að horfa á margbrotið og iðandi fuglalífið í björgunum. Síðan var tekinn stans í klettshelli en þar er óvenjugóður hljómburður, ekki ósvipaður og í alvöru dómkirkju. Skipstjórinn blés þar Kvöldsiglingu í saxófón og ég var að bráðna af ánægju.

Þegar ég hrökk úr leiðslunni kom borgarbarnið til skjalanna og kallaði: Djöfull er þetta flott. Hver hannaði þetta eiginlega? Og hvers vegna hafa þeir ekki auglýsingaspjöld á klettunum, þeir gætu örugglega selt plássin á slatta.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þið Árni eruð ansi líkir.

1:38 f.h., júlí 18, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nema Ágúst hefur andstyggð á að dútla við húsið sitt og byggja sólpalla. Efast um að hann leggi kantsteina í frítímanum.

Skrifaðirðu hjólið þitt nokkuð á Íslensku?

5:02 e.h., júlí 18, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Árni er miklu fjölhæfari en ég og hann er kraftmeiri. Hann er líka miklu meiri glanni. Nei, það er fátt líkt með okkur, ekki einu sinni vaxtarlagið, hann er töluvert feitari.

7:21 e.h., júlí 18, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, en varla syngur þú verr en Árni...

8:45 e.h., júlí 18, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Árni er alveg laus við þumbarasvipinn.

10:01 e.h., júlí 18, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Satt er það.

10:28 e.h., júlí 18, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:34 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:59 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:16 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home