þriðjudagur, september 19, 2006

Mylsna handa yður

Minningarnar hafa alltaf verið eldsneyti, sjálfkrafa, án þess að hann þyrfti að leiða að þeim hugann. Myndbrot úr fortíðinni hafa alltaf verið hluti af þessari eldfimu blöndu sem kveikt hefur skáldskap hans. Öll þessi ár í vinnuherberginu, á öllu þessu áralanga rölti um Hlemm og nærliggjandi svæði; við alla þessa laumulegu skoðun á ókunnugu fólki, bakgörðum, veggsprungum og ljósakrónum, flækingsköttum og reiðhjólum; við alla þessa hlustun á vélarhljóðið í strætisvögnum, skvaldrið á næsta borði, ógreinileg hróp handan við húshorn – við alla þessa skynjun á augnablikum í núinu hverju sinni höfðu blandast myndleiftur úr æsku, frá háskólaárunum, frá rölti með Steinunni um bæinn haustið 1989, frá fæðingardeildinni, frá ökuferð til fyrsta fundarins með útgefanda, frá jarðarförum – urmull minningarbrota urðu tannhjól í vélinni sem knúði innblásturinn.
En núna hafði vistin á þessu svæði dregið hring um sjálfa sig. Minningarnar sem vöknuðu núna við að sitja í vinnuherberginu, standa í kaffiskotinu, rölta niður á Hlemm, ganga inn í sjoppu, setjast inn á kaffihús – það voru eingöngu minningar um að hafa áður setið í herberginu, staðið í kaffiskotinu, rölt niður á Hlemm, gengið inn í sjoppu, sest inn á kaffihús ...

11 Comments:

Blogger Tinna Kirsuber said...

Varðandi semíkommurnar þínar;

Hvað með það! Skiptir ekki meira máli að við skiljum hvort annað, hvað hitt er að segja? Ég get svo ekki betur séð en að svona semíkommur geri neitt annað en að flækja hlutina. Hallærið liggur nú bara í heitinu; Semíkomma... Semí hvað? Annað hvort ertu komma eða tvípunktur... Veldu!

Ég veit samt að það er ekki við þig að sakast Ágúst minn, vildi bara koma minni tilgangslausu skoðun á framfæri.

Kveðja.

1:57 e.h., september 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er þessi texti eftir þig eða Hallgrím Helgason?

2:22 e.h., september 19, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég held að það sé alveg hægt að komast af án þess að nota semíkommur, en er þá ekki bara best að sleppa þeim í stað þess að láta þær virka eins og tvípunkt. Það er ekkert að því að leiða þær hjá sér.

3:02 e.h., september 19, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er ekki rassgat líkt Hallgrími Helga.

3:36 e.h., september 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Eins illa og mér nú er við skúffur bókmenntafræðinanna - og reyndar skúffur yfirleitt, sem notaðar eru til flokkunar á fólki og/eða list - þá kemst maður nú samt ekki hjá því sem reglulegur gestur á þessari síðu, að hugsa sem svo að þessari mylsnu hafi verið sópað upp úr "skáldævisögu"-skúffunni góðu. Nánar tiltekið úr vinstri bakkanum í þeirri skúffu, þessum sem á er ritað "skáld(sjálfs-)ævisögur."
En ég bið þig samt lengstra orða að túlka orð mín ekki sem svo að ég telji þig til skúffuskálda ;)

4:11 e.h., september 19, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er úr margnefndri stuttri skáldsögu í smíðum. Hún er ekki sjálfsævisöguleg en í þessu broti má e.t.v. finna mestu líkindin með sögupersónu og höfundi hennar.

Og hver veit nema maður endi sem skúffuskáld á viðsjárverðum reyfaramarkaði.

4:19 e.h., september 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Góðar semíkommur.

10:32 e.h., september 19, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hefur annars einhver komið auga á málfræðivilluna sem er í textanum? Hún er þess eðlis að ég get ekki leiðrétt hana án þess að eyðileggja setninguna.

11:19 e.h., september 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Veit ekki.
En þessi ofnotkun á ónefndu ábendingarfornafni?

10:33 e.h., september 22, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:55 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:48 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home