sunnudagur, október 01, 2006

Húmorsleysingi á hlaupaskóm og fleira

Mætti Sveini Andra og hundinum hans á Ægissíðustígnum. Hann sleppti því að kommenta á það að Erla er alltaf á undan mér - nokkuð sem mér þykir vænt um að láta bauna á mig fyrir - því nú hafði hann fýsilegra tilefni: Hörmulegan úrslitaleik KR gegn Keflavík í gær. Ég greip frammi í fyrir honum og gjammaði tvisvar: Já, þetta var bara eins og Fram væri að spila. - Einhvern veginn kom það frekar plebbalega út og ég virkaði tapsár. En ég er það ekki. Það er aldrei undan því að kvarta að betra liðið vinni. - Reyndar mætti ég Teiti Þórðarsyni líka sem ég þekki ekki neitt - en sendi honum þó e-k KR-kveðju og hann heilsaði mjög kurteislega.

Fór með Erlu og Kjartan upp á Hlemm í dag, sem er nokkuð óvenjulegt. Erla var eitthvað smeyk við áningastöðina, spurði hvort það væri æskilegur staður fyrir drenginn, en ég var fljótur að kveða niður slíka vitleysu og hræðslu. Ég tók upp þráðinn við sjoppueigandann frá síðasta samtali sem átti sér stað fyrir um einu og hálfu ári og fjallaði um ástarmál hans. Þau virtust á góðu róli. Kjartan fékk grillaða samloku og Svala en vertinn færði mér kaffi á kostnað hússins.
Af einhverjum ástæðum streymdi frá mér kærleikur og kímni þarna inni svo birti yfir öllu og öllum og Erla neyddist til að hlæja.

Kjallarabúi á Rauðarárstíg auglýsti eftirfarandi í glugganum sínum:

Enski boltinn 400 kr.
Enski boltinn og snakk 600 kr.
Enski boltinn - brauð og egg 600 kr.

Athyglisvert tilboð fyrir boltaáhugamenn án áskriftar.

Uppi í Þverholti og Brautarholti er allt með sömu ummerkjum og síðast: Brotnar rúður og endalaust veggjakrot. Margt stórklinkað (og klinky) og bankað listamannapartíið hefur líklega verið haldið þarna fyrir nokkrum misserum. Hvorki mér né Rúnari Helga var boðið og ólíklegt að við hefðum mætt. - Sérhverjir tveir listamenn geta eflaust verið jafnólíkir og dagur og nótt. A.m.k. á yfirborðinu. - En þetta svæði er verulega ógeðslegt allt saman - kalt mat án hneykslunar.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það mætti halda að þú værir á leið í framboð - spjallar við sjoppueigendur, ferð á Hlemm og blandar geði við alþýðuna og spjallar svo við gangandi vegfarandur á Ægisíðunni.

1:16 f.h., október 02, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta hljómar ekki vitlaust en kannski er raunveruleikinn sá að ég sé alþýðan og Hlemmur hálfgert jaðarsvæði. Varðandi gangandi vegfarandur á Ægisíðunni þá eru svona tilefni til að hægja á sér á skokkinu mjög freistandi.

1:19 f.h., október 02, 2006  
Blogger kristian guttesen said...

Ávallt með svör á reiðu, eins og góður frambjóðandi!

- kg.

3:02 f.h., október 02, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:56 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:39 f.h., desember 01, 2014  
Blogger omar ail said...

Your site is very helpful
https://oali78313.wixsite.com/website
http://publish.lycos.com/noranamro
https://antiinsectsss.blogspot.com.eg/
https://www.prokr.net/ksa/jeddah-water-leaks-detection-isolate-companies/
http://alalamiahh.com

8:00 e.h., janúar 26, 2019  

Skrifa ummæli

<< Home