fimmtudagur, október 12, 2006

http://www.kistan.is/efni.asp?n=4900&f=1&u=14
"gæðir söguhetjuna mikilli og sérstæðri mannlegri reisn sem gerir Dagbók kameljónsins að afbragðsgóðri skáldsögu, þar sem þaulunninn söguþráður birtir smátt og smátt í hófstilltum litbrigðum manneskju í smæð sinni og reisn. "

Þetta segir Viðar Hreinsson í ritdómi um Dagbók Kamelljónsins eftir Birgittu Jónsdóttur, bók sem ég hef ekki lesið en kom út í fyrra. Þessi dómur er fyrst að birtast núna þegar nýtt jólabókaflóð er að skella á. Mig minnir að dómur Úlfhildar Dagsdóttur á bokmenntir.is hafi verið sambærilegur.

Viðar Hreinsson og Úlfhildur Dagsdóttir eru ansi hreint veigamikil nöfn í bókmenntaheiminum þó að eflaust séu þau ekki óskeikul. En hafi Birgitta sett saman afbragðsgóða bók í fyrra, sem allt bendir til, þá er þetta enn eitt dæmið um hvað erfitt er fyrir höfunda að fá verðskuldaða viðurkenningu nema að þeir séu markaðssettir með miklum hávaða. Þessi tvíblendingslega markaðs- og bókmenntavél sem byrjar að malla á haustin gerir bara ráð fyrir ákveðnum tegundum bóka sem eru gefnar út í ákveðnum búningi og umfram allt af ákveðnum forlögum. Og í seinni tíð þurfa þetta helst að vera spennusögur til að helstu bókmenntapáfar landsins nenni að fjalla um þær á áberandi hátt, nokkuð sem er alveg einstaklega furðulegt.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða kvein er þetta alltaf hreint. Ég veit ekki betur en að fyrir jólin sé kvartað yfir því að bækur séu dæmdar á færibandi. Hann ætti a.m.k. að hafa fengið nógan tíma til að liggja yfir bókinni - nú tæpu ári seinna. ES.

7:34 e.h., október 12, 2006  
Blogger Ljúfa said...

Af einhverjum ástæðum hélt ég að bókin væri byggði á lífi Birgittu sjálfrar og því ekki beinlínis skáldsaga.

12:13 e.h., október 13, 2006  
Blogger Birgitta Jónsdóttir said...

síðan hvenær er bók sem er byggð á lífi höfundar en er ekki skilgreind sem ævisaga ekki skáldsaga. ég gæti setið hér um langa stund til að telja þær skáldsögur innlendar og erlendar sem eru byggðar þannig upp og eru alltaf skilgreindar sem skáldsögur. ég reyndar gerði mér leik að því að setja þetta upp sem dagbók til að skapa tilfinningu nándar og einlægni fyrir lesendur og það hefur kannski tekist of vel því margir halda að þetta sé í alvörunni dagbókin mín. sér í lagi þeir sem ekki hafa lesið hana. en eins og þeir sem hafa fjallað bókina hafa skilið þá er þetta ekki bók sem maður les með símaskránna sér við hlið eða íslendingabók. maður les þessa bók bara eins og skáldsögu:)

annars þá er ég þér sammála Ágúst, það er afar erfitt að fá sanngjarna umfjöllun um bækur sem eru á jaðrinum. held samt að ljóðskáld komi verst út úr þessu öllu. það er stefna hjá mörgum fjölmiðlum að fjalla ekki um ljóðbækur.

10:29 f.h., október 14, 2006  
Blogger Ljúfa said...

Jæja, ég biðst þá auðmjúklega afsökunnar. Ég las bókina og sá fyrir mér að þú hefðir tekið brot úr dagbókum þínum og fært eilítið í stílinn. Annars skiptir ekki öllu máli hvaða grein bókin tilheyrir heldur hvað hún skilur eftir hjá lesanda.

3:44 e.h., október 14, 2006  
Blogger Birgitta Jónsdóttir said...

Sammála þér Ljúfa:)

12:48 e.h., október 15, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:56 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

true religion outlet, nike roshe run, michael kors uk, chaussure louboutin, north face pas cher, lululemon, nike air max, michael kors canada, new balance pas cher, nike free, nike air force, nike blazer pas cher, hollister, true religion jeans, lacoste pas cher, sac louis vuitton, abercrombie and fitch, guess pas cher, ray ban uk, timberland, hermes pas cher, air max pas cher, nike roshe, ralph lauren, oakley pas cher, mulberry, burberry pas cher, vans pas cher, longchamp pas cher, sac michael kors, barbour, ray ban pas cher, air jordan, nike air max, converse pas cher, longchamp, scarpe hogan, north face, louis vuitton, air max, louis vuitton uk, tn pas cher, ralph lauren pas cher, nike free pas cher, louis vuitton pas cher, hollister, sac vanessa bruno

3:18 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:39 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:49 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home