föstudagur, desember 29, 2006

Ég skrifaði bók en kláraði hana ekki.

Halldór Ásgrímsson hætti.

KR varð í öðru sæti.

Íslendingar slógu út Svía í forkeppni HM í handbolta.

Það kom út ný Who-plata.

Sjálfstæðismaður varð borgarstjóri.

Ég fór á Zappa-tónleika.

Saddam Hussein var dæmdur til dauða.

Flóð á Suðurlandi sem kannski hefðu orðið mannskæð annars staðar í heiminum. Veit það einhver?

Ég fór til Darmstadt, Manchester og München.

Það var birt eftir mig smásaga á Englandi.

Kynlífshneyksli í Byrginu.

Skelfilegur harðstjóri, fjöldamorðingi og pyntingameistari - Augustu Pinochet - lést.

Það var þýdd eftir mig saga á þýsku af þýskum íslenskunema.

Freyja flutti inn í hjónaherbergið; hjónin fluttu inn í barnaherbergið.

Kjartan keppti oft í fótbolta.

Freyja keppti oft í fimleikum og sýndi dans.

Ég og Erla kepptum í Reykjavíkurmaraþoni, 10 kílómetrum; hún varð langt á undan mér.

Margir blaðamenn skiptu um störf og enginn man lengur hver var hvar.

Bragi gaf út fantagóðan Sendiherra, Óskar Magnússon og Ólafur Jóhann gáfu út fín smásagnasöfn; Sigurjón Magnússon skrifaði góða nóvellu. Ég las Óvini ríkisins og byrjaði á Skáldalífi. EÖN gaf út mjög áhugaverða skáldsögu sem ég er á blaðsíðu 117 í. Margar fleiri bækur komu út sem ég á aldrei eftir að lesa.

Ég var að verða mjög vinsæll pistlahöfundur þegar ég var rekinn. Síðan er annar hver Íslendingur orðinn pistlahöfundur og lítill vegsauki að titlinum. Verstir eru blaðamenn að skrifa um hvað þeir horfðu á í sjónvarpinu.

Margt gerðist sem ég er búinn að gleyma. Allt er í einum hrærigraut.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Felst ekki í orðunum: "ég skrifaði bók" að þú kláraðir bók? Mætti ekki frekar segja að þú hafir byrjað að skrifa þína fyrstu stóru bók?

5:05 e.h., desember 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki oftúlkun að þú hafir verið að verða vinsæll pistlahöfundur?

5:07 e.h., desember 29, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

what-fucking-ever

5:31 e.h., desember 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

,, Verstir eru blaðamenn að skrifa um hvað þeir horfðu á í sjónvarpinu."

Mikið er ég ótrúlega rosalega sammála.

12:38 f.h., desember 30, 2006  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:41 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

qzz0424
coach factory outlet
coach outlet store online
oakley sunglasses wholesale
air huarache
true religion outlet
nike outlet
air jordan 4
oakley sunglasses wholesale
dsquared
ralph lauren polo

4:01 f.h., apríl 24, 2018  
Blogger yanmaneee said...

birkin bag
steph curry shoes
curry 6 shoes
balenciaga
giannis antetokounmpo shoes
yeezy boost 350 v2
bape hoodie
supreme hoodie
off white
kobe shoes

1:33 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home