þriðjudagur, mars 25, 2008

Afsakaðu að ég vildi taka í höndina á þér

Ungur Svíi tekur múslímatrú í fangelsi. Líf hans var í rugli og hann skorti stjórn og festu. Honum þótti önnur trúarbrögð full af kjaftæði en í Kóraninum var honum sagt hvernig hann ætti að haga lífi sínu, frá a til ö.

Löngu síðar, sem frjáls borgari, reynir hann að heimsækja grunaðan hryðjuverkamann í fangelsi og þarf að eiga fund með tveimur konum af því tilefni. Við upphaf fundarins réttir önnur konan honum höndina en hann tekur ekki í hana heldur segir: "Ég er íslamstrúar." Konan biður hann afsökunar.

Sem ég horfi á þetta á skjánum þykir mér atvikið afar ógeðfellt. Ef ég væri kona hefði ég kannski sparkað í sjónvarpið.

Ég ætla ekki að sökkva mér niður í rannsóknir á Íslam til að kveða upp úr um hvað er rétt túlkun á Kóraninum. Ég veit bara að sú túlkun sem er ógeðfelld, forneskjuleg og kvenfjandsamleg veður víða uppi. Sá sem lýsir óbeit sinni á slíkri túlkun á Íslam er gjarnan settur í flokk með rasistum sem hafa uppi fordóma gegn útlendingum á Íslandi.

En ég hef aldrei sagt stakt orð sem gefur til kynna andúð á útlendingum á Íslandi. Ég hef áhyggjur af uppgangi öfgafulls Íslams víða í Evrópu, t.d. á Norðurlöndum og í London. Slíkar áhyggjur hafa ekkert að gera með meint útlendingavandamál á Íslandi.

Í hópi þúsunda, ef ekki tugþúsunda, manna frá Austur-Evrópu sem hér sækja vinnu, hljóta að vera glæpamenn. Í hópi þúsunda og tugþúsunda Íslendinga eru glæpamenn. Ég get haft áhyggjur af glæpum á Íslandi og viðbúnaði lögreglu almennt til að takast á við jafnt aðflutta sem innfædda glæpamenn. En það gerir ekki aðflutta starfsmenn sem slíka að vandamáli.

Fjölmenning snýst um það að heimamenn aðlagi sig að menningu innflytjenda jafnt og innflytjendur aðlagi sig að menningu heimamanna. Það er ekki óeðlilegt markmið þegar ekki strandar á grundvallaratriðum. En að laga sig að eða umbera trúarofstæki og kvenfyrirlitningu er fásinna.

Þegar maður er kallað afturhald fyrir slíka afstöðu er verið að kalla mann afturhald fyrir að snúast gegn afturhaldi.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sammala þer Agust.

Kemur vel orðum að kjarna malsins.

7:08 f.h., mars 26, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

páfinn í róm gerir slíkt hið sama, þ.e. hann tekur ekki í hendur á konum. Alla vegana ekki konu biskups Íslands þegar þau voru þar í opinberi heimsókn. Kanski var það bara af því að hún var lútersk??

10:36 f.h., mars 26, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ekki er sómi að því að páfinn taki ekki í höndina á kvenfólki en þó hefur maður minni áhyggjur af embættissiðum hátimbraðrar höfðingjafígúru en daglegum samskiptum fólks.

12:06 e.h., mars 26, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Mogens Glistrup var fangelsadur vegna ummæla sina um Islam af 68 kynslodinni!Thetta eru midaldartruarbrogd.

12:05 f.h., mars 27, 2008  
Blogger Unknown said...

Og er kristni ekki miðaldatrúarbrögð?

Ég hef nú mun meiri áhyggjur af uppgangi kynþátta- og þjóðernishyggju í Evrópu heldur en af öfgafullum múslimum.

2:19 f.h., mars 27, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þynþátta- og þjóðernishyggja hefur verið mjög þekkt og viðurkennt vandamál í Evrópu í áratugi. Uppgangur Íslamismans virðist hins vegar að miklu leyti eiga sér stað án þess að þorri manna verði hans var og stór hluti virðist meira og minna afneita honum.

2:52 f.h., mars 27, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er góður pistill, Ágúst, og vafalaust þarfur. Þarna finnst mér þú komast að kjarna málsins án þess að fara út í alhæfingar sem gera annars ágæta punkta ómarktæka. Ég er reyndar sammála farfuglinum um að þjóðernisstefna eins og sú sem hefur orðið sívinsælli um alla Evrópu (og virðist því miður vera að skjóta rótum hér á landi) sé uggvænlegra vandamál en islamismi.

Það er rétt hjá þér að það væri mikill barnaskapur að afneita tilvist islamisma og vandamálanna sem honum fylgja. Ég held að það megi deila um það hversu mikil hætta stafar af honum hér á landi, en auðvitað er þetta til staðar. Staðreyndin er hins vegar sú að af milljarði múslima eru islamistarnir gríðarlegur minnihluti, sem betur fer, og því ólíklegt að þetta nái að skjóta rótum hér nema eitthvað stórkostlegt breytist.

8:24 f.h., mars 27, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg held menn verdi ad taka thessum malum mjog alvarlega. Vid erum i stridi vid ofgasinnada muslima. Eigum vid breyta hegdum okkar eftir thvi hvad stendur koranum?Mugæsingurinn gagnvart skopskyni dana i hinum muslimska heimi,endurspeglar midaldahugsunarhætti prestanna i hinum muslimska heimi.

8:15 e.h., mars 27, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Góður pistill. Ég hrökk líka við þegar konan baðst afsökunar á því að hafa ætlað að heilsa manninum með manneskjulegri hætti en við var að búast af fulltrúa í sendiráði. Vestræn gildi sýna ósjálfrátt umburðarlyndi, islömsk gildi sýna ósjálfrátt yfirlæti. Og það er sama þótt islamistar séu í litlum minnihluta, helmingur muslima styður það viðhorf að trúin skuli vera lögunum æðri. Kristni og kirkja aðskyldu þetta fyrir 200 árum, þessvegna er kristni ekki lengur miðaldatrú. Guðni

12:03 e.h., mars 31, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:04 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:53 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home