mánudagur, apríl 07, 2008

Bækur

Ég er meiri bókmenntaáhugamaður en gengur og gerist en tvennt hefur flest fólk sem jafnvel telst ekki til bókmenntaáhugafólks fram yfir mig: það hefur lesið fleiri íslenskar glæpasögur en ég og það hefur lesið Óbærilegan léttleika tilverunnar eftir Milan Kundera. Nú skyndilega, á miðjum aldri, þegar mesta Kundera-æðið er hér í rénum, þá er ég að verða forfallinn Kundera-aðdáandi. Ég setti það fyrir mig áður hvernig hann blandaði saman heimspekilegum hugleiðingum og sviðsmyndum. Þetta pirraði mig og féll einstaklega illa að mínum ritstíl. Þá var betra að lesa Kjell Askildsen og Raymond Carver sem voru allir í hinu ósagða. Sögðu í rauninni ekki neitt, bara sýndu. Svo sá ég að einkunnarorð síðasta smásagnasafns Carvers voru snilldarleg tilvitnun í Milan Kundera. Þennan mikla meistara sem ég er að byrja að dá núna. Sú tilvitnun breytti þó engu á sínum tíma. Bækur koma til manns, hægt og sígandi.

Reynar var ég alltaf hrifinn af Óljósum mörkum en Brandarinn sem ég las fyrir nokkrum mánuðum gerði útslagið. Milan Kundera er fjársjóður og við erum svo stálheppin að Friðrik Rafnsson er búinn að þýða allar bækurnar hans. Það er rausnarlegt og lofsvert framlag til íslenskra bókmennta.

Bókin sem mig langar til að lesa núna (fyrir utan allar Kundera-bækurnar sem ég á ólesnar, ég er núna staddur í smásagnasafninu hans, Hlálegar ástir) er Veröld sem var eftir Stefan Zweig. Ég sæki hana á bókasafnið fljótlega. Áhuga á henni á ég að þakka Kiljunni hans Egils Helgasonar og einum viðmælanda hans, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég mæli einnig með "ég lifi" eftir martin grey þ.e. ef þú hefur ekki lesið hana.

Svo er einnig ástralskur höfundur sem stal senunni á síðasta ári með bókinni "the book thief" eftir markus zusak. Einstaklega skemmtilega skrifuð.

Góða skemmtun við lesturinn.
kveðja
hulda

11:43 f.h., apríl 08, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég las "Ég lifi" þegar ég var unglingur. Það gerðu það allir þá.
Var kallinn nokkuð að ýkja? Mig minnir að ég hafi heyrt einhverjar ásakanir um það.

12:46 e.h., apríl 08, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:04 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:53 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
off white outlet
nike factory outlet
canada goose jackets
coach factory outlet
moncler outlet
cheap jordan shoes
new orleans saints jerseys
oakley sunglasses
canada goose uk
prada handbags

3:43 f.h., júní 12, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home