þriðjudagur, apríl 22, 2008

Ferðasögu- og blaðlestrarsögubrot


Ég skrapp með Erlu og krökkunum í Þýskalandsferð í síðustu viku. Í Þýskalandi les ég yfirleitt töluvert af blöðum og tímaritum sem ég í raun hef aðgang að hér heima, þannig að megnið af því litla sem bætist við visku mína um stöðu mála þar er yfirleitt úr slíkum miðlum. Í fluginu til Frankfurt las ég í sérhefti Spiegel um íslam í Þýskalandi. Íranskur innflytjandi, sem er rithöfundur og sérfræðingur um íslam, segir þar í grein að hreintrúarríkið upprunalega sem ofstækismenn boða í dag, hafi í raun aldrei verið til, það sé fantasía. Rétt eins og kristnir séu múslímar vitanlega misjafnlega heitir í trúnni og fylgja Kóraninum misvel í lífsháttum, allt frá engu og upp í allt, og þannig hafi alltaf verið, líka fyrr á öldum. Sjálfur er þessi maður samkynhneigður og hefur skrifað sögur með opinskáum ástarlífslýsingum - hvorttveggja dauðasök meðal sumra múslíma. Engu að síður skilgreinir hann sig sem múslíma, segist ekki komast hjá því, þetta sé bakgrunnur hans. Þessi grein og annað efni sem ég las í blaðinu leiðir aðallega tvennt í ljós: íslamskri öfgatrú vex ásmegin í Þýskalandi og þýskum almenningi hættir til að setja alla múslíma undir sama öfgahattinn. – 28% múslíma í Þýskalandi teljast nú heittrúaðir, en hlutfallið var aðeins 8% fyrir nokkrum árum. Þá eru eftir 72% sem vilja bara lifa í friði fyrir trúardeilum og stjórnmálaþrasi.

Í Frankfurt skoðuðum við Kjartan risaeðlur í Náttúrugripasafninu á Schenckenberger-Allee (ekki langt frá Messunni og háskólasvæðinu, sirka korters-labb frá aðalbrautastöðinni). Síðan hittum við Erlu og Freyju sem voru að versla í Zeil og Kjartan fékk nýjan þýskan landsliðsbúning og fótbolta í Sport Arena. Mér þótti Frankfurt merkilega falleg að þessu sinni, enda víkkaði ég gönguradíusinn frá því áður og svo var farið að grænka vel. Um kvöldið tókum við lestina til Kaiserslautern og þangað sótti Íris okkur, en hún er systurdóttir Erlu og býr með bandarískum hermanni í Ramstein-Mesungen, nokkur þúsund manna smábæ, en þar hjá er bandarísk herstöð. Daginn eftir voru skoðaðar fleiri risaeðlur og lífsins notið í útivistargarði í Kaiserslautern. Veðrið var gott, sólskin og gola. – Á föstudagskvöldið (við flugum út á fimmtudagsmorgninum) fór ég á netið í fyrsta skipti í ferðinni og þar beið tölvupóstur frá Fréttablaðinu vegna samkvæmisleiks sem þar var haldinn í sunnudagsblaðinu. Ég skrifaði mitt innlegg með útlenskum stöfum, nokkuð þreyttur eftir daginn.

Einhver blöð náði ég að hrifsa til mín í Frankfurt og komst m.a. að því að 18 prósent Þjóðverja eru taldir lifa undir fátæktarmörkum. Hátt atvinnuleysishlutfall er varanlegt í landinu, mishátt eftir svæðum. Kaupmáttur hefur lækkað síðustu ár og stöðugar vinnudeilur eru í gangi, sérstaklega hjá opinberum þjónustustéttum á borð við lestarstarfsfólk og póstbera. Hnattvæðingin gerir illt verra því stórfyrirtæki flytja verksmiðjur úr landinu til Austur-Evrópu þar sem launakostnaður er minni. Nýlegt dæmi um það er Nokia sem flutti verskmiðjur sínar til Rúmeníu frá Frankfurt í janúar. – Hvað myndi það tákna fyrir okkur Íslendinga að tengja okkur við myntkerfi sem leyfir ekki verðbólgu? Ég átta mig svo sem fyllilega ekki á orskasamhenginu en illa litist mér á að búa við 10 prósent atvinnuleysi. Það bitnar ekki bara á þessum tíunda hluta sem hefur ekki vinnu heldur líka á öllum hinum sem óttast um vinnuna sína. Sá uppgangur sem hér hefur ríkt getur kannski ekki alltaf gert það óslitið en gott væri ef slíkt ástand gæti verið sem oftast.

Við gistum tvær nætur í Heidelberg, þangað var ég að koma í líklega 5. skipti og kann alltaf jafn vel við mig. Á laugardagskvöldið skruppum við Kjartan til Mannheim að horfa á handboltaleik. Þar var mikilfengleg stemning miðað við það sem maður á að venjast á handboltaleikjum, 12 þúsund áhorfendur í glæsilegri, nýrri höll sem virðist taka um 20 þúsund manns, þaulskipulögð skemmtidagskrá og leikurinn allur á flatskjá með nærmyndum, auk þess að blasa við manni á keppnisgólfinu sem er í raun botninn í hárri gryfju því nánast þverhnípt er úr sætunum niður í gólfið. Heimaliðið Rhein-Neckar Löwen lagði þarna Magdeburg naumlega að velli. Þess má geta að Guðjón Valur Sigurðsson mun leika með þeim fyrrnefndu frá og með næsta keppnistímabili.

Um kvöldið horfðum við Kjartan síðan á bikarúrslitaleikinn í þýsku knattspyrnunni (Bayern München – Dortmund 2-1 e. framl.) á krá skammt frá hótelinu í Heidelberg.

Sunnudeginum eyddum við í skemmtigarðinum Tripsdrill nokkuð suður af Heidelberg. Hann er skemmtilega þjóðlegur í hönnun og umgjörð og maður fann ekki fyrir neinum plastmenningartómleika eins og ég óttaðist fyrirfram , það var enginn þulur að öskra uppákomur í kallkerfi, steinhlaðin hús með koparþökum hýstu inniþrautir og kaffihús, skemmtilega hallærislegar leikbrúður í þjóðbúningum fluttu skemmtidagskrá og þýska tónlist, o.sfrv. Enginn Disney-fílingur þarna enda þora Miðvevrópuþjóðir að vera heimilislegar og lummó, þær eru lausar við okkar smáþjóðarlegu minnimáttarkennd.

Á heimleiðinni las ég Die Welt. Þar var viðtal við bandaríska stjórnmálafræðinginn Benjamin Barber sem heldur því fram að nútímakapitalismi breyti börnum í neytendur og fullorðnu fólki í börn. Þess vegna les fullorðið fólk Harry Potter og horfir á Shrek en börnin fara í Kringluna og kaupa sér föt og tölvuleiki.

4 Comments:

Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:05 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

true religion outlet, nike roshe run, michael kors uk, chaussure louboutin, north face pas cher, lululemon, nike air max, michael kors canada, new balance pas cher, nike free, nike air force, nike blazer pas cher, hollister, true religion jeans, lacoste pas cher, sac louis vuitton, abercrombie and fitch, guess pas cher, ray ban uk, timberland, hermes pas cher, air max pas cher, nike roshe, ralph lauren, oakley pas cher, mulberry, burberry pas cher, vans pas cher, longchamp pas cher, sac michael kors, barbour, ray ban pas cher, air jordan, nike air max, converse pas cher, longchamp, scarpe hogan, north face, louis vuitton, air max, louis vuitton uk, tn pas cher, ralph lauren pas cher, nike free pas cher, louis vuitton pas cher, hollister, sac vanessa bruno

3:25 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:53 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home