miðvikudagur, apríl 16, 2008

Hádegismynd

Ég sit á Kaffitári og horfi út um gluggann. Við blasir glugginn á Sólon. Á veggnum fyrir innan er líflegt málverk, ég sé ekki betur en þar séu hús og gluggar, en málverkið er ekki nógu greinilegt úr þessari fjarlægð. En í glugganum á Sólon stendur:

Vilhelm Anton Jónsson
"Borg í samfélagi mannanna"
12. apríl - 9. maí
Og þá verður mér hugsað til þess að fyrir 20 árum eða svo hefði ég verið búinn að skoða þessa sýningu. Núna er það bara fyrir tilviljun að ég tek eftir henni. En þá var ekki komið neitt internet og ég átti engin börn og ég var ekki að vinna svona mikið.
Nú spyr ég mig: Nenni ég yfir götuna til að skoða sýninguna eða þykist ég ætla að nota restina af hádegishlénu til að skrifa eitthvað?
Nei, ég kem líklega bara við á Sólon einhvern tíma fyrir 9. maí.
Maðurinn í sögunni minni er að öskra á konuna sína inni í hjónaherbergi. Hann ætti að taka mig til fyrirmyndar - ég geri ekki svoleiðis. Núna slær hún hann utan undir. Er það einum of dramatískt? Eða er kannski kominn tími til að ég verði dramatískari í mínum sögum?

9 Comments:

Blogger Þráinn said...

Farðu nú varlega við skriftirnar. Ef maðurinn lemur konuna sína getur hún dottið með höfuðið á t.d. straujárn og látið lífið.
Þar með væri maðurinn orðinn morðingi sem er að vísu dramatískt.
En jafnframt værir þú orðinn glæpasagnahöfundur - sem er verra.
Bestu kveðjur.

3:59 e.h., apríl 16, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Skemmtilegt komment. Ég held ég láti þig og aðra um að drepa fólk.

4:19 e.h., apríl 16, 2008  
Blogger Þráinn said...

Ég var bara að spauga, en raunveruleikinn er svo dásamlegur að nú eru staddir hér á landi tveir pólskir sveðjumorðingjar sem hafa höggvið hausinn hvor af öðrum og brytjað fólk niður í ferðatöskur og sökkt í vatnsból. Gætu setið á Sóloni á næsta borði við þig og verið að ræða vopnahlé eða samstarf...
Gangi þér allt í haginn.

4:37 e.h., apríl 16, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er hárrétt hjá þér. Og spaugið var gott.

4:40 e.h., apríl 16, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

4:46 f.h., apríl 17, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:04 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:53 f.h., desember 01, 2014  
Blogger yanmaneee said...

stephen curry shoes
nike x off white
yeezy
nike epic react
golden gooses
jordan 12
balenciaga sneakers
golden goose sneakers
supreme clothing
hermes bags

1:19 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home