föstudagur, apríl 04, 2008

Meiðyrðamál á Englandi

Sumt er aldrei rætt í botn vegna þess að fólk spyr ekki af ótta við að virðast vitlaust.

Og þannig er um einn mikilvægan þátt Hannesar Hólmsteins mála.

Ég hef aldrei skilið hvernig einn Íslendingur getur dregið annan Íslending fyrir rétt í Englandi.

Kannski hef ég ekki lesið skýringarnar á því nógu vel - en ég skil þetta ekki.

Skil ekki hvers vegna Hannes getur ekki bara gefið enskum dómstólum fokkmerki og minnt þá á að hann sé íslenskur ríkisborgari og enskir dómstólar hafi enga lögsögu yfir honum.

Finnst engum öðrum það undarlegt, burtséð frá Hæstaréttardómnum í Laxnessmálinu og algjörlega burtséð frá því hvort fólk fílar Hannes Hólmstein eða þolir hann ekki?

23 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hef velt þvi fyrir mer. Eg las einhverntima ytarlega grein um þessa malsokn i Englandi. Og Jon Olafsson hefur "case" samkvæmt enskum lögum.

Eg er nu enginn aðdaandi Hannesar satt best að segja en eg get ekki gert að þvi að eg er farinn að vorkenna honum oggulitið i þessu öllu saman. En eg held að Hannes Holmsteinn vilji litið með einhverja meðaumkun að hafa.

En þetta fer nu að verða asskoti þung refsing fyrir Hannes ef þetta eru tugir milljona sem hann þarf að greiða. Mer finnst það ekki hæfa sakarefninu. Og það er umhugsunarefni ef efnamiklir einstaklingar geta gert einstaklinga að öreigum fyrir að rifa kjaft!! Hana nu.. a dauða minum atti eg von a en ekki að eg færi að taka hanskann upp fyrir Hannes Holmsteinn... :-)

3:38 f.h., apríl 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú svo sannarlega, en hins vegar ber að athuga að þetta er alls ekki fyrsta mál sinnar tegundar. Þinghárhugtakið hefur undanfarin misseri verið togað og teygt af dómstólum víða um heim, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Personal_jurisdiction_in_internet_cases

Persónulega finnst mér að fólk ætti að fara varlega í refsigleði, sama hversu mikið hinn stefndi á það skilið, því það veit aldrei hvenær fordæmi það sem skapast fer að snúast gegn því sjálfu. Í þessu sambandi er mér minnisstæð kvikmynd sem ég sá fyrir margt löngu síðan, um frönsku byltingarhetjuna Danton, sem einn daginn stóð sem sakborningur frammi fyrir dómstól sem hann sjálfur hafði sett á fót, ákærður fyrir brot á lögum sem hann sjálfur hafði sett.

3:41 f.h., apríl 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Urlið hér á undan komst ekki inn, en hér er það aftur, og virkar sennilega í þetta skiptið.

3:43 f.h., apríl 04, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jón Ólafsson hefur "case" samkvæmt enskum lögum. En hvernig geta ensk lög haft lögsögu yfir Íslendingum eða haft eitthvað með íslenska ríkisborgara að gera?

Mér vitanlega hefur Hannes Hólmsteinn ekki verið framseldur til Englands af íslenskum yfirvöldum.

Er ekki einhver lögfræðingur sem les þessa síðu?

3:52 f.h., apríl 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef þu brytur gegn Enskum lögum.... það er nog!?!

Likt og ef einhver Englendingur brytur gegn islenskum lögum.

Islenskir domstolar eru sifelt að dæma erlenda rikisborgara.

4:06 f.h., apríl 04, 2008  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Snýst þetta ekki líka eitthvað um búsetu Jóns? Er hann ekki með lögheimili í Englandi, og stundar viðskipti þar?

Annars finnst mér nú að þó það sé lágkúrulegt af Hannesi að kalla fólk fíkniefnabaróna eða hvað það var á opinberum vettvangi - þá sé það ekki margmilljóna virði. Topps, segjum svona, vikulaun. Menn verða að hafa efni á því.

7:55 f.h., apríl 04, 2008  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Þegar ég rifja þetta upp í huganum - er þetta ekki sama klásan og þeir nöppuðu Pinochet á? Þ.e. ef brot þín snerta England (A.P. drap m.a. breta - ummæli Hannesar höfðu áhrif á viðskiptahagsmuni Jóns).

Eða er ég að rugla þessu saman við annað?

7:58 f.h., apríl 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst það liggja í augum uppi. Jón var búsettur í Englandi og tjón hans varð í Englandi. Eins og marg oft hefur komið fram, kærði Jón Hannes ekki fyrir meiðyrði hér á landi, þar sem hann taldi Íslendinga taka hæfilega lítið mark á orðum Hannesar. Útlendingar sjá aftur að Hannes er háskólaprófessor með nokkuð flotta ferilskrá og því hafi verið ástæða til að taka mark á þessum orðum. Það má kannski líka benda á að Jón bað Hannes að fjarlægja ensku útgáfuna af greininni, en Hannes tók það ekki í mál. Haft var samband við vefstjóra háskólans, en hann taldi sig ekki hafa vald til þess.

Ég hef nefnt það á blogginu minu að mér finnist þetta mál endurspegla eðli internetsins, þ.e. hinn landamæralausa heim þess. Hannes hafði fyrir því að þýða greinina með hinum meintu meiðyrðum yfir á ensku og hann var ekki að gera það svo Íslendingar gætu lesið hana á ensku. Nei, hann var að því svo enskumælandi fólk gæti lesið hana og því er greininlegur illvilji í því sem hann gerði. Hafa skal í huga að lögin voru til áður en Hannes tók þessa afdrifaríku ákvörðun og það var hans að hafa þau í huga. Stefna Jóns eða annarra sem ekki eru ánægði umfjöllun um sig, vegna meintra meiðyrða í umfjölluninni er ekki tilraun til ritskoðunar, eins og margir hafa haldið fram. Sá sem ritar texta eða er með umfjöllun í ljósvakamiðli verður að varast meiðandi ummæli.

Það sem mér finnst verst í þessu máli (og þetta er bara mín upplifun á hlutunum), er að svo virðist sem persónuleg andúð fólks á Jóni stjórni skoðunum þess í þessum máli, en ekki málavextirnir. Hannes er litli fátæki karlinn og Jón ógeðslega ríki karlinn. Það getur vel verið að Jón hafi ætlað að láta Hannes finna til tevatnsins og þetta hafi verið hefnd fyrir áralanga neikvæða umfjöllun Hannesar um Jón. Það hefur verið stíll Hannesar að fjalla um alla hluti sem staðreyndir og að allt sem hann segir sé satt, sbr. Laxnessmálið. Mér virðist af þessum tveimur málum, að Hannes þurfi kannski að endurskoða þennan stíl sinn.

11:01 f.h., apríl 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hannes hélt fyrirlesturinn á ensku þannig að hann „hafði“ ekki „fyrir því að þýða hana á ensku“ eins og marinó heldur fram.

Þetta er hálffáránlegt mál og þvílíkur lærdómur fyrir Hannes. Hann mátti nú alveg fá smá rassskell en fyrr má nú vera.

12:21 e.h., apríl 04, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir umræðuna, piltar. Segðu mér Maddi, hvernig hefði enska réttarríkið brugðist við því svari Hannesar að hann teldi umrædda dómstóla ekki hafa neina lögsögu yfir sér og hann gæfi þessu öllu langt nef?

12:44 e.h., apríl 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Gústi, ég hélt að þau viðbrögð væru komin fram, þar sem það er nákvæmlega það sem Hannes gerði og fékk dóm á sig fyrir vikið. Um það snýst málið, þ.e. Jóni voru dæmdar skaðabætur af breskum dómstól eftir að Hannes tók ekki til varna. Síðan reyndi Hannes að fá málinu vísað frá dómi á grundvelli þess að breskir dómstólar hefðu ekki lögsögu en án árangurs. Þeir líta á Jón sem breskan þegn í þessu máli (vegna búsetu hans í Englandi) og hann hafi því rétt á að verjast meintum meiðyrðum fyrir breskum dómstólum.

1:27 e.h., apríl 04, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, einmitt. Ég var búinn að gleyma þessu. Og ef hann hefði hunsað dóminn?

1:32 e.h., apríl 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Jón var búinn að hefja innheimtumál hér á landi sem var ekki til lyktar leitt, þar sem Hannes tók við sér og reyndi að fá dómnum í Englandi hnekkt. Honum tókst það að því leiti að talin var hafa verið annmarki á birtingu stefnunnar, en honum tókst ekki að fá málinu vísað frá og því verður endurupptaka þess á næstunni í Englandi.

Satt best að segja veit ég ekki af hverju allt þetta hafarí er í gangi núna út af Jóni, þar sem áfrýjunarferlið er ennþá í gangi í Englandi og það er því ekki öruggt að málið fari fyrir breskan dómstól, þó líkurnar séu talsverðar. Ef til þess kemur, þá mun Hannes örugglega taka til varna og vinni hann málið gæti hann hugsanlega fengið allan sinn kostnað til baka.

Ef þú lest bloggið hans Friðrik Þórs Guðmundssonar (http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/495298/) þá segir hann í athugasemd:
"Hannes er auðvitað ekki "algert fórnarlamb" í Jóns-málinu. Hann réðst á Jón af fullri hörku og hatri (ég var á viðkomandi blaðamannaþingi og hlustaði á). Hann veit að hann þarf að standa ábyrgur orða sinna." Þetta sem Friðrik segir er mergur málsins, þ.e. Hannes var ekkert að fara í grafgötur með andúð sína á Jóni og taldi sig geta sagt hvað sem var í skjóli málfrelsis. Um þetta á málið að snúast, ekki hvar Jón kýs að snúast til varna.

2:08 e.h., apríl 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Lykillinn er brotalögsaga. Ef ég drep mann í Englandi yrði réttað yfir mér undir breskum lögum fyrir breskum dómstólum. Brot Hannesar var á internetinu, sem gerir brotið "world wide" að einhverju leiti. Það spilar margt inn í ákvörðun breskra dómstóla um að ákveða lögsögu sína, m.a. að Jón er búsettur þar - háskóla prófessor skrifar róginn - og því líkur á að aðrir prófessorar lesi og taki mark á því, þ.a.l. komið í umferð í bretlandi - brotin talin eiga sér stað í bretlandi. Það hefði verið hægt að lögsækja hann í fleiri löndum, ef það hefði verið reynt. Allstaðar þar sem brotið hefði geta talist vera framið.

Breki.

4:34 e.h., apríl 04, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Auðvitað er það issjú, Maddi, hvar Jón kýs að sækja mál sitt vegna þess að viðurlög og jafnvel lagabókstafur í meiðyrðamáli er allt annar á Englandi en Íslandi og Hannes Hólmsteinn er íslenskur þegn og hafði ekki ástæðu til að vera sóttur til saka á Englandi þó að ræða hans á ensku hafi lekið á netið.

4:37 e.h., apríl 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Gústi, ég verð nú að viðurkenna að ég treysti breskum dómstólum alveg til að skera úr um hvort mál sé dómtækt hjá þeim eða ekki. Hefðir eru mjög ríkar í bresku réttarfari og ég efast um að þeir hefðu tekið þetta mál fyrir nema rík fordæmi væru fyrir því.

Hannes er vissulega íslenskur, en brot hans alþjóðlegt. Rök þín eru svipuð og segja að ekki sé hægt að sækja "Nígeríusvindlara" til saka á Íslandi vegna þess að bréfin voru send frá Nígeríu af Nígeríumanni. Grein Hannesar var gerð aðgengileg fyrir allan heiminn um leið og hann setti hana á ensku inn á vefinn. Hannes var alveg jafnmikið að fiska eftir lesendum úti í hinum stóra heimi eins og sá sem sendir óumbeðinn fjöldapóst á tugir þúsunda einstaklinga. Tilgangurinn með að setja greinina á ensku inn á vefinn getur varla átt að hafa verið annar en að reyna koma höggi á Jón í viðskiptum við erlenda aðila. Hann var a.m.k. ekki af þessu af sannleiksást.

4:58 e.h., apríl 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég gleymdi einu. Ræðan lak ekkert út á netið. Hannes hefur viðurkennt að hafa sett hana þar um leið og lét þýða greinasafn sitt. Auk þess kom fram í viðtali við Jón, að hann bað Hannes um að fjarlæga greinina, en Hannes hafnaði því. Það getur velverið að Hannesi sé vorkunn af þeim kostnaði sem hefur haft af þessu öllu, en honum voru boðnar undankomuleiðir sem hann greip ekki.

5:02 e.h., apríl 04, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:04 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

true religion outlet, nike roshe run, michael kors uk, chaussure louboutin, north face pas cher, lululemon, nike air max, michael kors canada, new balance pas cher, nike free, nike air force, nike blazer pas cher, hollister, true religion jeans, lacoste pas cher, sac louis vuitton, abercrombie and fitch, guess pas cher, ray ban uk, timberland, hermes pas cher, air max pas cher, nike roshe, ralph lauren, oakley pas cher, mulberry, burberry pas cher, vans pas cher, longchamp pas cher, sac michael kors, barbour, ray ban pas cher, air jordan, nike air max, converse pas cher, longchamp, scarpe hogan, north face, louis vuitton, air max, louis vuitton uk, tn pas cher, ralph lauren pas cher, nike free pas cher, louis vuitton pas cher, hollister, sac vanessa bruno

3:25 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:53 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

qzz0424
christian louboutin outlet
coach factory outlet
ralph lauren outlet
cheap oakley sunglasses
polo ralph lauren outlet
jimmy choo outlet
cheap ray ban sunglasses
coach outlet online
ralph lauren outlet
christian louboutin outlet

3:53 f.h., apríl 24, 2018  
Anonymous Cara Mengobati Prurigo said...

Thanks for the information, this is very useful. Allow me to share a health article here, which gods are beneficial to us. Thank you :)

Solusi untuk Menanggulangi Osteoporosis
Cara Mengobati Abses Payudara Tanpa Operasi
Obat Ampuh Sembuhkan Flu Berkepanjangan
Obat Pereda Nyeri Dada Sebelah Kiri
Cara Menghilangkan ambeien/Wasir Secara Permanen
Pengobatan Alami & Efektif untuk Ginjal Bengkak

5:05 f.h., ágúst 08, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home