föstudagur, október 31, 2008

Úr öskunni í eldinn?

Ég get alveg skilið það að fólk kæri sig ekki um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana og óski honum út í hafsauga.

Ég held engu að síður að við verðum ekki betur sett með Steingrím Joð og kó yfir landinu. Ef frjálshyggjan er búin að vera má alveg minna á að sósíalisminn kláraði sig á undan.

Hugmyndafræðileg gerjun hlýtur að vera framundan en ég get engan veginn áttað mig á því hvað kemur út úr henni. Þeir straumar eiga líka eftir að fara um útlönd áður en þeir liggja hingað.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki spennandi kostur án endurnýjunar í forystu, án þess að nýtt fólki láti meira að sér kveða og taki frumkvæði. - Stjórnarandstöðuandlitin eru bara alls ekki spennandi kostur heldur. Það þarf endurnýjun í öllum stjórnmálaflokkum.

Samfylkingin hossaði útrásinni meira en Sjálfstæðisflokkurinn. Það breytir því ekki að Samfylkingin komst ekki til valda fyrr en vorið 2007 og ber því litla ábyrgð á ástandinu. Evrópustefna flokksins er auk þess skýr og á sér marga fylgjendur.

Úr öskunni í eldinn? kallaði ég þessa færslu. Ég er reyndar alls ekki sannfærður um þann titil. Einhver gæti spurt mig: Getur þetta versnað? Svar mitt er það að ég hef engu meiri trú á Vinstri grænum, Framsókn og Frjálslyndum en þeim sem nú fara með völdin.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.

Þórður S

1:36 f.h., október 31, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég stend við það sem ég hef alltaf sagt. Stjórnmálaflokkarnir eru allir verstir. Það er ekki hægt að fara úr öskunni í eldinn. Þetta er allt jafn viðurstyggilegt pakk.

Leggja alla flokka niður og kjósa einstaklinga, segi ég. Og kannski skilja framkvæmd frá löggjöf, hvernig væri það?

1:43 f.h., október 31, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er munur á frjálshyggju og ný-frjálshyggju (thatcher-isma). Nú snúum við aftur til frjálshyggjunnar. Regluverksmarkaðir - það virðist vera það eina sem virkar. Enda markaðurinn af því góða. Hef aldrei skilið ástæðu þess að Kolaportið hafi haft þessa sósíalísku ímynd yfir sér - þegar það er frjálshyggjan í sinni merkustu mynd.

1:45 f.h., október 31, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Heilmikið til í þessu hjá þér Ágúst.

Mér líst ekki vel á vinstri græna.

En ég vill kosningar sem fyrst. Í síðasta lagi í vor. Það verður að gefa þjóðinni færi á að velja upp á nýtt. Ég hef litla trú á að Vinstri grænir hljóti afgerandi kosningu nema þeir breyti afstöðu sinni í Evrópumálum.

Ef Sjálfstæðisflokkur getur mótað stefnu með sér að sækja um aðild að ESB fyrr eða síðar þá hugsa ég að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking munu starfa áfram.

Og svona til gamans þá er ég kominn með mitt eigið tuðblogg... svona tilraun hjá mér

http://jhe.blog.is/blog/jhe/

kveðja
Jón H.

1:54 f.h., október 31, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Frjálshyggjan kláraði sig á 19. öld. Það eru bara svo margir búnir að gleyma því. Kommúnismin kláraði sig síðan á þeirri tuttugustu. Það er bara kratisminn sem virkar, og það kemur alltaf betur og betur í ljós.

Einar E.

2:05 f.h., október 31, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir kveðjuna, Jón Halldór. Gaman að sjá bloggið þitt.

2:19 f.h., október 31, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

R listinn fékk sitt tækifæri og hvað gerðist? Félagsbústaðirnir voru einkavæddir, heilsuverndarstöðin var seld, miðbænum var rústað og á tímabili stóð til að flytja Árbæjarsafn út í Viðey til að rýma til fyrir einhverjum verktakanum. Og hvernig var með REI málið og 100 daga meirihlutann? Átti ekki að halda áfram rekstri "félagslegra fyrirtækja" í fjarlægum heimsálfum? Hvað breyttist? Þetta fólk hefur allt fengið að spreyta sig með hörmulegum árangri.

Elín.

1:25 e.h., október 31, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Stjórnmálaflokkarnir hafa því miður verið reknir að miklu leyti sem mafíur, hagur almennings er alltaf neðar en hagur flokksins.

Nú þegar fall nýfrjálshyggjunnar er orðin staðreynd er þó rétt að benda á að gagnstætt því sem haldið er fram í færslunni hér að ofan þá hefur sósialisminn eins og hann er rekinn á norðurlöndunum ekkert klárað sig. Kommúnisminn gekk ekki upp, en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að af öllum þjóðfélagsmunstrum sem reynd hafa verið undanfarna áratugi í heiminum hefur hið norræna kerfi skilað lang mestum lífsgæðum.
Þangað þurfa Íslendingar að stefna aftur.

10:13 e.h., nóvember 04, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home