fimmtudagur, desember 18, 2008

Frábærir mótmælendur

Ég er uppfullur af þakklæti til unga fólksins sem hefur haldið uppi virkilega markvissum mótmælum undanfarið. Afraksturinn er m.a. sá að Tryggvi er farinn úr Landsbankanum. 50 ungmenni gera meira gagn en 7000 manns á Austurvelli vegna þess að mótmælin núna eru markviss, skotmörkin áþreifanleg og aktúel. - Nú þarf að koma Jónasi úr Fjármálaeftirlitinu og halda áfram að láta skuldakóngana finna hver hugur fólks er í þeirra garð.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er þér hjartanlega sammála. Ég vona að ég komist með þeim fljótlega, en ég er fastur í vinnutörn núna.

Mig grunar reyndar að eftir áramót verði þetta 7.000 manns sem þjarma að glæpamönnunum.

En ég ítreka enn og aftur að stjórnvöld verða að víkja. Nýjasti skandallinn er fjárlagafrumvarpið. Þetta fólk virðist gera bara eitthvað og hugsa ekki neitt út í heildarmyndina. Gjörsamlega vanhæft fólk með öllu, það liggur í augum uppi.

2:37 e.h., desember 18, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Mótmælin virka VEGNA ÞESS að mörg þúsund manns voru á Austurvelli á hverjum laugardegi.

3:05 e.h., desember 18, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála. Þetta lið þarf að fara aftur uppí seðlabanka..

3:27 e.h., desember 18, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

alveg er ég viss um að EF þessir mótmælendur hefðu ekki þessa 10.000 á austurvelli á bakvið sig væru þeir í steininum og Tryggvi Jónsson í Landsbankanum

3:48 e.h., desember 18, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála. Þetta er flott hjá þeim. Það munar um hvern og einn.

Elín.

3:56 e.h., desember 18, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh TAKK!!!
Ég er alveg komin með upp í kok að lesa pistla eftir laptop-tindáta sem kallar þetta fólk skríl og óskapast yfir útlátum skattgreiðanda fyrir endurnýjun á nokkru fj..... rúðum!

En að sjálfsögðu vinnur þetta allt saman...mótmælin á Austurvelli og svo þetta. Það hefur sýnt sig að Íslendingar eru seinþreyttir til "vandræða" enda reyndum við í 9 vikur að mótmæla friðsamlega. Núna er fólk bara orðið verulega reitt og það kæmi mér ekki á óvart þó það fjölgaði hratt í þessum "óstýriláta" hópi

4:08 e.h., desember 18, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er rétt hjá ykkur að fjöldamótmælin á Austurvelli mynda grunn undir þetta og gefa tiltölulega fámennum hópi mótmælenda þessa dagana mun meiri vigt en ella.

4:10 e.h., desember 18, 2008  
Blogger olikjartans@hotmail.com said...

þessir krakkar eiga heiður skilið og eru að mínu mati efnilegir kanditatar næst þegar forsetinn deilir út orðunum sínum.
Svona mótmælir fólk.

7:23 e.h., desember 18, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Skritid ad kalla unga folkid fyrir skril,en thad virdist vera i lagi ad stela ur sjodum folks,ræna banka einsog Glitnir, skuldsetja heila thjod,vera gjorsamlega sofandi sem embættismadur, einkavina bankastarfsemi a Islandi og svo framvegis.

Hvada framtid a thetta unga folk ?
Skuldsett restina af ævinni, verdur leigulidi bankanna...

Thessi engjusprettukynslod virdist ekki skilja hversu alvarlegt astandid er verda a Islandi og eftir aramotin stigmagnast vandamal folks..... kemur mer ekkert a ovart thott verdi halfgert byltingarastand i thjodfelaginu....

8:06 e.h., desember 18, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hálfgert byltingarástand? Ætli það verði nú ekki frekar hrein og klár bylting, með þessu áframhaldi?

11:52 e.h., desember 18, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ólafur situr enn

2:13 e.h., desember 20, 2008  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:47 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:57 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home