mánudagur, janúar 05, 2009

Námskeið í smásagnagerð

Á linknum hér fyrir neðan er hægt að skrá sig í smásagnanámskeið hjá mér hjá Mími í febrúar.
Námskeiðið er samtals 15 kennslustundir og kennt er eitt kvöld í viku í 6 vikur.

Þetta verður skemmtilegt. Fyrst æfum við okkur í að búa til sterkar og lifandi sviðsmyndir. Við komum með hugmyndir að nokkrum senum, t.d. Tvær vinkonur hittast á kaffihúsi og önnur játar fyrir hinni að hún sé að halda framhjá. - Við æfum okkur að draga upp mynd af þessu, skrifa samtalið, lýsa svipbrigðum og lýsa umhverfinu. - Foreldrar yfirheyra stelpu sem var að koma heim og þau gruna hana um að hafa verið að drekka. - Og að sjálfsögðu fleiri hugmyndir.

Þegar nemendur eru búnir að draga upp skemmtilegar sviðsmyndir fara þeir að skrifa heilar smásögur. Ég sýni þeim muninn á smásögum með óvæntum endi og smásögum sem draga upp mynd til að afhjúpa ástand. -

Við lesum fullt af smásögum, sögur með sterkum sviðsmyndum, sögur sem afhjúpa og sögur með óvæntum endi. Við skoðum þessa þætti í sögunum.

Endurskriftir eru mikilvægar í skáldskap. Til að geta orðið rithöfundur þarf maður að fá yndi af því af því að endurskrifa. Sífelldar endurskriftir eru ekki bara til að leiðrétta og fága heldur uppgötvar maður alltaf eitthvað nýtt við endurskriftir og textinn verður ríkulegri.

Ég mun eyða miklum tíma í að yfirfara ritverk nemenda minna og þeir skila mér þeim síðan endurskrifuðum.

Ef við viljum getum við síðan opnað vefsvæði í lokin og birt allar smásögur námskeiðsins þar.


Námskeiðið kostar 20 þúsund kall. Skrá sig hér:

http://mimir.is/index.php?option=com_mtree&task=viewlink&link_id=452&Itemid=368



.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll
Er þetta námskeið sem hentar byrjendum?
Kv.
Sveinbjörn

5:25 e.h., janúar 05, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sæll, Sveinbjörn. Já, námskeiðið hentar einkar vel byrjendum. Það getur hins vegar líka hentað lengra komnum, ástæðan er sú að tæknin sem ég kenni er hönnuð fyrir allt frá byrjendum og upp í atvinnuhöfunda. Um er að ræða aðferðir bandarísks rithöfundar og útgefanda sem heitir Sol Stein, en hann leggur mikla áherlsu á að höfundar læri að draga upp lifandi myndir í stað þess að segja bara frá.

Auk þess mun ég miða leiðbeiningar og yfirlestur á verkefnum við það að hver og einn taki framförum á sínum forsendum og byggi á því jákvæða sem ég finn í textunum.

Ég nota engin fræðileg hugtök á námskeiðinu, ekki nema þá einhver sem ég útskýri rækilega, því þarf enga sérstaka skólamenntun fyrir þetta.

5:50 e.h., janúar 05, 2009  
Blogger ErlaHlyns said...

Sæll.
Sá að þú bloggaðir um að Konur væri uppseld. Hún kemur auðvitað út bráðlega í kilju en ég á hana í „viðhafnarútgáfu,“ enn í plastinu ef þú hefur áhuga.
Ég er síðan búin að lesa hitt eintakið mitt.

12:55 f.h., janúar 08, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hæ, Erla og takk fyrir þetta. Hvað viðskipti snertir þá er skyndilega runninn upp sá tími í lífi mínu að ég þarf að passa upp á peningana mína, nokkuð sem ég hef ekki staðið frammi fyrir í sirka 18 ár eða svo (fyrir utan smágrín sumarið 2005 þegar ég keypti mér hjól, en það grín var djók, eða þannig). Konur ætlaði ég að kaupa fyrir inneignarnótu í Máli og menningu. Auðvitað myndí ég þiggja með þökkum að fá lánað eintak til lestrar en hinu eintakinu ættirðu a.m.k. að skila og fá eitthvað gott í staðinn. Annars er e-mailið mitt agust@islenska.is - Ef kiljuútgáfan er væntanleg alveg á næstunni þá fer ég auðvitað með innleggsnótuna bara beint í Mál og menningu og fæ mér eintak. - Þannig að sofum á þessu.

1:04 f.h., janúar 08, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:19 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
nike chaussure
louboutin shoes
oakley sunglasses
moncler outlet
michael kors outlet online
clippers jersey
christian louboutin shoes
oakley sunglasses wholesale
carolina jerseys
canada goose jackets

3:42 f.h., júní 12, 2018  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.4
vibram fivefingers shoes
christian louboutin shoes
moncler online outlet
moncler outlet
jordan shoes
ralph lauren uk
oakley sunglasses wholesale
fitflops sale clearance
coach outlet
moncler jackets

3:11 f.h., júlí 04, 2018  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
pandora jewelry outlet
adidas yeezy
canada goose jackets
canada goose outlet
ugg boots on sale 70% off
louboutin shoes
pandora charms
nike shoes
prada shoes
oakley sunglasses

4:21 f.h., júlí 17, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home