föstudagur, apríl 03, 2009

Eiga bókaútgáfur þessar kröfur eða ekki?

http://www.dv.is/frettir/2009/4/3/kennitoluflakk-i-bodi-kaupthings/

Nú er það komið á hreint að Penninn er orðinn kennitöluflakkari í boði Nýja Kaupþings banka.
Um daginn tengdi ég hér í færslu Kristjáns B. Jónassonar um þetta efni. Umræður á kommentakerfinu í kjölfarið voru mjög misvísandi.

Nú væri gott að fá þetta á hreint: Skuldar Penninn uppgjör vegna bóksölu eða eru þetta pappír og heftarar og pennar eða whatever?

Ef þetta er jólasalan eða lunginn úr kiljusölunni þá er málið grafalvarlegt. Það er ekki á upplausnina og siðrofið í samfélagið bætandi, en ef ríkið tekur með þessum hætti þátt í að setja bókaútgáfur í landinu á hausinn þá er fokið í flest skjól.

Þið megið svara þessu hvort heldur sem er hér í kommentakerfinu eða senda mér tölvupóst á abs14@hi.is

16 Comments:

Anonymous Hildur said...

Í fréttum á RÚV fullyrti Helgi Júlíusson, nýr forstjóri Pennans, að samið yrði við birgja um útistandandi kröfur.

Það virðist líka hæpið að bóksali hafi hagsmuni af því að setja bókaútgáfur á hausinn eða spilla viðskiptasamböndum við þær. Það kæmi alltaf í kollinn á fyrirtækinu.

10:12 e.h., apríl 03, 2009  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Þetta er hystería. Það þarf engar sérstakar áhyggjur að hafa af þessu.

1:07 f.h., apríl 04, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Er orðið hysterískt að spyrja spurninga í þessu sjúka samfélagi?

10:00 f.h., apríl 04, 2009  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Ekki voru það mín orð. Það er reyndar og hefur verið furðu mikil dul yfir þessu en eftir því sem ég best veit hefur Penninn ekki verið í neinum vanskilum við bókaforlögin hingað til enda þótt lengi hafi verið ljóst hvert stefndi. Að ríkið stofni nýtt félag um Pennann virðist ósköp svipaður gjörningur og stofnun nýju bankana. En einhver spakari en ég á því sviði mætti vel telja upp staðreyndir málsins æsingslaust og á mannamáli.

1:56 e.h., apríl 04, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef góðar heimildir fyrir því að bókaútgefendur eigi gríðarlegar upphæðir útistandandi hjá Pennanum og óttist mjög um sinn hag...

2:27 e.h., apríl 04, 2009  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Þetta hafa ótal nafnleysingjar sagt frá því löngu fyrir jól, t.d. hjá Agli. Ég hef sæmilegar heimildir fyrir því að allir reikningar hafi verið greiddir í febrúar eins og venja er og veit ekki betur en að staða útgefenda sé barasta bærileg eftir atvikum, það held ég uns einhver leiðréttir mig.

2:54 e.h., apríl 04, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Plastprent á talsverðar útistandandi kröfur samkvæmt Morgunblaðinu í dag.

5:01 e.h., apríl 04, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Baráttan við heimildirnar. Praktískt dæmi.

6:41 e.h., apríl 04, 2009  
Blogger Unknown said...

Það birtist um þetta frétt, að mig minnir á Eyjunni en ég er ekki alveg viss, um að allar kröfur vegna jólabókasölu væru greiddar við útgáfurnar. Ég finn ekki þessa frétt en ég er viss um að einhver getur bakkað mig upp í þessu þarna úti og hent inn slóðinni...

7:31 e.h., apríl 04, 2009  
Anonymous Hildur said...

"Skuldar Penninn uppgjör vegna bóksölu eða eru þetta pappír og heftarar og pennar eða whatever?"

Penninn flytur sjálfur inn ritföng, erlendar bækur og tímarit, svo að skuldir við innlenda birgja eru væntalega fyrst og fremst við bókaútgáfur. Ég á samt erfitt með að trúa öðru en að allt verði gert til þess að greiða útgefendum.

Annars er synd hvernig komið er fyrir Pennanum-Eymundsson. Þangað til fyrir örfáum árum var þetta traust fyrirtæki sem hafði verið í eigu sömu fjölskyldu í áraraðir. Nýju eigendurnir sem keyptu fyrir þremur árum fylgdu sama mynstri og svo margir aðrir í íslensku viðskiptalífi, skuldsettu mjólkurkýrina upp í topp og fóru í verslunarleiðangur hérna heima og úti í löndum. Vonandi tekst að halda rekstrinum hérna áfram því það yrði mikill missir að bókabúðunum og sérhæfingunni sem liggur í starfsfólkinu þar.

7:50 e.h., apríl 04, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Vel að merkja voru eigendur ekki tengdir helstu auðhringjum en þeir fóru út í góðærisverslunina Saltfélagið, nú fallna, og ýmis þensluævintýri og dellu erlendis. Það liggur beint við að selja draslið úti og starfrækja búðirnar?

12:43 f.h., apríl 05, 2009  
Blogger balinn said...

Ég get staðfest það að Penninn hefur aðeins greitt mér 1/3 af jólasölunni.

Þegar ég reyndi að fá þetta greitt, sem ég gerði ítrekað, þá fékk ég loðin og skrýtin svör og þeim var ógerlegt að útskýra fyrir mér af hverju þau borga mér ekki. Síðan fara þau á hausinn og ég sit eftir með gjaldþrota fyrirtæki.

Ef Ísland væri land sem hefði samkeppni gæti ég tekið bækurnar úr sölu hjá pennanum, en það selur enginn annar bækur.

Þannig að þegar Hermann Stefánsson kallar þetta "hysteríu" og ég þurfi "engar sérstakar áhyggjur að þessu að hafa" vil ég minnast á við hann að þessi munur mun setja bókaútgáfuna mína á hausinn.

11:23 e.h., apríl 06, 2009  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Það er leitt að heyra. Hvaða bókaútgáfa er það? Félagi minn, lítill bókaútgefandi, sagði mér sömuleiðis af útistandandi skuldum í gær. I stand corrected.

Ég reyndar heyrt því fleygt að stærsta forlagið hafi fengið alla jólasöluna og það jafnóðum. Enginn sérstakur samkeppnislagabragur yfir því.

1:27 e.h., apríl 07, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:22 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home