miðvikudagur, júní 03, 2009

Sérhæfingin, hagsmunirnir, skoðanirnar

Pistill sem birtist áður á pressan.is


Það nennir enginn að rökræða um smásögur. Ég bíð þess albúinn alla daga að kjafta hvern þann í kaf sem ekki er sammála mér um hverjir séu bestu smásagnahöfundar heimsins og hver séu lykilatriðin í velheppnaðri smásagnagerð.

Nei, fólk er ekki mikið fyrir að rífast við mig um þetta. En það les oft af áhuga smásögur sem ég bendi því á og sumir skrá sig meira að segja á smásagnanámskeið sem ég held. Þannig að ég kvarta ekki.

En þið skuluð bara reyna að vera ósammála mér. Ég mun kjafta ykkur rænulaus!

Það kemur fyrir að ég viðra stóryrtur á bloggi ýmsar skoðanir á þjóðmálum. Þá getur það gerst (ég tek fram að það er sjaldgæft) að einhver sérhæfður á viðkomandi sviði hafi samband við mig og vill leiða mig af villigötum á braut sannleikans. Sérþekking viðkomandi á málaflokknum gerir mér erfitt um varnir en sé hann að auki hagsmunatengdur þá er viðnám mitt vonlaust, því ástríðuþrunginn málflutningur vopnaður sérþekkingu er ósigrandi.

Í vetur var ég svo heppinn að fá þriggja mánaða starfslaun úr Launasjóði rithöfunda. Ég hafði áður ekki leitt mikið hugann að réttmæti listamannalauna, hafði þó aldrei talað beinlínis gegn þeim svo fyllstu sanngirni gagnvart sjálfum mér sé gætt. En það má undrun sæta hvað hugur minn fylltist af góðum rökum fyrir réttmæti þeirra um leið og ég hafði lesið svarbréfið góða frá launasjóðnum. Hvað það væri mikil vitleysa að skera þau niður jafnvel núna í kreppunni. Ruðningsáhrifin af starfi rithöfunda til dæmis. Ótal önnur rök sem ég útlista ekki hér. Ég efast um að margir hefðu roð við mér í rökræðum um listamannalaun í dag en fyrir nokkrum mánuðum hefði ég getað farið halloka í slíkri rökræðu.

En það er til fólk sem talar óháð hagsmunum. Eða kannski er það bara konan mín. Um daginn sagðist hún ekki skilja hvers vegna sparifjáreigendur voru tryggðir í bak og fyrir eftir bankahrunið en skuldarar rukkaðir upp í topp. Nú vill svo til að við eigum dálítinn sparnað, engar stórupphæðir en okkur munar um hann, og lítið sem ekkert af honum glataðist í hruninu. Og konan mín er viðskiptafræðingur þannig að auk hagsmunanna hefur hún líka eitthvert vit á málaflokknum.

Annars vegar hef ég ekki áhuga á því að borga niður skuldir annarra og mér finnst sorglegt til þess að hugsa hvernig vel gefið og vel menntað fólk gat týnt sér í græðgi og skuldasöfnun vegna þess að það sá leiðina til að styrkja sjálfsmynd sína liggja að of stóru húsi (með kuldalegum, stílhreinum og rándýrum innréttingum) og forljótum risajeppum. Á hinn bóginn er fráleitt að þeir sem selja afnot að peningum eigi einir að sleppa við að blæða nokkuð fyrir kreppuna. Allir hljóta að fórna einhverju. Það hlýtur að vera til millivegur.

Og sérfræðingar. Ekki hringja í mig út af þessum pistli! Ég er upptekinn.

7 Comments:

Anonymous Stefán Pálsson said...

Meinarðu ekki margfeldisáhrif listamannalauna - frekar en ruðningsáhrif?

Ég skal fúslega kaupa þá kenningu að margfeldisáhrifin verði gríðarleg, þar sem þú munt geta keypt enn meira kaffi á Roma - og jafnvel snúð líka.

Veit ekki með ruðningsáhrifin...

3:36 f.h., júní 03, 2009  
Blogger Lissy said...

Til hamingju að eiga svona klár kona. Og ennþá spáró! Enn vill ég segja, þegar ég var að læra íslensku (sem í raun ég er en að gera), þá fínnst mér langbest að lesa smásögur. Bokasalamaður í Reykjavík fyrir löngu, löngu siðan bendir mér á þessi trick.

7:17 f.h., júní 03, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir að kommenta. Ég var ekki viss um hvort einhver kæmi inn á þessa síðu lengur án þess að fara í gegnum Eyjuna. Er ekki með teljara.

Nú get ég látið hvað sem er flakka hérna áfram í trausti þess að einhver lesi það.

Og þið hafið bæði rétt fyrir ykkur.

1:13 e.h., júní 03, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég veit ekki hvort ég er að nota hugtakið ruðningsáhrif rétt en ég er að meina að t.d. skrifar rithöfundur bók og það þarf að prenta hana, svo lítið dæmi sé tekið. Vinna listamanna og annarra menningarvita er oft atvinnuskapandi.

1:51 e.h., júní 03, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:21 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home