miðvikudagur, júní 23, 2004

Það linnir ekki spekinni á sumum bloggsíðum. Nú áðan var ég að frétta að það væri málvilla í eftirfarandi málsgrein: "En þið sem eruð mikið á netinu, þið þekkið það að maður skoðar þar allan fjandann, líka efni sem höfðar ekki til manns." - Ekki fékk ég þó að vita í hverju málvillan væri fólgin. Ennfremur fræddist ég um það að rithöfundur sem hefur gefið út nokkrar bækur og birtir reglulega sögur í tímaritum og safnbókum væri ekki rithöfundur heldur "wannabe-höfundur." - Síðast en ekki síst fékk ég að vita að þeir sem flækjast mikið um vefinn, m.a. inn á bloggsíður sem þeim líkar ekki, væru ástfangnir af höfundum þeirra bloggsíða. - Megnið af aðdáendum mínum á þessum slóðum er fólk ofarlega á þrítugsaldri sem er í háskólanámi þannig að það á ekki að teljast vitlausara en gengur og gerist og það ætti að vera fært um að rökstyðja eitthvað af skoðunum sínum. Ég vil ekki vera dómharður en var ég virkilega svona heimskur þegar ég var 25-30 ára? Eða nokkur sem ég þekki? Ég á satt að segja erfitt með að ímynda mér að svo hafi verið.

6 Comments:

Blogger Lilja said...

"En þið sem eruð mikið á netinu þið þekkið það að maður skoðar þar allan fjandann.." Ég hélt að hæfileikaríki penninn þú sem alloft hefur skotið á málfars- og stafsetningarvillur annarra sæi villuna.

Fyrst ég er byrjuð; "málvilla í málsgrein" er tvítekning. "Enn fremur" er enn fremur ritað í tveimur orðum. Að lokum mætti fækka öllum þessum óþarfa "það að" sem skjóta upp kollinum í sífellu.

Þetta er allt saman óskaplega smásmugulegt, ég veit það, en það er eitthvað mjög svo kitlandi að benda manni, sem svo ötullega bendir á galla annarra á milli þess sem hann dásamar eigið ágæti, á hans eigin feilspor.

Hvað aðdáendur þína varðar er háskólanám enginn mælikvarði á gáfur. Þú getur fengið toppeinkunnir úr hinum ýmsu námsgreinum, jafnvel á háskólastigi, en samt verið með lágmarks brjóstvit og litla sem enga sjálfstæða hugsun.

Annars er ég bara heimskur háskólanemi á aldrinum 25-30 ára. Ég veit þú fyrirgefur mér þar sem þú ert jú ekki dómharður....

2:33 f.h., júní 24, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sæl. Þetta var ekki falleg færsla hjá mér og því átti ég ekki von á því að henni yrði vel tekið. Skrif mín eru auðvitað misjöfn eins og annarra. Tvítekning orðs í málsgrein er ekki villa. Enn fremur er ýmis skrifað í einu eða tveimur orðum. Þakka annars kommentið, þar er mjög málefnanlegt. Ég kann að meta það að fólk tjái sig af rökvísi, því þarf ekki að líka vel við mig.

3:23 e.h., júní 24, 2004  
Blogger oakleyses said...

louis vuitton outlet online, louis vuitton handbags, oakley sunglasses, burberry outlet online, prada outlet, coach purses, longchamp outlet online, michael kors outlet online, jordan shoes, nike outlet, louis vuitton outlet, tiffany and co jewelry, michael kors outlet store, coach outlet, chanel handbags, tiffany jewelry, nike free, longchamp handbags, christian louboutin, true religion, christian louboutin shoes, polo ralph lauren outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet, michael kors outlet, longchamp outlet, burberry outlet online, louis vuitton, ray ban sunglasses, cheap oakley sunglasses, coach outlet, gucci handbags, coach outlet store online, christian louboutin outlet, tory burch outlet online, michael kors handbags, red bottom shoes, polo ralph lauren, kate spade outlet online, oakley vault, nike air max, ray ban outlet, michael kors outlet online, prada handbags, kate spade outlet, true religion outlet, nike air max

8:35 f.h., nóvember 28, 2014  
Blogger oakleyses said...

north face jackets, lululemon outlet, babyliss pro, vans outlet, birkin bag, insanity workout, giuseppe zanotti, asics shoes, mac cosmetics, abercrombie and fitch, canada goose outlet, ghd, nike roshe, uggs on sale, ugg boots, nike trainers, herve leger, soccer shoes, ugg soldes, replica watches, p90x workout, soccer jerseys, ferragamo shoes, beats headphones, uggs outlet, longchamp, valentino shoes, ugg outlet, marc jacobs outlet, jimmy choo shoes, ugg, instyler ionic styler, mcm handbags, mont blanc pens, new balance outlet, uggs outlet, chi flat iron, canada goose, ugg boots, reebok shoes, canada goose outlet, canada goose outlet, hollister, nike huarache, wedding dresses, bottega veneta, celine handbags, north face outlet, nfl jerseys

8:51 f.h., nóvember 28, 2014  
Blogger oakleyses said...

moncler, links of london uk, moncler, moncler outlet, juicy couture outlet, uggs canada, moncler outlet, supra shoes, canada goose pas cher, hollister canada, louboutin, hollister clothing, baseball bats, iphone 6 case, toms outlet, canada goose, swarovski uk, replica watches, wedding dress, juicy couture outlet, timberland shoes, converse shoes, parajumpers outlet, pandora jewelry, gucci, moncler, hollister, moncler, thomas sabo uk, swarovski jewelry, nike air max, pandora charms, vans, montre femme, oakley, pandora uk, louis vuitton canada, karen millen, converse, air max, ray ban, lancel, coach outlet, ralph lauren, canada goose, moncler, ugg, canada goose

9:01 f.h., nóvember 28, 2014  
Blogger Unknown said...

toms outlet store
belstaff outlet
moncler outlet store
michael kors handbags sale
fitflops uk
oakley sunglasses
swarovski crystal
ray ban outlet
lacoste shirts
mulberry outlet,mulberry handbags outlet
cheap football shirts
winter coats
adidas outlet
longchamp handbags
jordan shoes 2015
nike air max uk
wedding dresses uk
basketball shoes,basketball sneakers,lebron james shoes,sports shoes,kobe bryant shoes,kobe sneakers,nike basketball shoes,running shoes,mens sport shoes,nike shoes
nike air max
true religion canada
1221minko

4:42 f.h., desember 21, 2015  

Skrifa ummæli

<< Home