miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ég hitti Hildi í hádeginu. Hún var lítil og krúttleg eins og dóttir mín á fullorðinsaldri - sem er ekki til. Fyrr eða síðar verður Freyja stelpa sem ég gæti hitt á Hressó, þar sem hún er í pásu frá skólaritgerðarsmíð. En þá verð ég kominn á sextugsaldur. Hildur verður staðgengill hennar þangað til.