þriðjudagur, apríl 18, 2006

Ég hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með bókakaup á þessu misseri. Smásagnasöfn eftir Sherman Alexie og Joy Williams stóðu ekki undir væntingum. Gamlar smásögur eftir Michael Chabon eru reyndar betri en hafa þó ekki heillað mig upp úr skónum. Eitthvað gengur mér líka illa að ná takti í Tolstoy bókinni frá Lafleur en það stendur líklega til bóta síðar. Hins vegar vonast ég til að hafa dottið í lukkupottinn með nýjustu kaupunum: Small Crimes in an Age of Abundance eftir Matthew Kneale lofar góðu. Kannast einhver við hana? - Þess má líka geta að nýtt smásagnasafn eftir Pál Kristinn Pálsson kemur út hjá JPV í næstu viku. Ég tékka örugglega á henni.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nennirðu ekki að tala um eitthvað annað en bókakaup? Til dæmis heilsíðuauglýsingu Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu í dag. Drepfyndin. Dagur vansvefta með litla kútinn í fanginu. Fyrirsögnin: "Í dag kynnum við stórhuga stefnuskrá." Þegar nánar er að gáð má sjá (skrifað með smáu letri í hægra horni neðst) að stefnuskrána er að finna einhvers staðar annars staðar ....

Gerum einfalt mál flókið!

4:15 e.h., apríl 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með þessa bloggsíðu á undanförnum misserum.

5:38 e.h., apríl 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Bjarki, hvaða kröfur gerir þú til svona bloggsíðna?

10:48 e.h., apríl 19, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hann þarf kannski að fletta upp á orðinu misseri í orðabók og átta sig á því hvað það táknar langan tíma og þá jafnframt hvað "undanfarin misseri", þ.e. nokkur misseri, er langur tími.

1:37 f.h., apríl 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu, það væri kannski ekki úr vegi að þú segðir deili á þessum höfundum og hvers vegna þú keyptir þessar bækur?h

2:48 f.h., apríl 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég geri auðvitað miklar kröfur til Borgþórsins.

Gústi, það er alveg hægt að segja misseri í fleirtölu.

Mikil ládeyða hefur verið yfir þessari síðu og þú svaraðir ekki hverju því sætti.

4:04 e.h., apríl 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ætlar þú ekki að vera með í að fjalla um Sigurskáldið? Við Eiríkur erum óþarflega mikið sammála ...

6:53 e.h., apríl 20, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, Ásgeir, ég ætla að eftirláta ykkur ungu mönnunum að spá í þetta. Bjarki, eitt og annað þarf að leiðrétta við þig: Orðið misseri er auðvitað til í fleirtölu og mín athugasemd snerist ekki um það heldur hitt að misseri kann að vera allt frá 3 og upp í 6 mánuði og því var afar undarlegt að lesa þau skilaboð frá þér að þú hefðir orðið fyrir vonbrigðum með þessa bloggsíðu á undanförnum misserum því hún er ekki nema tveggja ára gömul. Allt sem ég skrifa hér er áreynslulaust og ég kæri mig kollóttan um hvort það virkar gott eða ekki. Stundum skrifa ég mikið, stundum lítið og stundum ekki neitt. Stundum er ég andlaus, stundum innblásinn. Mér finnst eitthvað kjánalegt við þig hérna á hliðarlínunni sífellt að koma með athugasemdir um hvort þetta sé nú gott hjá mér í dag eða ekki, rétt eins og ég sé að rembast hér daglega við að geðjast lesendum mínum og bíði spenntur eftir að sjá hvað þeim finnst um hvernig til tekst hverju sinni. Það er einhvern veginn eins og þú fattir ekki konseptið. - Með fullri virðingu og allt það.

9:46 e.h., apríl 20, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:30 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:55 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:06 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home