mánudagur, júlí 10, 2006

Tíska eldist misjafnlega, þ.e. það sem dettur úr tísku lítur ekki endilega illa út eftir það og kemst síðan aftur í tísku. Annað virkar hins vegar skelfilegt þegar frá líður. Ég er viss um að það mun aldrei komast í tísku aftur að vera annars vegar í krumpuðum, ljósum khakíbuxum með stórum hliðarvösum og hins vegar sléttum og fínum jakkafatajakka. Þessi samsetning er hins vegar mjög inni núna þó að í rauninni líti þetta út eins og fatalaus maður hafi komist yfir fullkomlega ósamstæð föt.