mánudagur, október 23, 2006

22. okt. – Manchester

Sunnudagsmorgunn í lobbýinu á Mitre-hótelinu í miðbæ Manchester. Upplesturinn var í gærkvöld í Chetham-tónlistarskólanum, fimmta og síðasta kynningin á Decapolis – Tales from Ten Cities. Húsið virðist byggt á miðöldum, ekki veit ég hvaða tilgangi það þjónaði upphaflega, en gríðarlega þykkir steinveggir og mikil lofthæð sköpuðu stórkostlegan hljómburð á upplestrinum þar sem hljóðnemi var óþarfur. Höfundar voru látnir lesa á frummálinu en ensk þýðing birtist skýrt og greinilega á stórum skjá uppi á sviðinu.
Áheyrendur voru einhvers staðar mitt á milli 50 og 100, líklega nær 100, en salurinn var tæplega fullskipaður. Sagan Fyrsti dagur fjórðu viku virðist ganga lygilega vel í heimamenn. Þar spillir ekki fyrir að þýðingin virðist vera mjög góð. Ég hafði ekki tölu á því fólki sem kom til mín og þakkaði fyrir upplesturinn og var margt yfir sig hrifið; þar á meðal allir hinir höfundarnir, en líka ókunnugt fólk úr salnum; greindarlegar, hógværar og gáfaðar manneskjur. Þetta var eins og barnalegur dagdraumur og maður kann varla að njóta þess þegar lofbylgjan steypist skyndilega yfir mann. Viðtökurnar voru svo góðar að ég hugsaði með mér að ef ég væri að hafa mikið orð á þeim heima myndi það hljóma eins og dæmigerður Íslendingur að gera mikið úr afrekum sínum erlendis, stórýkja. En ég geri það samt. Auðvitað er ég eftir sem áður óþekktur í Manchester en núna berst orðspor mitt engu að síður milli einhvers hluta þess fólks þar sem hefur mikinn áhuga á bókmenntum og þá sérstaklega smásögum. (Ég sagði við Ra Page, einn þremeninganna að ég héldi að þetta væri örugglega ekki besta sagan mín. Hann sagði: “Hún bara hlýtur að vera með þeim betri. Ég verð að fá að sjá meira.” – “Kannski er hún betri en ég hélt”, sagði ég og hann hló. Síðan voru þau alltaf að þakka mér fyrir, hvað ég hefði gert mikið fyrir upplesturinn, osfrv. en mér fannst ég alltaf standa í þakkarskuld við þau fyrir allan velgjörninginn, lóðsandi mig um borgina, greiðandi götu mína, fyrir utan að ausa í mig dagpeningum, 150 pundum).

Á eftir fóru höfundar, þýðendur og starfsfólk forlagsins saman á veitingastað og borðuðu og drukku saman. Ég hitti þýðandann minn, Veru Júlíusdóttur, en hún starfar við kvikmyndagerð og þýðingar; og manninn hennar Gauta sem er lektor í miðlunarfræði, í Leeds, ef ég skildi hann rétt. Ég spjallaði töluvert við þýska höfundinn úr Decapolis, unga konu að nafni Larissa Böhning. Hún á að baki eitt smásagnasafn og er að skrifa skáldsögu sem á að koma út næsta vor hjá Eichborn í Berlín. Af dæmigerðum Íslandsáhuga Þjóðverja hafði hún gleypt í sig söguna mína um leið og hún fékk bókina í hendur og lýsti yfir hrifningu sinni á verkinu í óspurðum fréttum.

Allt var þetta fólk orðið að þægilegum kunningjum þegar ég kvaddi það í gærkvöld og í morgun, var eins og ég væri að kveðja nána vini. Stemningin hafði verið einkar ánægjuleg fyrir alla.

Comma Press er e-k dótturfélag Carcanet sem er mjög þekkt ljóðaútgáfa. Síðarnefnda félagið annast m.a. bókadreifingu fyrir Comma Press. Comma leggur hins vegar alla áherslu á smásagnaútgáfu og um fullkomna hugsjónamennsku er að ræða. Félagið er meira og minna rekið á styrkjum, fyrst og fremst frá The Art Counsil. Hvað er það á íslensku? Menningarmálaráðuneyti? – Föstu starfsmennirnir eru þrír eru kornungt fólk, Ra Pages er um þrítugt en Maria Crossan (sem í útliti virkaði fyrst á mig eins og skólastelpa úr M.R.) og John Hinks eru töluvert yngri. Ungt hugsjónafólk á bókmenntasviðinu, hvort sem það fæst við skriftir sjálft eða ekki (mér virtist það vera í frekar litlum mæli) snýst hugsjónin algjörlega um að þjóna skáldskap annarra, einfaldlega uppgötva smásögur sem þau hrífast af og koma þeim á framfæri.

Virtir höfundar og gagnýnendur hafa lofsungið framtak Comma Press því smásagan er almennt talin eiga gífurlega erfitt uppdráttar í Bretlandi núna – útgefendur hafa ekki áhuga á smásagnasöfnum og tímaritin birta ekki sögur. Svipað ástand og á Íslandi. Það er talið mun betra í Frakklandi og umfram allt í Bandaríkjunum en hefur þó versnað þar, sbr. Nýlega grein sem ég las eftir Joyce Carol Oates, þar sem hún segir að 21. öldin verði ekki smásagnaöld í Bandaríkjunum eins og sú 20. varð.

Einn mest seldi höfundurinn hjá Commu heitir David Constantine. Hann er virtur ljóðaþýðandi og prófessor í Oxford. Smásagnasafnið hans Under the Dam var lofað í hástert af A.S. Byatt í ritdómi sem birtist í The Guardian. Eftir dóminn kláraðist upplagið á þremur dögum. Bókin hefur þrátt fyrir þetta aðeins selst í um 3000 eintökum en af hverjum titli eru þau oftast að selja þetta frá nokkur hundruð eintökum upp í 2000.

Sú yfirlýsing var gefin mér off-the-record, og ítrekuð með vaxandi þunga eftir því sem meira var drukkið í gærkvöld, að þau vildu stefna á að gefa út bók eftir mig á næstu misserum. Mér þykir því afar líklegt að safn með helstu sögunum mínum komi út í Manchester innan tveggja ára. Spurning að koma því fyrst út á íslensku? Spjalla við Skruddu um það.

- - - - -

Ég verslaði fyrir Erlu og krakkana í gær. Núna er ég frír og frjáls, hef tæpa tvo daga til að skrifa og skoða borgina sem mér finnst ég ekki þekkja neitt ennþá. Veit þó að miðbærinn er fallegur og afar líflegur. Bretar þykja mér annars skemmtilegir en hávaðasamir, hér er sífelldur erill og stemning í fólki. Snemma á kvöldin taka að heyrast drykkjulæti, söngur og öskur utan af götu inn á hótelherbergi. Ekki að það angri mig neitt eða trufli en mér finnst hins vegar miklu betra að skrifa í Þýskalandi, innan um mátulega þurra og afslappaða Þjóðverja, og er þegar farinn að hlakka til München í janúar, sem að auki er stemningslaus rólegheitatíð í flestum löndum sem ég þekki.

- - - -

23. okt.

Þegar ég sat með Ra og Maríu á kaffihúsi í dag fékk ég dálitla skýringu á því hvers vegna þau eru í þessu starfi, hvers vegna þau leggja sig svona fram og gera svona góða hluti. María, sem lítur út eins og dúx frá M.R. eða fyrsta árs nemi í H.Í. (hún er reyndar 25 ára), hefur lesið allt eftir J.D. Salinger fyrir löngu síðan og hún heldur einna minnst upp á The Catcher in the Rye þó að hún sé hrifin af henni. En hún er miklu hrifnari af Nine Stories, Raise High the Roofbeams Carpenters og Franny and Zooey. Þetta er eitt af lykilatriðum sem aðskilja fólk með raunverulega bókmenntaástríðu, innsæi og lesskilning, frá venjulegum áhugasömum lesendum. – Þau endurtóku það að þau vildu stefna að útgáfu á bók eftir mig og sögðust hugsa um svona hluti tvö ár fram í tímann. Þeim leist vel á það plan að úrval af sögunum mínum kæmi út á Íslandi vorið 2008 og yrði í kjölfarið gefið út hjá þeim. Þau vilja sjá fleiri sögur, ég á til eina þýðingu af Hverfa út í heiminn sem þau hvöttu mig ákaflega til að senda sér sem allra fyrst, en öðru efni kynnast þau í gegnum Veru Júlíusdóttur sem þau treysta mjög á.

- - - -

Mér gekk mjög vel við skriftir í gær, það rigndi og ég hélt mig að mestu á hótelinu. Ekki spennandi en kom sér vel. – Í dag held ég áfram að skrifa en labba líka um og þvælist milli kaffihúsa. Þetta er ágætisborg það litla sem ég þekki af henni en þrátt fyrir þessar dásamlegu viðtöku virkar andrúmsloftið í Þýskalandi betur á mig, þar sem fólk lætur minna yfir sér og maður finnur miklu minna fyrir nálægð þess en Englendingar sem mér þykja á hinn bóginn hávaðasamir. Nærveru þeirra upplifir maður oft sem nærgöngula þó að þeir gefi sig ekki beint að manni. Svo rífast þeir og garga á næsta hótelherbergi eða hlæja þar hátt og góla frameftir nóttu. Ekki truflaði það þó nætursvefninn.

Það er mikill erill hérna og lítið þýðir að kaupa sér eitthvað í búð án þess að ætla sér nokkuð langa bið í röð við kassann. – Miðbærinn er fallegur, víða smekklegur nútímaarkitektúr í bland við gamlar byggingar. Manchester jafnast engan veginn á við München en hún er líklega fallegri en Frankfurt sem þó er stundum vanmetin. – Annars veit ég takmarkað um þetta, ég er svo takmarkaður, bara góður í því sem ég geri best. – Það hef ég fengið staðfest hér.

- - - -
Síðustu augnablikunum eyði ég við skriftir á veitingastað Ibis-hótelsins við Portland Street, sit gegnt glugganum og horfi á vegfarendur streyma hjá. Núna stöðvar strætisvagn fyrir utan gluggann og á honum stendur: Magic Bus. Sem minnir mig á það að ég keypti gamla sólóplötu með Pete Townshend í dag.

- - - -
Ég les upp hjá Skáldspírunni í Iðu á þriðjudagskvöld. Ég á ekkert frekar von á að fleiri mæti en strákarnir, þ.e. Benni og þeir, en ég mun m.a. segja frá ferðinni og lesa gamalt stöff. Ég ætla ekki að lesa úr skáldsögunni. Hún er of langt frá því að vera fullkláruð og ég kæri mig ekki um að lesa eitthvað sem ég á eftir að breyta mikið síðar. Hún er samt á mjög góðu skriði og útlitið fyrir haustútgáfu 2007 er mjög gott, ég myndi segja að það væri gulltryggt.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æi, mikið var gaman að lesa þessa hreinskilnu frásögn - gleði og stolt síðuritara yljaði þessum lesanda að minnsta kosti inn að beini!

Gott að ferðin heppnaðist svona vel og til hamingju með allar vegtyllur!

2:38 f.h., október 24, 2006  
Blogger Birgitta Jónsdóttir said...

Frábært að heyra hve vel gekk hjá þér, þú mátt nú alveg eiga það Ágúst að þú ert sjálfum þér samkvæmur.

7:43 e.h., október 24, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir það, mín kæra. Ertu að verða jafnljúf á netinu og augliti til auglitis?

8:52 e.h., október 24, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

varstu ekki spurður um hvalveiðar?

1:28 f.h., október 25, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir skemmtilegt kvöld í Manchester. Upplesturinn var mjög skemmtilegur, og ég get alveg staðfest að áheyrendur létu mjög vel af. Það var sérlega gaman að heyra grísku, íslensku og ensku hljóma milli steinveggjanna í gamla skólahúsinu.

Smá leiðrétting: Það næsta sem ég hef komist því að vinna við háskólann í Leeds er að keyra framhjá honum í strætó.

Gott að þú komst einhverju í verk í hellirigningunni á Sunnudag. Við Vera urðum mjög blaut í tærnar á leið í lestina.

1:52 f.h., október 25, 2006  
Blogger Birgitta Jónsdóttir said...

Tja, stundum er ég ekkert ljúf í veruleikanum, en eins og þú þá er mér tamt að vera sjálfri mér samkvæm og stundum er það sjálf fremur pirrað, en ég reyni mitt besta að hemja það. Enda leiðist mér hið pirraða sjálf mitt:) Ég er fremur væmin að eðlisfari.

8:50 f.h., október 25, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvar kennirðu þá aftur, Gauti? Sendu mér meil fljótlega.

10:32 e.h., október 25, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:56 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:39 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:49 f.h., desember 01, 2014  
Anonymous Nafnlaus said...

Is(Glass pitcher) 4. Strikeouts(Glass pitcher) 5. Personnel is declared the winner 6. "This approach forum efforts skilled a great a good number of accessories during the last two several, Insights Millions. "Assembled some of us taken down two truck so much rubbish illicitly broken up with, Selected and rooted an overall created by 85 local bushes, Put in 20 l connected bioengineered streamake use ofbank woods underlying issues wads, Stones and as a consequence 600 at local stores taken inhabit cuttings connected willow, Dogwood and as well as cottonwood. Point in time way too downloaded fantastic interpretive kiosk displaying 4 times of data from my area structured water following method on Alexder Creek,.

tags: Ray Ban Prescription Sunglasses, Ray Ban Round Sunglasses, 2020 Jordan Release Dates, New Black Yeezys, Air Jordan 1 Sale, Ray Ban Sunglass Hut

8:49 f.h., ágúst 07, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home