fimmtudagur, október 09, 2008

Þetta er ekki tíminn fyrir athyglissýki

Tónlistarmenn

Nýlistarmenn

Blaðamenn með feminisma á heilanum og með Kúbukomplex

Blaðamenn með framígripsáráttu til að leika sitt hörkuhlutverk

Þið öll ofannefnd og fleiri: þetta er ekki tíminn til að láta ljós sitt skína. Síst af öllu á blaðamannafundum forsætisráðherra þessa dagana. Við þurfum upplýsingar og upplýsandi umræðu um nákvæmlega það sem er að gerast þessa dagana og hvernig á að bregðast við því.

Og má ég minna feministana á að í morgun var kona ráðin bankastjóri Landsbankans. Sem raunar er algjört aukaatriði í mínum huga, a.m.k. hvað snertir stöðu mála þessa dagana.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega sammála. Íslenskir blaðamenn urðu sér til skammar á blaðamannafundinum í dag. Enski hluti fundarins var mun meira upplýsandi, enda voru menn þar með hugann við efnið, en ekki eigin frægð.

6:20 e.h., október 09, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr.

Íslenskir blaðamenn í æsifréttaleit og feministar eru gjörsamlega að hegða sér eins og frekir smákrakkar.
Erlendu blaðamennirnir kunna þetta. Voru kurteisir og biðu eftir að röðin kom að sér og héldu sig við efnið eins og sagt er hér fyrir ofan.
En KSÍ-Halla varð sjálfri sér til skammar á blaðamannafundinum.

6:24 e.h., október 09, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg rétt hjá þér Gústi.

Barnalegt að láta svona á þessum tímapunkti.

6:47 e.h., október 09, 2008  
Blogger Gunni said...

Auðvitað er þetta rétt hjá þér Gústi. Á svona umbrotatímum á að sjálfsögðu ekki að hugsa um smávægilega sérhagsmuni eins og jafnrétti. Sérstaklega ekki þegar við stokkum upp í kerfinu. Förum að ráði þínu og höldum kjafti á meðan jakkafötin sem fokkuðu öllu upp segja okkur hversu fokkt við erum.

Þetta er sorglegur málflutningur hjá þér Gústi.

6:52 e.h., október 09, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Óttalegur útúrsnúningur er þetta, Gunni. Það er ekkert að því að gagnrýna ráðamenn núna, en við eigum að halda okkur við efnið. Þessi daglegur blaðamannafundir eru ekki vettvangur fyrir málefni á borð við feminisma, ferlimál fatlaðra, íþróttaaðstöðu KR eða hvaðeina. Þetta ástand er ekki vettvangur fyrir listamenn til að koma sér á framfæri eða halda athyglinni á sér. Það er einfaldlega ábyrgðarlaust og ómerkilegt.

7:18 e.h., október 09, 2008  
Blogger Hjörvar Pétursson said...

Æ, og ég sem hélt í smástund þegar ég sá fyrirsögnina hjá þér að þú værir að tala um Kastljóssviðtalið hans Davíðs.

12:48 f.h., október 10, 2008  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Nokkrar spurningar sem mér þætti vænt um að þú gæfir þér tíma til að svara:

Hver hefur rétt til að túlka ástandið? Eru það bara þeir sem hvöttu til þess kerfis sem nú er hrunið, með margumræddum afleiðingum?

Hvað eru tónlistarmenn, nýlistarmenn, femíniskir blaðamenn og aðgangsharðir, að ekki sé minnst á "og fleiri" - annað en "fólkið í landinu"?

Hvað er að "láta ljós sitt skína"?

Hvert er hlutverk listarinnar á ögurstundu?

12:34 e.h., október 10, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þegar maður opnar fyrir sjónvarpið vegna blaðamannafundar með lífið í lúkunum, vill vita hvort landið sé endanlega gjaldþrota, hvort maður missi vinnuna á morgun, hvort hægt verði að taka peninga út úr banka - þá hef ég ekki áhuga á að hlusta á blaður um jafnréttisáætlun. Það þýðir ekki að mér finnist að bara valdhafar eigi að túlka ástandið, eða að þeim eigi sýna einhverja sérstaka virðingu, ég er meira að tala fyrir munn almennings, tel ég.

1:04 e.h., október 10, 2008  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Voru tónlistarmenn, nýlistarmenn og feministar svona aðgangsharðir og athyglissjúkir á blaðamannafundum forsætisráðherra?

Og er það ekki einmitt blaðamanna að vera aðgangsharðir við forsætisráðherra þegar hann býr sig undir að ganga úr pontu án þess að hafa svarað því hvort þú verðir atvinnulaus á morgun?

2:03 e.h., október 10, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Var ég að kvarta undan aðgangshörku? Þetta snýst ekki um það. Og auðvitað kallar kreppa á úrvinnslu listamanna og hún kann að kalla á umræðu um endurmat í ljósi feminisma. En staðan er svo óljós í augnablikinu að maður vill einfaldlega fá hana á hreint. Listamenn eru ekki fréttamiðlar augnabliksins og augnablikið er ekki heldur vettvangur hugmyndafræði. Ef haldinn væri blaðamannafundur um afleiðingar náttúruhamfara sem hefði riðið yfir rétt í þessu þá myndi ég vilja fá upplýsingar um mannfall og björgunaraðgerðir, ég myndi ekki vilja heyra píp um jafnréttiáætlun eða njóta flutnings framúrstefnuljóðs eftir EÖN sem fjallaði um náttúruhamfarir.

3:41 e.h., október 10, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Ágúst

Hvaða athyglissjúku tónlistar- og nýlistamenn ertu að tala um?

Með kveðju
Bergsteinn Sigurðsson

4:35 e.h., október 10, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Snorri og Bubbi. Snorri var með fimmaurabrandara í anda forsetaframboðsins síns um árið, sem og afláts bréfanna. Bubba gekk líklega gott til en hann hélt þessa tónleika sína í fyrradag, vægast sagt fáránleg tímasetning - þegar fólki er bara það eitt efst í huga að fá upplýsingar um gang mála. Tónleikarnir hans Bubba væru kannski að virka eftir svona mánuð.

4:46 e.h., október 10, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home