Mun kreppan greiða leið sósíalfasismans?
Það er óhugnanlegur leikur að taka öfga í pc-viðhorfum (pólitískri rétthugun -flathyggju) og ýkja þá pínulítið. Það er gert í þessari frönsku skáldsögu, Litla stúlkan og sígarettan. Höfundur leikur sér með tvennar pc-öfgar, annars vegar hernaðinn gegn reykingum (og tengir hann líka við umhverfisverndarhyggju), hins vegar dýrkun og upphafningu á börnum. Hvorttveggja mjög áberandi í samtímanum. Barnakarlinn ég, sem er alltaf að leika við strákinn minn, gisti með honum í fótboltaferðum úti á landi og er bekkjarráðsfulltrúi hjá stelpunni í Hagaskóla, ég hef hvað eftir annað geðvonskast á þessu bloggi yfir hjárænulegri og falskri barnadýrkun sem veður uppi í samfélaginu, engum til góðs og börnunum örugglega ekki. Ég skelli upp úr þegar ég les þetta sama óþol fyrir upphafningu barnsins í hugskoti aðalpersónu bókarinnar.
Í sögunni skellur tveimur meginþráðum saman: 1) Dauðadæmdur fangi krefst þess að fá að reykja síðustu sígarettuna sína áður en hann er tekinn á lífi. Annars vegar hefur hann lagalegan rétt á því, hins vegar er bannað að reykja í fangelsinu. Úr þessu verður mikið mál sem fer til Hæstaréttar. Þá kemur til sögunnar þriðji meginþáttur í háðsádeilu bókinnar: raunveruleikasjónvarp og auglýsingamennska samtímans. Með fjölmiðlaskrumi er fanginn gerður að þjóðhetju og loks náðaður af forsetanum.
2) Á sama tíma gerir borgarstarfsmaður sig sekan um að reykja sígarettu inni á klósetti í ráðhúsi borgarinnar. Hann gleymir að læsa að sér og lítil stúlka kemur að honum reykjandi. Ekki er þverfótandi fyrir börnum í ráðhúsinu enda hefur borgarstjórinn látið útbúa þar stórt dagvistarheimili og börnum vaða uppi, dýrkuð af borgarstarfsmönnum og njóta ávallt forgangs.
Aðalpersónan þolir hins vegar ekki börn og segir telpunni að drulla sér burtu. Hann er hins vegar sakaður um að hafa leitað á stúlkuna og lokkað hana með sér inn á klósett. Stuttu síðar er hann brennimerktur sem barnaníðingur og allar varnir gegn þessum fáránlega áburði virðast vonlausar.
Rekjum söguna ekki frekar. Nóg er sagt. Meira um bókina hér: http://www.skrudda.is/default.asp?p=1&id=161
***
Það sem hefur alltaf hrifið mig við frjálshyggjuna er einstaklingsfrelsið, ekki peningarnir og hagfræðin. Mér hefur alltaf þótt frjálshyggjumenn leggja áherslu á frelsi einstaklingsins á meðan vinstri menn leggja áherslu á velferð og forgang hópa (konur, börn, svartir, samkynhneigðir, vændiskonur). En ef allir eru jafnfrjálsir þarf ekki að berjast fyrir réttindum hópa enda hættir slíkri baráttu alltaf til að vera á kostnað réttinda einstaklinga sem standa utan hópanna.
Frjálshyggjan er að klikka úti um allan heim vegna þess að hið taumlausa fjármálafrelsi gekk ekki upp. Hér á landi blæðum við skelfilega fyrir það að bankarnir fengu að vaxa ríkinu margfalt yfir höfuð, fjárplógsmenn sem ættu í raun bara að reka súlustaði keypti hverja tuskubúðakeðjuna af annarri og fengu lánað úr sjóðum sem geymdi sparifé sem átti að vera ávaxtað án áhættu. Svo fátt eitt sé nefnt.
Við þessu verður að bregðast með heiftarlegri miðstýringu. Við erum að hverfa aftur til blandaða hagkerfisins á sjöunda og áttunda áratugnum, vonandi ekki enn lengra aftur.
En á þeim tíma gat fólk eins og mamma mín rekið sjoppur og litlar matvöruverslanir. Öll viðskipti hér á landi hafa undanfarin ár verið á hendi örfárra risastórra viðskiptablokka. Þegar við jöfnum okkur eftir hrunið gætu skapast splunkuný viðskiptatækifæri fyrir venjulegt fólk, það verður miklu meira pláss á markaðnum. Þannig veitir blandaða hagkerfið sumpart meira frelsi því það þrífst ekki eins mikil samþjöppun á markaðnum í því; í blandaða hagkerfinu hefur ríkið sjálft verið óþarflega fyrirferðarmikið, ekki viðskiptablokkir.
En mun miðstýringin verða til þess að virðingin fyrir einstaklingsfrelsinu þverr aftur? Myndast opnari sóknarfæri fyrir sósíalfasismann sem svo sannarlega hefur látið bera á sér undanfarin ár, en hefur alltaf verið í minnihluta? Árið 1999 las ég frumvarpsdrög frá Vinstri grænum um bann við kynlífsþjónustu. Sum ákvæði frumvarpsins voru þannig að þau fóru mjög nálægt því að banna sjálfsfróun karlmanna. Í það minnsta var þar hægt að fá eins árs fangelsisdóm fyrir að kaupa sér klámblað eða brása pornó á vefnum.
PC-fasismi hefur lengi vaðið uppi en kannski mun kreppan og breytingarnar sem hún veldur færa honum alræðisvald.
Mér er þegar farið að hrjósa hugur við öllu réttsýna fólkinu er sem nú er byrjað að tala um að hefja þurfi til vegs og virðingar sannari og fegurri gildi en frjálshyggjan hélt á lofti. Mér hrýs hugur við öllu presta-, feminista- og félagsfræðingastóðinu sem gæti fyllt mannlífsbótanefndir með valdheimildir næstu árin. Feministastrákarnir eru byrjaðir að veifa sínum bleiku bókum, Páll Skúlason heimspekingur mætir í hvert viðtalið af öðru og prestarnir blogga sem aldrei fyrr.
Allir að níða niður frjálshyggjuna því nú er lag fyrir forræðishyggju.
16 Comments:
Þú verður að athuga það að vöruverðið verður margfalt hærra ef stórar einingar eru ekki til staðar. Economy of size er sterkasti krafturinn í til dæmis matvöruverslun. Helsta ástæða þess að keðjurnar hafa náð völdum eru magnafslættir á innkaupum sem gera þeim kleyft að selja vörurnar ódýrar til viðskiptavinarins ásamt því að fólk á auðvelt með að ferðast á bílnum sínum í stórmarkaðina. Ef það ættu til dæmi ekki allir meira og minna bíl í Reykjavík væri töluvert meira um litlar hverfaverslanir.
Já, þetta er vafalaust rétt. Verðlag hefur líka í heildina farið mjög skánandi undanfarin ár, þá meina ég áður en krónan hrundi í vor.
Kannski er forræðishyggja það besta fyrir Íslendinga, þegar við sleppum fram af okkur beislinu, eru það helgarfyllerí, eða kapitalismi beint í æð. Við erum ekki meðalhófsfólk, og verðum seint. Vertíðinni er lokið. Best að bíða eftir sauðburðinum.
Forræðishyggja í fjármálum, tímabundið, já. En það er öll hin forræðishyggjarn sem ég óttast.
Bíddu, ertu að tala um Björk þegar þú talar um tóbaksbúð í Bankastræti? Björk er ennþá opin og þrífst sem aldrei fyrr, sérstaklega eftir að eigandin fékk úrskurð hæstaréttar um að hann mætti einmitt sýna vöruna.
Annars get ég tekið undir margt í þessum pistli.
Óttalegt bull í mér. Takk fyrir leiðréttinguna. Ég verð að þurrka út Bjarkar-hlutann.
“Mér hrýs hugur við öllu presta-, feminista- og félagsfræðingastóðinu sem gæti [!] fyllt mannlífsbótanefndir með valdheimildir næstu árin.”
“Þið öll ofannefnd og fleiri: þetta er ekki tíminn til að láta ljós sitt skína. Síst af öllu á blaðamannafundum forsætisráðherra þessa dagana. Við þurfum upplýsingar…”
“Getur einhver sagt mér hvers vegna ekki er búið að lækka vexti? Hvers vegna lækkaði Seðlabankinn þá ekki á mánudaginn? Á þriðjudag? Á miðvikudag eða í gær? Hvers vegna ekki í dag?"
“Ef við lifum þetta af gæti útkoman orðið skemmtilegra þjóðfélag.”
Ef við lifum þetta af?
Bloggið þitt er farið að verða dálítið hysterískt. Farðu út að skokka.
Með kveðju
Bergsteinn Sigurðsson.
Mér finnst það stundum svolítið skítamix að rugla saman frjálshyggju og einstaklingsfrelsi. Mér virðist þú aðhyllast frjálslyndi. Þó ekki frjálslyndið í Frjálslynda flokknum sem lætur sig einkum varða einstaklingsfrelsi fiska. Já, þessi hugtök.
Gallinn við frjálshyggjuna (eða í það minnsta marga frjálshyggjumenn) er að þeim er verulega umhugað um frelsi einhvers ímyndaðs einstaklings, en hins vegar er þeim skítsama um fólk.
Ég veit ekki með hysteríu, Bersteinn, en mér finnst ástandið þessa dagana ekki vera eitthvað sem maður tekur létt. Ég læt aðra um að vera "cool" og hafa ekkert að segja.
Þetta er ekki spurning um að vera kúl, heldur að halda sönsum. Það er líklega aldrei jafn brýnt og á erfiðleikatímum. Vitstola upphrópanir í þá átt að mögulega stöndum við frammi fyrir fasískri alræðisstjórn félagsfræðinga og feminista, það er að segja ef við á annað borð lifum af!,finnst mér ekki gagnlegt innlegg í umræðuna - að minnsta kosti ekki gagnlegta en framlag athyglissjúkra tónlistar- og nýlistamanna sem vilja láta ljós sitt skína.
Með kveðju
Bergsteinn
Ég frábið mér ásakanir um vitstola upphrópanir. Þú teflir saman býsna ólíkum og afar misjafnlega háværum tilvitnunum í bloggið mitt. Ein þeirra er spurning um hvers vegna Seðlabankinn sé ekki fyrir löngu búinn að lækka vexti. Hvað er svona vitstola við það? Þetta kemur mér bara fyrir sjónir sem dæmigerður hnýtingur frá manni sem hefur raunar atvinnu af því að smáhnýta í og smágrínast með texta annarra - en hefur ekkert að segja sjálfur þrátt fyrir alla aðstöðu og alla tæknigetu til þess.
Það er einfalt að blammera frelsi og frjálshyggju fyrir öllu sem aflaga hefur farið en raunin er hin þveröfuga, þ.e. rótin liggur í miðstýringu peninga.
Það er í raun miðstýring sem hefur valdið bankakreppunni og sú miðstýring er falin í vaxtavaldi Seðlabanka heimsins, og ballið byrjar hjá þeim Bandaríska eftir .com hrunið og 9/11 árásirnar. Þá setur Alan Greenspan vextina niður í gólfið og er þannig séð að gefa fólki (bönkum) ókeypis peninga sem gerir ekkert annað en að blása út eignaverð á öllum stöðum með ódýru lánsfjármagni og bólan þenst út sem loks springur. Svipaðar skemmdir verða vegna Seðlabanka Íslands sem hellir olíu á eldinn með ofurvaxtastefnu sem dregur að ódýrt erlent lánsfjármagn.
Alvöru klassískar frjálshyggjukenningar (t.d. í stíl Austurríska skólans) gengur út á að losna við miðstýrða seðlabanka og vaxtastefnu og búa til "de-centralized" bankakerfi þar sem vaxtaákvarðanir eru líka "de-centralized".
Þannig að það er sorgleg niðurstaða að sósialískur fasismi vaði uppi sem afleiðing. Þetta hefur reyndar gerst áður og gerðist í kjölfar kreppunnar miklu 1929, þar sem sósialismi, ríkisafskipti og höft urði til þess að framlengja kreppuna um fleiri fleiri ár í stað þess að fá kröftuga niðursveiflu í nokkra mánuði sem svo hefði fylgt kröftug uppsveifla skömmu síðar.
Veistu, kreppan á örugglega eftir að drepa þetta pc kjaftæði. Það nennir enginn að hlusta á þetta píp lengur. Maður getur a.m.k. vonað...
Já, kannski er ég að snúa þessu við. Kannski er pc-kjaftæðið partur af góðæri.
pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max
Skrifa ummæli
<< Home