miðvikudagur, júní 23, 2004

Illa fór fyrir Þjóðverjum, flestum til gleði nema mér. Þeir voru að vísu betri í leiknum gegn B-liði Tékka og áttu skilið að vinna en engu að síður er þetta döpur frammistaða. Það versta er að það vantar gamla þýska karakterinn. Efnilegustu mennirnir eru bara sæmilega flinkir strákar sem hafa ekkert af þeim karaktereinkennum sem hafa einkennt Þjóðverja. Þýskur landsliðsmaður þarf ekki endilega að vera flinkur og umfram allt þarf hann á öðrum eiginleikum að halda, það er til fullt af flinkum strákum í öðrum liðum. Tökum Kevin Kurani sem dæmi. Ekki finnst mér hann líkjast þýskum framherja, þýskur framherji á að vera ódrepandi járnkarl og frábær skallamaður. Og þegar þýska landsliðið hefur ekki lengur sjálfstraust þá er allt farið.

Allt er breytingum undirháð og spurning hvort "þýska stálið" heyri sögunni til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home