mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðilegt nýtt ár.

Áramótin: Matur, vín, flugeldar, samvera. Allt saman ánægjulegt og ekki í frásögur færandi. Er að skrifa núna á fullu og ekkert virðist geta stöðvað skáldsögugerðina, eins og stendur.

Mig langar hins vegar til að segja frá því eina óvenjulega sem gerðist um áramótin:

Þegar ég var að moka stéttina á gamlársdag heyrði ég háan hvell sem var þó líkari þyt en sprengingu, horfði á eitthvað sem líktist ryki þyrlast upp og síðan skalf ljósastaurinn í langan tíma. Í eitt andartak tengdi ég þetta við flugelda sem höfðu sprungið af og til allan daginn en svo rann upp fyrir mér að það gat ekki staðist. Ég gekk að ljósastaurnum og þarna lá grágæs í roti. Hún hafði einfaldlega flogið á straurinn. Klaufafugl. Ég hef af eðlilegum ástæðum samúð með fýsískum klaufaskap. Eftir dálitla stund rankaði hún úr rotinu, stóð upp, slagaði burt og tókst síðan á loft. Hana hafði greinilega ekki sakað.

Ennþá getur lífið komið manni á óvart þó að í smáu sé.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Segir maður ekki raknaði úr rotinu?

12:35 e.h., janúar 03, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég veit það ekki.

12:36 e.h., janúar 03, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Léstu áramótagæsina bara fljúga í burtu?
Það er nú ekki alltaf sem þær falla svona fyrir fætur manni án nokkurar fyrirhafnar.

1:23 e.h., janúar 03, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Gleðilegt ár Ágúst!

Er þetta ekki teikn frá guðunum?

2:03 e.h., janúar 03, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Gleðilegt ár, kæra fólk. Auðvitað ber þetta vitni um lélega sjálfsbjargarviðleitni, en að vísu var kalkúnn að malla í ofninum á meðan þetta gerðist og kannski ekki slæmt að leyfa gæsinni að lifa, ekki síst þar sem ég finn til mikillar samkenndar með svona klaufaskap; maður gengur einhvern að því vísu að dýrin séu öll eins, sem er algjört rugl, þarna eru klaufabárðar á meðal, dýr í öllum stjórnmálaflokkum, hommar og lesbíur og gagnkynhneigðir og eflaust feministar og karlrembur líka. - Teikn frá guðunum já, en hvað táknar þetta þá?

2:20 e.h., janúar 03, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, ég held að ábendingin sé rétt, leyfum villunni samt að standa í dag. Já, ég þakka sömuleiðis ánægjuleg kynni á liðnu ári og óska þér mikillar velgengni á þessu spennandi ári sem er að hefjast.

3:18 e.h., janúar 03, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Er ekki nokkuð augljóst hvað þetta táknar?

Þú átt eftir að rekast á vegg í samskiptum við einhverja á árinu en þú munt hefja þig aftur til flugs og fljúga hátt. Semsé gott teikn.

Ljúfa hjátrúarfulla.

5:41 e.h., janúar 03, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta hljómar vissulega vel. Ég óttaðist að þetta táknaði að maður kynni ekki að grípa gæsina þegar hún gefst.

5:43 e.h., janúar 03, 2005  
Blogger Gunnsan said...

Um að gera að halda áfram með þessar skemmtisögur hér. Aldrei að vita nema þú bara SLÁIR í gegn. Og þurfir ekki að koma nakinn framm.
Hehehe....
Gunna

4:04 f.h., janúar 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Ágúst gleðilegt nýtt (skriftar-) ár.
Furðulegt að hún skyldi akkúrat rekast á staurinn hjá þér á meðan þú varst úti að moka, ef hún hefði lent á staur hjá einhverjum öðrum, þá væri hún kannski í ofninum í dag?
Þetta hlýtur að boða eitthvað gott fyrir þig.
Kveðja,
Auður

12:47 f.h., janúar 05, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Gleðilegt nýtt ár Auður og takk fyrir það gamla.

3:57 f.h., janúar 05, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:25 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:36 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:42 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
christian louboutin shoes
christian louboutin shoes
giuseppe zanotti sneakers
louboutin shoes
moncler uk
golden goose shoes
salomon
pandora jewelry outlet
basket nike
valentino

4:35 f.h., júlí 17, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home