laugardagur, apríl 30, 2005

Bindindi II

Fyrst ég hitaði upp með auðveldu bindindi í gær er best að nota þessa síðu til að hjálpa mér við það allra erfiðasta: ofátið. Í dag er 1. maí. Þann 11. júlí förum við til Krítar. Þó að ég hafi engan áhuga á því lengur að vera mjög grannur vil ég helst vera þannig í laginu að mér verði ekki vísað frá baðströndum og sundlaugargörðum þegar jakkafötin hylja ekkert lengur og viðkvæmar sálir flýja öskrandi í burtu ef ekki tekst að fyrirbyggja slysið. Í dag hefst bindindi á hraðvirk kolvetni og stendur fram að ferðinni. Ég veit síðan ekkert hvað tekur við á Krít í þessum efnum, en ef vel tekst til verður a.m.k. til einhver grunnur að standa á í bili.

Hraðvirk kolvetni. Það versta er hvíti sykurinn. Ef ég borða hann í e-u áþreifanlegu magni þá á ég enga möguleika á að stjórna mataræðinu, sérstaklega ekki meðan ég viðheld þeim sið að skrifa (eða reyna að skrifa) fram eftir nóttu.

Hin harðvirku kolvetnin eru mörg hver líka ávanabindandi þó að þau séu ekki alveg eins slæm. Ég ætla því ekki að snerta brauð, pasta og þess háttar þennan tíma. Kolvetni ætla ég að innbyrða í formi ávaxta og grænmetis og mjólkurvara að einhverju leyti.

Ég borða áfram mikið en minna. Ein meginregla: eftir kvöldmat má ég bara borða einu sinni (ath. að ég fer stundum ekki að sofa fyrr en um þrjúleytið) og það verður að vera túnfiskur, harðfiskur, soðinn fiskur eða kjúklingur.- Ég má drekka viskí eða koníak, tvö glös að kvöldi. Ekki bjór.

Ég á síðan að skokka fjórum sinnum í viku: 5 - 10 km: sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga.

Í nótt át ég kókosbollur. (Sjúki viðbjóður). Í morgun var ég 113 kg. (Ég miða við gömlu vigtina heima, eflaust er ég 115 á alvöru vigt, en við höldum okkur við þessa). Þegar við förum til Krítar ætla ég að vera 105 kg. Það er ágætis þyngd fyrir mig svona yfirleitt, að því gefnu að ég sé í einhverju trimmi. - Ég er 1,90 á hæð, guðisél0f.

Jæja, þetta er byrjað. Þið hjálpið mér. Hvort sem er með skítakommentum eða stuðningsyfirlýsingum. Ég veit að þetta er plebbalegt en mér er alveg sama. Það er sama hvaðan gott kemur.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég styð þig heils hugar. Gangi þér vel með þetta.

Ég á nú eftir að sjá þetta með bjórinn en trúin flytur...

4:03 e.h., apríl 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér líst mjög vel á þetta hjá þér. Ég hef farið á nákvæmlega eins kúr og þú lýsir og tapa þá þetta 700 til 900 gr. á viku. Eftir nokkrar vikur er þyngdartapið hægara, þetta 500 til 600 gr. á viku. Það er eflaust hægt að léttast hraðar ef maður tekur upp á því að halda líka í við sig. Ég hef að vísu aldrei íhugað þann möguleika af neinni alvöru.

Lífið (milli eldaðra máltíða heimavið) fer að snúast um harðfisk, ósætt skyr með haugi af ávöxtum (og rjóma), stór salöt með feta osti, kjúklingi, hnetum, o.s.frv. Algjört gæðafóður.

Sólbráð

4:48 e.h., apríl 30, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þakka kærlega kommentin. Já það eru margir möguleikar á góðum mat en maður þarf að losna ivð sykurinn og brauðið úr sínu lífi.

7:12 e.h., apríl 30, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Mmmmm kókosbollaah!!!

Það er svipað plan í gangi hjá mér, ég tók út sykur, minnkaði skammtinn og fór að hreyfa mig, fæ samt nammidag. Ég er strax hætt að líta út fyrir að ganga með sjöbura.

Gangi þér vel.

8:37 e.h., apríl 30, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk, Ljúfa. Ég get ekki haft nammidag. Ekki frekar en alkarnir bjórdag.

9:16 e.h., apríl 30, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

9:34 e.h., apríl 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er sannkölluð umhyggja fyrir samferðafólki þínu á Krít í sumar sem flestir verða N-Evrópubúar í svipuðum holdum og þú; ertu að meyrna með aldrinum?

8:32 e.h., maí 01, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það hlýtur að vera. Í það minnsta að fitna.

12:36 f.h., maí 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel! :)

2:41 f.h., maí 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk

2:51 f.h., maí 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

This post has been removed by the author.

10:42 f.h., maí 02, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:11 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger yanmaneee said...

jordan shoes
off white hoodie
air jordan
kyrie 6 shoes
jordan shoes
nike kd 11
chrome hearts outlet
jordan sneakers
supreme shirt
longchamp bags

1:36 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home