miðvikudagur, apríl 20, 2005

Örstutt kveðja á síðasta kveldi vetrar. Bloggið hefur verið bragðdauft og þaðan af verra undanfarið, botninum var náð með misheppnaðri árás á bóksalarokkarann, sannkölluðu vindhöggi. Bæti mér það upp síðar, enda alltaf tilbúinn með stungurnar. - EÖN er ekki nógu duglegur að ráðast á mig og því eru hnútur okkar að taka á sig einhverja eineltis- eða þráhyggjumynd af minni hálfu, sem er heldur leiðinlegt. Þá verð ég líklega að leiða hann hjá mér, sem mér þætti fremur fúlt. Gott af vita af þessu með blöðruselinn og sæljónið, ég get þá fagnað hverju blöðruselsávarpi.

Ég hef ekkert spennandi að segja: allt of mikið að gera í vinnunni, Erla er að fara til Færeyja og ég einn með börnin, en ég þrjóskast áfram með bókina. Það er bara þetta eina tækifæri í lífinu: ég verð ekki aftur 42 ára með fimm smásagnasöfn að baki og nóvellu í smíðum sem liggur miklu betur við höggi en nokkur krissrokk. 52 ára maður hefur t.d. ekki sömu orku, án þess ég vilji hugsa meira út í það, tíminn líður nógu hratt til að ég fái að komast að því áður en ég kæri mig um. Morgunblundarnir og nóvellur Richards Ford eru helstu stuðningsaðilar þeirra paragraffa sem nú fæðast á mörkum sumars og vetrar.

Gleðilegt sumar.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ertu eitthvað að bæta á þig þarna Gústi?

11:31 e.h., apríl 20, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Sæll!
Gleðilegt sumar!

11:47 e.h., apríl 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Vesalings Meistarinn. Tekur enginn slaginn? Er öllum sama um þig?
Meðfylgjandi er hlekkur (afhverju nota ekki fleiri orðið hlekkur í stað link?) á gáfumannarugludallablog. Kannski sýnir hann viðbrögð ef þú potar duglega í hann.
http://www.livejournal.com/users/wufnik/

12:13 f.h., apríl 21, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hæ, Tinna tipsí. Gleðilegt sumar.

1:33 f.h., apríl 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eins og maður hafi ekki nóg að gera þótt ekki sé sigað á mann smásagnahöfundum, hvað þá heldur meistara formsins

1:40 f.h., apríl 21, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Gleðilegt sumar, herra.

1:49 f.h., apríl 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega ertu orðinn gamall. Auk þess legg ég til að ef þér tekst að kreista út úr þér nóvellu þá hafir þú hana ekki lengri en 126 síður. Þá gætirðu haft sem aukablað á endanum rausið í þér, þínum 80 lesendum að kostnaðarlausu.

Næstu nóvellu hefurðu svo 125 síður, þá er ennþá meira pláss fyrir Hlemmarann í þér.

Og svo næstu 124, og svo framvegis...

2:14 f.h., apríl 21, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Rausið er hér ókeypis, en verst er að þeir þurfa líka að reka augun í komment frá liði eins og þér og fá engar skaðabætur fyrir.

2:33 f.h., apríl 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Að kalla Gústa útbrunninn egóista er einfaldlega rangt. Hann er bestur þegar hann skrifar ekki neitt.

9:46 f.h., apríl 21, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:55 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:11 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:18 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home