laugardagur, maí 14, 2005

Fyrir tveimur árum eða hvenær sem er hefði einhvern getað dreymt að hann sæi Bobby Fischer á stætisvagnabiðstöð í Reykjavík, hann stæði þar íklæddur gallaskyrtu og rykfrakka, með derhúfu á höfðinu, og stigi síðan upp í sjöuna sem æki með hann vestureftir. Fólk dreymir svo margt og þetta er svona týpískur draumur. En undir lok föstudagsins þá gerðist nákvæmlega þetta. Ég horfði á Bobby Fischer sem stóð um 50 metra frá mér á næstu stoppistöð og beið eftir næsta vagni, rétt eins og ég. Hann fór í sjöuna, ég í fimmuna. Fólk veitti honum nánast enga athygli.

Það sem þig dreymir í nótt, lesandi góður, gæti hæglega verið raunveruleikinn síðar. Fyrir tilviljun þá, nota bene, ég trúi ekki á forspárgildið.

22 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þannig að þú fékkst að hitta hann í gær en ekki ég...
tinna.

6:28 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég get varla sagt að ég hafi hitt hann, ég sá hann. Varstu í afmæli í gær?

6:29 e.h., maí 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

jamm. og á (b)ölstofunni. ákaflega drukkin og var kölluð jólasveinn á leiðinni heim sem vóg þungt á vogarskálar kvenleika míns.
tinna.

6:49 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég skrapp á Ölstofuna kl. 11.30 og fór heim upp úr kl. 1. Kona á mínum aldri reyndi við mig, það var allt lagi og ekkert erfitt að losna frá henni, ég spjallaði síðan við þrjá stráka um þrítugt sem ég hafði aldrei séð áður en eru bloggarar og höfðu lesið bloggið mitt. Svo fór ég bara heim og þar lá konan ennþá sofandi í sófanum. Hún spurði hvort ég væri búinn að fara. - Það hægist á djamminu með aldrinum, þetta var minn vorskammtur.

6:53 e.h., maí 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

þá höfum við verið þar á sama tíma. það minnsta sem við hefðum getað gert var að heilsast kumpánlega.
tinna.

7:01 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, ef ég hefði séð þig og þekkt hefði ég auðvitað heilsað þér.

7:02 e.h., maí 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

já... þegar maður er bleikhærður fellur maður alltof mikið í hópinn. grín. ég ætla að gera aðra atlögu að drykkju í kvöld. ég bara hreinlega neita að trúa því að ég sé, eins og þú segir þig vera, of gömul fyrir þetta.
tinnbert.

7:04 e.h., maí 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

varstu semsagt ekkert laminn í gærkveldi?

7:06 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, þú ert varla of gömul. Djammaðu bara, en ég hef engan tíma til að vera þunnur. Veistu, ég sá þig hreinlega ekki þarna í gær og býst við að þú hafir ekki séð mig.

7:07 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, öðru nær. Það var bara komið virkilega vel fram við mig, eins og kommentið áðan bara vitni um.

7:07 e.h., maí 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

nei, ég sá ekki glóru. enda blindfull og gleraugnalaus. ég er þess líka fullviss um að ég hefði barasta gert mig að fífli. lengi lifi bakkus!!! húrra, húrra, húrrrrrraaaaaa!!!
tinngerður.

7:30 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hve glöð er vor æska!

7:38 e.h., maí 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég held samt eiginlega að ég sé fullorðin... er ekki 26 ára fullorðið? mig minnir að hafa einhvers staðar heyrt það...
tinna.

7:47 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jú, svo ungt fullorðið, ungmenni.

7:48 e.h., maí 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

en Bobby Fischer, var hann ekkert á ölstofunni?

7:58 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég sá hann ekki. Ég fór á eina skák í einvíginu 1972. Var 9 ára. Ég skildi ekki mikið í skákinni en þetta var ákveðin upplifun.

7:59 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Skarpi said...

Ég á Fischer ennþá eftir, en mér skilst á konu minni að hann hafi verið á tónleikum á Grand Rokk í gær. Pönk tónleikum no less.

Afhverju það ætti að berja Ágúst fæ ég ekki skilið, eða afhverju það væri líklegt. Trúlegast finnst mér að þessi anonymus sé frekar bitur óvirkur alki, sem innst inni öfundi Borgþór af ólífi sínu, eða hafi verið sleginn illa einhvern tíma.

Mér finnst ólíklegt að nokkurn hafi einhverntíman dreymt að sjá hr. Fischer niðrí bæ, þó ég taki ekki alveg fyrir það, en það svosem hughreystandi að ímynda að draumar geti yfirhöfuð ræst. Tilhugsunin er næs.

9:04 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sæll, Skarpi. Strákarnir sem ég kynntist í gær eru Who-aðdáendur. Annars þeirra heldur úti bloggsíðu sem heitir islenskmenning.blogspot.com Hann heitir Örn. Hinn er organisti í Hrísey. Kannastu við þessa menn?

9:06 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Varðandi Fischer-drauminn, Skarpi, þá er ég ekki að tala um óskadraum eða dagdraum, heldur næturdraum. Þetta er svona dæmi um það þegar lífið verður skyndilega súrrealískt og draumkennt. Eitthvað sem manni finnst að geti bara gerst í næturdraumi verður að raunveruleika.

10:35 e.h., maí 14, 2005  
Blogger Skarpi said...

Óskadraumur er ansi gott orð, mig vantaði það í forðann.

En ég náði því að þú ættir við venjulegan næturdraum. Svona í óspurðum fréttum, þá minnist ég þess ekki að hafa dreymt neitt í nótt sem leið.

6:45 e.h., maí 15, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:12 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:20 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home