laugardagur, júní 25, 2005

Getraun helgarinnar og fleira

Grillveislunni á Íslensku var aflýst. Eftir að hafa skúrað íbúðina (til að fá útivistarleyfi) og garfað í þvottahúsinu skrapp ég með vinum á kráarölt. Á leiðinni frá Oliver að Ölstofunni mætti ég ungum rithöfundi og hann slóst í för með okkur. Ungi maðurinn var heillandi, fullur af eldmóði og lifandi áhuga á lífi og listum. Hann flutti fyrirlestra um gítarsmíði, sjómennsku og ótal fleira. Eitt sinn báðu konur á næsta borði um eld tendraðan í vindlinga sína og á sama andartaki og ég var búinn að taka upp minn kveikjara af borðinu hafði ungi maðurinn tendrað tvo vindlinga með sínun kveikjara og lagt hann frá sér að nýju; ekki í daðursskyni heldur til þess eins að fá frið til að halda ræðu sinni áfram.

Hver var ungi maðurinn geðþekki?

Erla var að kíkja á bloggið áðan. "Hvað ert þú að daðra við einhverjar stelpur um að þær séu sveittar í bikini?" - Ég hló að því. En síðan kom öllu alvarlegri athugasemd: "Ertu ekki búinn að fara á bókasafnið síðan 13. maí? Hvað heldurðu að það sé komin mikil sekt á þetta. Nú hringir þú og gengur frá þessu máli."

Samkvæmi og ritstörf munu einkenna helgina í bland. Freyja er í sumarbúðum og allt miklu rólegra og næðissamara en vanalega.

Athugið:
vindlingur=sígaretta
smávindill er smávindill, ekki vindlingur.

13 Comments:

Blogger Hermann Stefánsson said...

Kæri Ágúst, ætli þetta hafi ekki bara til dæmis verið ungi maðurinn sem lesa má um fjórum færslum aftar og ekki má nefna á nafn á þessu bloggi - sem væri þá dálítið próblematískt fyrir úrslitin. Eru verðlaun?
Bonadal

6:43 e.h., júní 25, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Verðlaunin eru bjórglas á vínveitingahúsi fyrir sumarlok. En svarið er rangt, kæri Hermann.

7:13 e.h., júní 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Jess! Þetta var ekki sami maðurinn, ég þekki þá báða persónulega og fullyrði að hér er um að ræða loðinn útlimalangan mann, rétt tæplega tuttugu og sjö ára gamlan, sem gengur með hatt og stjórnar forlagi. Hvenær fæ ég bjórinn minn Ágúst? Annars skulda ég manninum sem má ekki nefna á nafn bjór. Það væri nú fróðlegt að slá þessu saman.

9:26 e.h., júní 25, 2005  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Eldur á næsta borð sisvona, auðvitað!

10:30 e.h., júní 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki Mikael Torfason , sem vard heimsfrægur einn dag i Danmørku?

Dansk-Islandsk oikofobi - vi er alle ‘racister’, som ‘folkeluderen Pia Kjærsgaard’

Det er tilsyneladende højsæson for oikofobisk kunst. I dagens MetroXpress kan man læse at en islandsk forfatter ved navn Mikael Torfason netop har udgivet bogen Samuel som retter hård ‘kritik’ mod Danmark. Et par citater fra Den hvide Perker:
“Bogen er jo oprindeligt tænkt som en islandsk bog, og de ting, jeg siger om danskerne, gælder jo også på Island. Deroppe er vi nøjagtig lige så racistiske, som I er…”

“‘De såkaldt gode mennesker, socialdemokraterne og de forbandede kommunister, er lige så skyldige som partierne til højre for midten. De er lige så syge som hende folkeluderen Pia Kjærsgaard, som vil sende alle udlændinge hjem, hvis ikke de bøjer sig i et og alt for dansk tænkemåde… Der er stort set ingen forskel på de værste fascister og den venstreorienterede Kim Larsen. Hele dette slæng lyder, som om de alle sammen savner sengekantsfilmene og alt, som er dansk (godt, rigtigt og ønskværdigt).’” [Citat fra Samuel]
Hmmm.. jeg mener Johannes Østrup allerede i 1933 påtalte den ‘barnagtige lidenskabelighed’ hos benævnte øfolk.


eda hvad !

11:17 e.h., júní 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Með leyfi: ertu á ritlaunum, Ágúst?

11:42 e.h., júní 25, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Til hamingju, Hildur. Það vill svo til að ég bauð honum upp á einn bjór í gærkvöld (hann keypti sér síðan óteljandi bjóra sjálfur í kjölfarið þó að vart sæist þá á honum), en ég veit svo sem ekki hvort það myndi fitta inn í þetta reikningsdæmi. - En það væri ekki úr vegi afhenda verðlaunin við tækifæri og yrði mér það mikil ánægja og ekki spillti fyrir ef sá er um er rætt yrði viðstaddur. Ég með minn miðaldra lífsstíl fer tæpast á kráarrölt nema rétt rúmlega einu sinni í mánuði, en segjum að ég nái einu skipti fyrir Krítarferðina 11. júlí gætum við kannað hvort þetta passar saman.

Óskaplega var þetta annars langt svar.

12:12 f.h., júní 26, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hefur sumsé ekki verið ég? Ég var við að kikna í hnjánum yfir skjallinu sem fólst í lýsingunni á mér.

kv. Guðbergur

1:31 f.h., júní 26, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kannski varstu svona á hans aldri.

1:42 f.h., júní 26, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Úps!!!

12:11 e.h., júní 27, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:43 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:59 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:05 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home