miðvikudagur, september 14, 2005

Ekki ljómar þessi síða af andagift þessa dagana en vissulega hefur hún oft átt sína spretti. Í augnablikinu dettur mér ekki neitt í hug að skrifa um og þá skrifa ég um það, að mér detti ekki neitt í hug.

Mér leiðist norðanátt eins og áður hefur komið fram. Þessi andstyggilega kalda þurra gola. Þá vil ég frekar sunnanátt með rigningu.

Ég hugsa að ég skreppi til Darmstadt í janúar, verði þar í viku og skrifi 10000 orð. Í Darmstadt er einkar falleg aðallestarstöð. Ég hugsa að ég gisti rétt hjá henni. Þetta verður í blábyrjun nýs árs þegar maður er að byrja að jafna sig eftir jólastressið. Við Jón Óskar vorum sannfærðir um það í gamla daga að Dramstadt væri glataður staður, vegna nafnsins, enda kölluðum við hana Þarmastaði. En svo skilst mér að hún sé falleg og heillandi líkt og Heidelberg.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Satt er það. Ekki ljómar síðan af andagift. Maður saknar Eyvaaa.

5:46 f.h., september 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

er verið að reyna að starta fæt við Hermann Stefáns? ;)

8:40 f.h., september 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvers vegna ert þú ekki á bókmenntahátíð Ágúst?

10:57 f.h., september 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, síðast þégar ég bölvaði norðanáttinni tók ég sérstaklega fram að ég ætti ekki við hann.

12:26 e.h., september 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

http://www.answers.com/topic/darmstadt

1:18 e.h., september 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

„Darmstadt is notable for its summer courses in contemporary classical music.“
Þessi staður er fullkominn fyrir þig, Ágúst!

1:39 e.h., september 14, 2005  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Mér finnst gott að þegar einhver bölvar veðrinu þurfi að taka fram að ekki sé átt við mig. Minnir mig á hljómsveit sem kallaði sig Gömlu meistarana til að geta tekið til sín þegar fólk sagðist bara hlusta á gömlu meistarana.
Eyviii? Good riddance.

8:18 e.h., september 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfulsins stórmenni er Hermann Stefánsson!

10:51 e.h., september 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hann hefur til að bera hægláta mildi stórmennisins.

10:54 e.h., september 14, 2005  
Blogger Kristjón Kormákur said...

Voru ekki 10 skilaboð hér áðan? Eru afföll

12:13 f.h., september 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég reyni að þurrka út bullið. Ég er t.d. orðinn svakalega leiður á útþynntum bröndurum um að einhver sé einhver annar.

12:17 f.h., september 15, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:14 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:22 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home