sunnudagur, september 18, 2005

Fram og fleira

Það er frekar auðvelt að sýna hetjuskap á þessum vínarbrauðstímum. Um daginn drap ég geitung á Súfistanum, tveimur ungum konum til léttis, og áðan rak ég róna út af Kaffi Roma við Rauðarárstíg, þjónustustúlkum til mikilllar ánægju. Hann var þarna röflandi, peningalaus og vildi ekki yfirgefa staðinn. Ég þandi mjúka bringuna á móti honum og hann varð dauðhræddur við mig. Sem er sérkennileg tilhugsun: Hver er hræddur við meistarann? Hver er hræddur við ÁBS?
Nú vill svo til að ég kann ágætlega við róna og hefði alveg verið til í að bjóða þessum upp á kaffi á biðstöðinni við Hlemmtorg (þar sem hann á betur heima) og hlusta á röflið í honum. Það er hins vegar ekki bjóðandi fyrir 50 kílóa afgreiðslustúlku að þurfa að láta hjartað berjast í brjóstinu og reyna af veikum mætti að fá svona skríl til að hlýða sér, í algjörri óvissu um viðbrögðin, sem gætu þess vegna verið hnefahögg. Við svona aðstæður á fólk ekki að þegja, heldur eiga karlmennirnir á staðnum að sýna borgaralega ábyrgð og vísa veiklunduðum meðbræðrum sínum á dyr.

Rétt áður en þetta gerðist las ég um slagsmál á bar í sögu eftir Andre Dubus. Ég hef aldrei lent í alvöru slagsmálum og mun alltaf sneiða hjá slíku. Ég er svifaseinn og ekki handleggjasterkur og ég óttast varanlegar afleiðingar áverka.

Ennfremur horfði ég á Der Untergang í gærkvöld, góð mynd, en skelfilegt hefði verið að standa með vélbyssu í höndunum á strætum Berlínarborgar vorið 1945.

Mér fannst dálítið sjokkerandi að sjá Fram falla niður í 1. deild í gær. Fram er einn af þessum klassísku erkifjendum KR og þar að auki með heimavöll í Laugardalnum þangað sem frábært er að fara á völlinn. Ég tel líka ljóst að Fram er með betra lið en ÍBV og Grindavík, enda búið að slá FH úr bikarnum og vinna Val í deildinni. En karakterleysið er ógurlegt, að tapa 1-5 í leik þar sem liðið er að berjast fyrir lífi sínu! Á sama tíma vinna Grindvíkingar hið sterka lið Keflavíkur. Ég veit svo sem ekki hvaða áhrif þetta fall hefur á Fram-liðið. Keflvíkingar féllu árið 2002 en eftir því man varla nokkur maður. Núna er liðið skyndilega í 4. sæti í deildinni og varð bikarmeistari í fyrra. Við KR-ingar þurfum líka að hugsa okkar gang. Sjötta sætið annað árið í röð er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við, ekki nema við ætlum að verða eins og Fram, vakna upp við það einn daginn að við erum ekki í tímabundinni lægð, við getum bara hreinlega ekki neitt lengur. Þannig fór með Frammara sem urðu síðast Íslandsmeistarar árið 1990, féllu síðast 1995 og hafa aldrei getað neitt síðan.

28 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uss uss uss... Ekki vera karlremba. Það er úrelt sjónarmið að karlmönnum beri að redda svona hlutum, ég held að velflestar konur væru fullfærar um að losna við einhverjar fyllibyttur. Kannski ekki 50 kg. yngismeyjar, en þá geta konur á staðnum líka hjálpað til. Ekki bara karlmenn. Er það ekki bara skylda fullfrísks fólks að redda svona hlutum, sama hvors kyns það er? Er það ekki einfaldlega borgaraleg skylda okkar sem samfélagsþegna að hjálpast að

5:41 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Úbbs, rakst í ENTER takkann.

Þetta var sumsé ég hérna að ofan.

5:41 e.h., september 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta hefur ekkert með karlrembu að gera og mér finnst þetta vera óttaleg vitleysa í þér. Auðvitað er allt annað fyrir meðalstóran róna að mæta ungri og smávaxinni afgreiðslustúlku en hávöxnum og þreknum karlmanni. Og flestir karlar eru sterkari en flestar konur. Þannig er þetta nú bara. Konur eiga hins vegar auðvitað alveg að geta drepið geitunga en fólki hryllir mismikið við þeim.

6:19 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já finnst þér það? Ég veit um helling af stelpum sem myndu rúlla þér upp í slagsmálum, hvað þá einhverjum blindfullum vitleysingum. Reyndar þekki ég fáar stelpur sem myndu ekki ráða við að reka róna út úr bakaríi.

Þótt vitaskuld séu karlmenn oftar en ekki sterkari en konur breytir það því ekki að þær eru ekki ósjálfbjarga, og ég held að það þurfi bara að breyta þessu hugarfari. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því misrétti sem á sér stað, enn í dag á þessum upplýstu tímum. Það eru litlu hlutirnir. Það passa sig allir að vera voða opnir og víðsýnir, en halda samt í þessar gömlu bábyljur.

Snúum dæminu bara við. Segjum sem svo að það hefðu verið litlir og rindilslegir unglingsstrákar að vinna í bakaríinu og átt í vandræðum með að losna við róna með læti. Ég efast um að kvenfólk hefði átt í miklum vandræðum með að aðstoða þá. Ég hef nú bara séð svoleiðis gerast: Konu henda fyllibyttu út úr matvöruverslun. Það var ekki einu sinni ung íþróttakona eða neitt svoleiðis, heldur kona sem var um sextugt og var að vinna með mér (hún drap líka geitunga í stórum stíl, bara svo það komi fram).

Líkamlegur styrkur er sjáðu til ekki allt, sérstaklega ekki þegar um drukkið fólk er að ræða. Segjum bara: Hjálpumst að, frekar en: Karlmenn hjálpa konum.

8:16 e.h., september 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er einhver rosalega miskilinn feminismi hjá þér. Konur vilja jafnrétti í launum og völdum, þær vilja ekki snúa niður róna, ekki frekar en við viljum ganga með börnin.

Þetta er allt spurning um styrkhlutföll. Ef þetta hefði verið einhver sterabrjálæðingur, þá hefði ég ekki getað fleygt honum út, heldur hefði þurft koma til hjálp sem flestra á svæðinu. Ef háaldraður maður hefði verið við afgreiðslu, þá hefði það sama gilt og gilti áðan. Ef Magga steri væri að vinna þarna hefði ég auðvitað ekkert þurft að skipta mér af þessu. - Ekki sjá karlrembu í öllu, stelpurnar falla ekkert fyrir því. Drullastu bara sjálfur til að fleygja næsta róna út í stað þess að fela þig á bak við blaðið í höndunum.

8:21 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Í fyrsta lagi er ég ekki með nein tilbrigði við femínisma, ég er bara að segja það sem mér finnst.

Í öðru lagi er ég ekki að reyna að ganga í augun á neinum.

Og í þriðja lagi ert þú að misskilja það sem ég er að segja. Ég er ekki að tala um að konur vilji ekki fá hjálp frá karlmönnum, né að karlmenn eigi ekki að hjálpa konum. Það er hins vegar þetta „veikara kynið“ hugarfar sem kemur fram í færslunni sem fer í taugarnar á mér. „ Við svona aðstæður á fólk ekki að þegja, heldur eiga karlmennirnir á staðnum að sýna borgaralega ábyrgð og vísa veiklunduðum meðbræðrum sínum á dyr.“ Við svona aðstæður á fólk ekki að þegja heldur sýna borgaralega ábyrgð og vísa veiklunduðum meðbræðrum sínum á dyr - hefði ég sagt.

Þú gefur í skyn að konur gætu aldrei gert þetta. Og það finnst mér asnalegt. Það er það eina sem ég er að segja. Ekki að það sé femínistum hitamál að fá að snúa niður róna.

Spurning um hugarfar. Hætta að líta á konur sem veikara kynið. Svoleiðis pirrar mig.

9:18 e.h., september 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það eru til konur sem gætu það og það eru til karlmenn sem gætu það ekki. En almennt séð finnst mér að þú eigir bara að horfast í augu við muninn á líkamsbyggingu karla og kvenna.

9:22 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Værirðu kannski til í að lesa það sem ég skrifa?

Ég sagði að það væri rétt að líkamsstyrkurinn væri misjafn. Það sem ég var að gagnrýna var setningin sem segir að það sé skylda karlmanna á staðnum að gera eitthvað í málunum. Þetta er ekki bara fullyrðing, heldur ákveðið sjónarmið. Sem mér finnst ekki jákvætt og var einfaldlega að benda á.

9:57 e.h., september 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég las það sem þú skrifaðir. Og það er skylda karlmannsins að bregaðst við vegna þess að almennt og oftast eru karlmenn betur til þess fallnir. - Segjum að ég og Erl hefðum setið þarna. Erla er álíka mikið yfir meðalhæð kvenna eins og ég yfir meðalhæð karla. Og til að jafna þetta út, segjum þá að ég væri í kjörþyngd, rétt eins og hún. - Hvort okkar væri nú heppilegra til að vísa rónanum út? Það liggur alveg ljóst fyrir. Og þannig er það í flestum tilfellum, þetta er bara einn af þeim hlutum sem allir vita, og þú líklega líka, en má ekki segja upphátt. OG svo er það annað: Róninn sjálfur hefur ekki gengið í stjórnmálaskóla Eyvindar Karlssonar, og hann kærir sig kollóttan um svona jafnfréttishugmyndir, hann er miklu hræddari við hávaxinn karlmenn en flestar konur í borginni.

10:02 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þrátt fyrir að tönnlast á sömu hlutunum aftur og aftur og koma með kjánalegar háðsglósur ertu ekki að koma með nein sannfærandi mótrök. Þetta hugarfar um veikara kynið er stærsta ástæða þess að misrétti tíðkast í þjóðfélaginu, og þetta er neikvætt. Og með setningum eins og þessari er verið að stuðla að þessu hugarfari, þótt ég efist um að þú hafir á nokkurn hátt ætlað þér það.

10:10 e.h., september 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú getur ekki afgreitt þetta sem háðsglósur, sérstaklega ekki þetta síðasta: Málið er að þú þarft að siða rónann til fyrst! Hann tekur miklu meira mark á ógn frá karlmanni en konu.

10:16 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert orðinn einum of viðkvæmur

11:26 e.h., september 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Viðkvæmur? Ha?

11:34 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, þú ræður hvort þú skilgreinir „stjórnmálaskóla Eyvindar Karlssonar“ sem háðsglósur eða ekki, en þú ert samt ekki að svara þessu ennþá. Þetta snýst ekki um þennan ágæta róna, eða líkamsvöxt fólks, heldur sjónarmið. Sjónarmiðið um „veikara kynið“. Það er það eina sem ég er að tala um, ekkert annað.

12:08 f.h., september 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sko. Ég notaði aldrei hugtakið "veikara kynið". Ég sagði að á kaffihúsum þar sem konur eru við afgreiðslu eiga karlkynsgestir sem hafa til þess burði að vísa uppvöðslulýð á dyr. Ég kalla það misskilinn feminisma að geta ekki tekið undir þetta, hvað þá að henda þetta á lofti og búa til úr því endalausan ágreining. Í praxis virkar það alveg ágætlega að hávaxnir karlmenn rísi á fætur og vísi rónum á dyr sem eru með ruddaskap við kvenkynfsstarfsfólk. En ef þú er mælikvarðinn á pólitíska rétthugsun þá virðist rangt að orða það upphátt. - Þú veist það líka alveg jafnvel og ég að ef karlkynsjafnaldri stúlkunnar hefði verið þarna við afgreiðslu, og hann væri a.m.k. meðalhár, þá hefði mér ekki runnið blóðið til skyldunnar að rísa á fætur og reka rónann fyrir hann út, mér hefði fundist hann fullfær um það sjálfur. Þetta eru bara staðreyndir lífsins: flestir karlmenn hafa meiri líkamsburði en flestar konur og flestir karlmenn eru meira ógnvekjandi í augum róna en konur. Þetta virkar ágætlega í raunveruleikanum en ég orða það upphátt án nokkurs rembings, þó að þú hafir e.t.v. verið að gera mér upp rembing, þá virðist það stangast á við pólitíska rétttrúnaðinn.

Annað. "Stjórnmálaskóli Eyvindar" er vissulega dæmi um háðsglósur en það sem ég sagði var það að þú gætir ekki afgreitt málflutning minn sem einfaldlega háðsglósur því þrátt fyrir háðsglósurnar eru þarna líka röksemdir á ferðinni.

12:16 f.h., september 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, það er rétt að þú notaðir það ekki beint. Hins vegar finnst mér ekki skipta máli hvort það er karlmaður eða kona sem hefur til þess burði og hendir rónanum út. Það er það eina sem ég er að segja. Og ég veit að mér rynni blóðið til skyldunnar að aðstoða fólk við að losna við uppivöðslusama róna, sama hvors kynsins viðkomandi væri, ef ég sæi að sá hin(n) sami/a réði ekki við það. Ég er bara alltaf á móti því að hafa svona sterkar kynjaskiptingar. Það er bara ég.

Hins vegar er það rétt að „karlremba“ er ef til vill of sterkt hugtak hérna. Mér finnst þetta bara úrelt sjónarmið. Þér er frjálst að vera ósammála því, en ég held ekki að ég sé að vera með einhvern heimskulegan pólitískan rétttrúnað, og finnst algjör óþarfi að vera með háðsglósur þess efnis (ég átti ekki við að öll færslan væri ein háðsglósa).

Svo er það rétt að þetta er búið að vera allt of mikið þras, en ekki bara mín megin.

12:41 f.h., september 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Við erum hörkumiklir þrasarar, báðir tveir.

12:43 f.h., september 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þekktir sem slíkir.
;)

12:46 f.h., september 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég finn mig knúna til að blanda mér í samræðurnar. Ég hef sjálf vísað nokkuð mörgum rónum og dópistum á dyr í þjónustustörfum í gegnum tíðina og það hefur ekkert með hæð og þyngd að gera og því síður x og y litninga. Einungis þarf að sýna þeim kurteisi og ákveðni. Ef það dugir ekki til tekur maður upp símtólið og segir þeim að nú hringi maður í lögregluna.

Það þarf ekkert að bjarga okkur, við höfum gott af því að redda okkur sjálfar.

Herramennsku kunnum við hins vegar flestar að meta. Vandinn er að konur eru ekki endilega sammála um það hvað er herramennska og hvað er karlremba.

Gullni meðalvegurinn er vandfetaður piltar mínir. (En karlrembur eru meira sexy).

Hrefna

2:33 f.h., september 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Einmitt, þessvegna hefur mér aldrei gengið vel með dömurnar.

11:22 f.h., september 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ósköp finnst mér leiðinlegt og sorglegt að einhverri konu finnist karlrembur vera sexí.

3:56 e.h., september 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Einhverri?
Mig langar ekki að hljóma eins og fáviti, en ég held því miður að það sé mjög algengt sjónarmið... Hvernig sem stendur á því (ég held að það sé ekki vegna þess að þeir séu karlrembur, heldur að það sé einhver heimskuleg töffaraímynd allráðandi, sem karlremba helst því miður oft í hendur við)

4:01 e.h., september 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér þykir sorglegt hvað umræðan um þessa færsla hefur farið út á miklar villigötur og hártogast öll um eitt smáatriði í textanum. a) Ég fleygði róna út af kaffihúsi b)Ég er engin helvítis karlremba. c) Ég hengi upp þvott og þríf eldhúsið d) Eiginkonan á og rekur heimilisbílinn sem er næstum því jeppi e)Ég vil gjarnan hafa konu sem yfirmann í vinnunni f)Ég skrúfa lok af krukkum heima sem konan mín getur ekki skrúfað af. Það gerir mig heldur ekki að karlrembu. - Sonur minn getur það ekki því hann er bara fimm ára en hann getur það ábyggilega eftir tíu ár þegar mamma hans og systir geta það ekki ennþá.

Veikara kynið, my ass. - Ég sagði ekki eitt einasta orð um veikara kyn. Stundum er betra að tala minna, Eyvindur. Taktu það til þín.

4:11 e.h., september 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

„Við svona aðstæður á fólk ekki að þegja, heldur eiga karlmennirnir á staðnum að sýna borgaralega ábyrgð og vísa veiklunduðum meðbræðrum sínum á dyr.“

Þú notaðir ekki orðin en sagðir það samt.
Hins vegar er það rétt að þú ert engin karlremba. Málið er að við erum öll með ákveðin sjónarmið sem gera okkur ekki að fordómafullu fólki, heldur er bara eitthvað sem við hugsum ekki út í (til dæmis kenndi konan mín mér aðferð við að opna krukkur sem krefst ekki eins mikilla krafta...). Ég lít til dæmis ekki á mig sem rasista, og læt kynþáttafordóma fara mjög mikið í taugarnar á mér. Eftir sem áður stend ég mig oft að því að alhæfa og viðhalda sleggjudómum um hinar og þessar þjóðir og kynþætti, í raun án þess að pæla í því.

4:57 e.h., september 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

geisp

6:38 e.h., september 19, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:40 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:15 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:23 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home