föstudagur, nóvember 18, 2005

Uppkast að litlum hliðarkafla

Æsa skrifaði ljóð og smásögur í vasakompur á kaffihúsum. Oft rissaði hún upp blóma- og andlitsmyndir í leiðinni. Hún naut þess að skrifa, stundum fylltist hún geðshræringu og táraðist, það kom fyrir að tár féllu á pappírinn. En á eftir fann hún fyrir miklum létti, hafði losað um einhverja af þessum óteljandi hnútum í sálinni.
Heima á kvöldin eftir að Mæja Sól var sofnuð hreinritaði hún stundum þessa texta í tölvunni, oft í veikri von um að hún væri með eitthvað í höndunum sem hægt væri að fá birt og þar með upphefja reynslu hennar og tilfinningar, færa þær í búning sem aðrir gætu notið.,
En á tölvuskjánum glataði textinn öllum þokka, var lítið annað en gegnsæ sjálfsvorkunn og værmni. Oftast eyddi hún skjölunum jafnóðum, það var helst að hún leyfði örfáum stuttum ljóðum að lifa.
Hún velti því fyrir sér hvort alvöru rithöfunda væru fólk sem ekki færði tilfinningar sínar í letur heldur fjallaði um uppdiktaðar tilfinningar á kaldhamraðan hátt. Þannig voru margar sögurnar hans Árna, stílllinn eitthvað svo einfaldur og laus við tilfinningasemi; en samt vakti lesturinn oft sterkar tilfinningar.
Þegar Æsa var orðin hrifin af Árna tóku sögur hennar og ljóð að snúast um hann og ástina á honum. Við það urðu skrifin sársaukalaus en afraksturinn var jafn klénn og áður. Allt þar til veruleikinn færði henni skyndilega snjalla og andstyggilega hugmynd að smásögu.

43 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Minnir þetta engann á bílastæðaverðina í Fóstbræðrum?

7:00 e.h., nóvember 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ansans.

Ég var farin að ímynda mér það að Æsa væri svona "fanficcer" og væri að spinna upp eitthvað rómantískt - og jafnvel létt-erótískt - í kringum Harry Potter. Eða kannski Ísfólkið.

En þetta er semsagt að þróast út í það að vera saga um einstæða móður sem er skotin í Árna Þórarinssyni, eða hvað?

- Sólbráð

7:41 e.h., nóvember 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

minnir mjög mikið á Ísfólkið og Rauðu séríuna.

9:59 e.h., nóvember 18, 2005  
Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Óttalega hafa sumir undarlega gaman af því að láta fáránlega heimskulega við Gústa.

Til hamingju með afmælið! Keep on Rockin!

12:49 f.h., nóvember 19, 2005  
Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

1:03 f.h., nóvember 19, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Til hamingju með afmælið "gamli". Eigðu góðan afmælisdag!

10:43 f.h., nóvember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið. Djofull ertu ordinn gamall.

12:54 e.h., nóvember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju.

2:33 e.h., nóvember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú kemur upp með alveg ótrúlegar línur.

T.d. í gær, ein besta lína þín hingað til.

"Dyravörður, dyravörður! ég vil komast héðan út"
Sérstaklega átakanlegt með vælutóni, fullkominn performans, sannfærandi karakterlaus gunga.

5:35 e.h., nóvember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Textinn fangar bara ekki, kveikir ekki neitt í manni. Svona þriðju persónu lýsingar í dauðri atburðarrás. Þá verður stíllinn eða stílbragðið að bera verkið uppi, but you gotta long way to gooooo, buddy!

5:38 e.h., nóvember 19, 2005  
Blogger kristian guttesen said...

Að „koma upp“ með ótrúlegar línur?

Varla ótrúlegri en téð lína hjá þarsíðasta ræðumanni...

5:45 e.h., nóvember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Aldrei heyrt um að koma upp með eitthvað?

Þó það sé ekki notað í heimalandi Guttesenanna þá er þetta eitthvað sem er sagt hérlendis, gúglaðu þetta bara innan gæsalappa.

Ég held að svona Guttar eigi bara að fara í klippingu og hætta að skipta sér að öðrum, ég var hér að dáðst að performansi Ágústs á Ölstöfunni í gær þegar hann grenjaði setninguna flottu í átt að dyraverði.

5:58 e.h., nóvember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða, hvaða.

Mér finnst þessi hliðarkafli lofa góðu þó að maður viti ekkert um samhengið. Fyrst þú ert að birta þetta á blogginu Ágúst, þá geri ég ráð fyrir því að þú viljir fá komment.

Það er í aðallega eitt sem ég hnaut um í þessum kafla og það er þetta: "En á tölvuskjánum glataði textinn öllum þokka, var lítið annað en gegnsæ sjálfsvorkunn og værmni."

Er Æsa svona analýtísk, er þetta semsagt hennar skoðun á eigin skáldskap eða er þetta skoðun hins alvitra sögumanns? Það kemur ekki skýrt fram en samt hallast maður frekar að því að þetta sé skoðun sögumannins. Samanber þetta:

"Við það urðu skrifin sársaukalaus en afraksturinn var jafn klénn og áður."

Þetta er auðvitað smekksatriði eins og annað. En persónulega finnst mér meira varið í að fá að mynda mér eigin skoðanir á sögupersónum en lesa um það hvað höfundinum finnst um þær. Hvað til dæmis með að yrkja ljóð í Æsu stað eða byrjun á smásögu - eitthvað sem er gegnsýrt af sjálfsvorkunn og væmni?

- Sólbráð

7:48 e.h., nóvember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

HH = Halgrímur Helgason ?

8:28 e.h., nóvember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Viltu vera svo hjartans vænn og ekki kalla hana Æsu. Í ljósi alls sem er fagurt, saklaust og hreint. Grínlaust.

8:57 e.h., nóvember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei Anónímús Mikli, HH stendur sko ekki fyrir Hallgrímur Helgason.


Hallgrímur er ágætur, ég er handónýtur.

11:51 e.h., nóvember 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þakka kveðjurnar. Ég var hætt kominn í nótt, varstu var við ryskingarnar á Næsta bar, Kristjón.
Gaman að heyra í þér, Tinna, og velkomin heim frá Amsterdam. Vona að þú hafir skemmt þér vel og blómstrir í skólanum.

1:08 f.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst, þú fyrirgefur hnýsnina, ég þekki þig ekki en var sagt hver þú værir þarna á pöbbnum.

Sá bara að það var drama en veit ekki meir, hvað gerðist?

Varstu að slá einhvern með beltinu?

2:21 f.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hver er ad radast a godmennid ?

10:20 f.h., nóvember 20, 2005  
Blogger kristian guttesen said...

HH, hringdu í mig

s. 552 8530

12:55 e.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull er Kristian Guttesen töff!

3:58 e.h., nóvember 20, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég sló riddbalda á nefið. Átti síðan fótum fjör að launa. Löggan skakkaði leikinn rétthjá Skólavörðustíg.

3:59 e.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég hló innilega þegar ég sá þetta fyrir mér. Þetta er saga sem þú verður að segja mér í nánari smáatriðum við allra fyrsta tækifæri.

4:26 e.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hringdi, þeir könnuðust ekki við þig og sögðu jafnvel að nafnið ætti ekki heima hér á landi.

Ég tékka á alþjóðahúsinu, gæti verið að þeir þekktu til þín.

4:32 e.h., nóvember 20, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, ég skal segja þér frá þessu fljótlega, Eyvindur. Óneitanlega slapp ég afar vel, þetta voru ekki gáfuleg viðbrögð og hefðu getað reynst mér dýr. En HH, þú varst greinilega á staðnum og e.t.v. erum við málkunnugir. Megi ömurleg, nafnlaus ummæli þín hér verða þér til ævarandi skammar.

4:37 e.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Slær meistarinn fólk og flýr af vettvangi? Einhvern veginn passar þetta nú ekki inní Íslendingasögurnar...

6:20 e.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Fjölskyldumaður. Hvað ertu eiginlega að hugsa ?

6:36 e.h., nóvember 20, 2005  
Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Ha ha har! Batnandi mönnum er best að lifa. Nú líst mér á Gústann. Beltadýrið, ógn næturinnar. Sakamálasaga aldarinnar. Congratz.

7:24 e.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Belt'ann graf'ann = Beltagrafarinn!

7:25 e.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér til ævarandi skammar?

Hvað er að? meiddi ég þig eitthvað?

Ég hef reyndar bara búið á íslandi í 2 ár og hef aldrei lent í svona aðkasti eins og hér, og það frá 3ja aðila.

Er þetta einhver nasistaklíka?

Ég skal ekki koma hingað aftur, biðst afsökunar á að hafa vogað mér hér inn á milli aríanna.

Ó, og við erum ekki málkunnugir, ég sat á ölstofunni með ágætri útvarpskonu sem sagði mér hver þú værir, skömmu áður hafði ég sagt henni að ég væri að lesa þessa síðu.

9:55 e.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

HH gætu orða þinna.

10:29 e.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu HH.
Meistarinn er bara önugur, enda kominn sá árstími, og að auki timbraður í dag. Hann meinar ekkert illt.

10:50 e.h., nóvember 20, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

HH, slepptu látalátunum. Þetta skrifaðirðu fyrr:

"Þú kemur upp með alveg ótrúlegar línur.T.d. í gær, ein besta lína þín hingað til.

"Dyravörður, dyravörður! ég vil komast héðan út"
Sérstaklega átakanlegt með vælutóni, fullkominn performans, sannfærandi karakterlaus gunga."

Þú ættir að vita að við svona aðstæður geta menn kjálkabrotnað, nefbrotnað og þeir óheppnustu týnt lífinu. Að þú sért að núa mér því um nasir að ég hafi viljað losna úr þessum félagsskap lýsir algjörum aumingjadómi þínum og vangetu til að setja sig í spor annarra.

11:12 e.h., nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Átti að vera fyndið, var það kannski ekki.

Öldurhúsaslagsmál eru stórhættuleg, sjálfur jólasveinninn var myrtur með kjatshöggi í Mosfellsbæ.

En voðalega eru allir eitthvað viðkvæmir hérna, ég er ekki vanur svona viðkvæmni.

En sem ég segi, ég skal ekki vera að skemma þessa síðu með kommentum, negrinn skal halda sig úti bara.

11:53 e.h., nóvember 20, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Við erum búnir að gera þetta upp, HH og þér er velkomið að kommenta hér áfram.

12:23 f.h., nóvember 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágæti Ágúst Borgþór. Þú hefur talað svo fallega um mig nýlega að ég hef ekki getað annað en stillt mig um að bötta mér hingað með mínar misfallegu athugasemdir og ég vona að þú takir þetta ekki óstinnt upp, en ég verð, hreinlega verð að spyrja: Hvað er riddbaldi!? Er þetta óstjórnlega lélegur orðaleikur eða bara stafsetningarvilla?

12:16 e.h., nóvember 21, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Prentvilla. Ekki einu sinni stafsetningarvilla því þær stafa af því að maður stafsetur ranglega af því maður veit ekki betur - prentvillur koma vegna þess að fingurnir hafa ekki hlýtt skipuninni og það gerðist þarna.

12:18 e.h., nóvember 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Riddbaldi er ágætt íslenskt orð, þó ekki hafi það verið til fyrr en nú. Það er baldinn riddari og er sniðið einsog orðið ribbaldi. Þetta nýskapaða orð er semsagt haft um mann sem getur verið riddaralegur dags daglega (er möo dagfarsprúður) en getur í myrkri nætur tekið brjálæðiskast og lamið mann og Ágúst. Gamla orðið ribbaldi er annars orð sem talið er að Ítalir hafi úr germensku (ribaldo) og sé haft um Ribbunga sem var valdastreituflokkur í Noregi í upphafi 13. aldar (skv. Ásgeiri Blöndal). Voru þeir sjálfsagt hrottar og sjálfum sér líkastir í augum Ítalanna sem aftur á móti eru riddbaldar í öllu gefnargeði.

1:06 e.h., nóvember 21, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Eru ritvillur virkilega svo sjaldgæfar hjá mér að þær kalli á sérstaka umræðu þegar þeirra verður vart?

2:19 e.h., nóvember 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst, þú verður að fyrirgefa en ég er orðinn "húkkt á síðunni þinni.

Riddbaldi, mér fannst það flott. Gæti verið fín ætt einhverstaðar austantjalds Riddbaldi ættin.

En segðu mér eitt, ég byrjaði að læra íslensku fyrir um 3 árum og fluttist hingað fyrir um 2 árum og á kannski ekki að vera að rífa kjaft en "Að koma upp með" eitthvað og eitthvað, er það ekki rétt? ég googlaði því innan gæsalappa og þetta virðist mikið notað.

Getur þú sagt mér hvort þetta má?

Með töluverði umhyggju, HH

4:28 e.h., nóvember 21, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér virðist þetta vera enska, come up with something. - En það angrar mig ekki.

4:29 e.h., nóvember 21, 2005  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:28 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger yanmaneee said...

yeezy boost 350
off white shoes
curry 7 shoes
hermes handbags
adidas yeezy
nike off white
cheap jordans
balenciaga
supreme outlet
moncler jackets

1:19 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home