föstudagur, desember 09, 2005

Darmstadt er að hafa það

Á meðan þýsk bókaforlög berjast blóðugri baráttu um útgáfuréttinn að bókum íslenskra reyfarahöfunda þá berjast þýskar borgir álíka hatrammri baráttu um að hýsa smásagnameistarann og nóvellubyrjandann. Darmstadt hefur lagt sig mest fram, sent mér meil og þakkað fyrir vingjarnlega fyrirspurn, stært sig af því að vera borg júgendstílsins og nánast grátbeðið mig um að heiðra sig með 10 daga vist í janúar. Þriggja stjörnu hótel í miðbænum þar býður mér 10 daga gistinguna á 50 þúsund kall. Hildesheim, Mannheim, Heidelberg og Frankfurt mæna líka á mig vonaraugum en líklega verða Þarmastaðirnir ofan á. Ég mun líklega skreppa eina ferð til Heidelberg og í gamla miðaldabæinn í Frankfurt, Römerberg, en annars halda mig í miðbæ Þarmastaða og skrifa þar vonandi um 50 blaðsíður, kannski meira. Aðalhasarinn nú er að klára uppkastið áður en ég fer og líklega tekst það á síðustu stundu. Spennandi verður að sjá hvernig önnur umferð gengur, eftir hana liggur það fyrir hvort þetta er að lukkast með haustið 2006 í huga.

Ég er illa að mér um þýskar nútímabókmenntir. Gaman væri ef einhver gæti stungið upp á lesningu við mitt hæfi - síðast keypti ég smásagnasafn eftir Judith Hermann og las jafnt og þétt á meðan dvölinni stóð, gaman væri að kaupa eitthvað líka í þetta skiptið sem hentar mér jafn vel.
Má vera hvort sem er smásagnasafn eða skáldsaga. Vonandi er einhver tillögufær hér.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Höfundur Íslands var að koma út á þýsku og hefur fengið frábæra dóma. Mæli með því að þú lesir hana á því máli í Darmstad.

9:12 f.h., desember 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju ertu hættur með Bakþankana?

11:12 f.h., desember 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ingo Schulze þykir framarlega meðal þýskra smásagnahöfunda. Simple stories hét ein bókin á þýsku, Bara sögur á íslensku.

11:33 f.h., desember 09, 2005  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Þú þarft enga bók í Darmstadt, minn kæri, nema Dauðann í Feneyjum eftir Mann, nýútkomin á íslensku.

12:09 e.h., desember 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er búinn að kaupa þá bók. Mig langar hins vegar til að lesa eitthvað á þýsku á meðan ég er úti, eitthvað annað en Kicker og Spiegel og helst finna eitthvað álíka heppilegt og Judith Hermann bókina síðast.

12:11 e.h., desember 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Verðuru þá ekki á landinu þegar bók Gilzeneggers kemur út?

12:41 e.h., desember 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Lestu Ransa karlinn:

http://www.amazon.de/exec/obidos/ASIN/3596254191/qid=1134129143/sr=8-2/ref=sr_8_xs_ap_i2_xgl/028-2602277-9895721

og skoðaðu Hundertwasserhaus:

http://www.answers.com/topic/friedensreich-hundertwasser

12:57 e.h., desember 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Dies ist kein Liebeslied eftir Karen Duve.

1:16 e.h., desember 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég þakka kærlega ábendingarnar. Verst að bók Gillzeneggers kemur ekki út á þýsku þó að nafnið bendi til þess.

2:28 e.h., desember 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Er þessi Karen Duve ekki bara einhver Brigdet Jones höfundur.

2:45 e.h., desember 09, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:53 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:21 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:30 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger raybanoutlet001 said...

ugg boots
mlb jerseys
cheap michael kors handbags
miami heat jersey
nike air huarache
ugg boots
lions jerseys
cleveland cavaliers
ralph lauren outlet online
polo outlet

4:04 f.h., júní 16, 2017  
Blogger yanmaneee said...

yeezy boost
supreme clothing
supreme hoodie
golden goose
retro jordans
golden goose sneakers
yeezy boost 350 v2
yeezy boost 350
moncler outlet
jordan shoes

1:39 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home