mánudagur, janúar 02, 2006

Hvað sem líður merku brautryðjendahlutverki Fræbblanna í íslenskri rokksögu þá hlýtur þeim að hafa liðið dálítið illa yfir gamla viðtalinu úr Rokki í Reykjavík sem spilað var stóran hluta af heimildarmyndinni í gærkvöld. Óskaplega virkar hann barnalegur þessi gamli pönkarahroki eins og hann hljómaði þarna.

Hins vegar vöktu myndskeiðin af Hlemmi upp minningar um þann tíma þegar eitthvert fólk var inni í biðstöðvarhúsinu en það hefur staðið hálftómt síðustu árin.