Stóra bókin og litla bókin
Ég keypti eina stóra bók og aðra litla um helgina. Þær eru jafngóðar. Önnur er High Lonesome eftir Joyce Carol Oates. Úrval af smásögum hennar auk svo margra óbirtra að þær myndu fylla meðalstóra bók, en þessi er hátt í 700 síður í stóru broti.
Hin er kverið Ráð við hversdagslegum uppákomum eftir Óskar Árna Óskarsson. Hann er víða í essinu sínu hérna, t.d. í upphafstextanum sem ég ætla að stelast til að birta hér:
Gamalt ráð við svefnleysi
Láttu augun hvarfla rólega um myrkvað herbergið
og reyndu að framkalla í huganum taktfastan hljóm
járnbrautarlestar. Þegar þú heyrir eimvagninn flauta
ertu kominn um borð. Þú liggur í efri koju og dregur
gluggatjaldið örlítið til hliðar og horfir út. Þetta er
næturlest. Landið þýtur hjá en tunglið er nokkurn-
veginn á sama stað. Hljóðin í lestinni eru svæfandi.
Leiðin liggur um sléttu. Þú sérð lítil þorp í fjarska og
úti í myrkrinu bregður fyrir reiðmönnum á hvítum
hestum. Augnlokin þyngjast og þú ferðast áreynslu-
laust inn í svefnlandið.
1 Comments:
pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max
Skrifa ummæli
<< Home