miðvikudagur, júlí 12, 2006

Charles Bukowski er einn af þeim höfundum sem ég hef lesið hvað mest þó að ég af einhverjum ástæðum minnist sjaldan á hann. Reyndar hef ég lítið lesið ljóðin hans en líklega allar útgefnar smásögur og flestar skáldsögunar. Ég er einna hrifnastur af æskusögunni Ham on Rye. - Í gær fann ég í Mál og menningu ævisögu Bukowskis, eftir Barry Miles, og las nokkra kafla úr henni. Þetta er einstaklega læsilegur og fallegur texti og erfitt að leggja bókina frá sér og mæta aftur í vinnuna eftir mat.

Ég nenni ekki að lesa Flugdrekahlauparann. Búinn með einn kafla. Ég veit ekki. Þetta er eitthvað svo ólíkt því sem ég er vanur að lesa og hún virðist vera ein af þessum bókum sem heimurinn elskar og allir sem ekki hafa áhuga á bókmenntum lesa. Hún fer eitthvað í mig.

Birthday Stories er smásagnasafn sem Hari Murakami hefur sett saman. Hann velur sögur eftir ýmsa höfunda sem allar hafa eitthvað með afmæli að gera. Murakami hefur góðan smekk og þarna er töluvert af höfundum sem ég held upp á, t.d. Ethan Canin og Russell Banks. Murakami á sjálfur eina sögu í bókinni og hún er mjög góð. Þetta er ágætisnáungi og góður höfundur en fer stundum dálítið í taugarnar á mér. Mér finnst hann of trendí, hlustar á Radiohead og Blur í bílnum sínum, þó að hann sé kominn vel á sextugsaldur. Það er dæmigert fyrir það hvernig Murakami skoðar heiminn að það sem honum fannst merkilegast við Reykjavík þegar hann kom hingað á bókmenntahátíð voru kettirnir í Þingholtunum.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Á kvikmyndahátíð? Var það ekki bókmenntahátíð?
Murakami er annars mikill tónlistaáhugamaður svo það er ekkert skrítið að hann heillist af Radiohead!
Dásamlegt að hann skuli hafa heillast af köttunum í Þingholtunum. Það segir auðvitað meira en mörg orð um hverslags snillingur maðurinn er!

3:22 e.h., júlí 12, 2006  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:58 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:11 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home