fimmtudagur, september 21, 2006

Mín er getið stuttlega í fimmta og nýútkomnu bindi íslensku bókmenntasögunnar, nánar tiltekið á blaðsíðu 691. Verkinu á að ljúka við lok 20. aldarinnar og þar sem mín merkustu og "þekktustu" verk komu út 2001 og 2004 átti ég alveg eins von á því að verða ekki nefndur á nafn. Ég mun, eins og ég legg mig allur, verða 21. aldar höfundur en e.t.v. með mikið af 20. aldar viðhorfum, hversu gæfulegt sem það nú er. Ég fæ raunar sömu línu í bókinni og Davíð Oddsson, okkar er nánast getið í einu og spurning hvor okkar ætti að móðgast, nú eða hvorugur.

Ég rakst hvorki á nafnið Nýhil eða Eiríkur Örn Norðdahl í nafnaskránni en ég tékkaði ekki á öðrum Nýhilingum. Mér þótti það nokkuð skrýtið en þó mætti segja að þetta sé umfram allt 21. aldar fólk.

Hermann Stefánsson fær nokkuð væna umfjöllun þó að hann sé eftir aldamótin. En hvaða bókmenntafræðingur gæti nú staðist hann?

Reyndar er villa í línunni um mig, ég er sagður hafa gefið út 6 smásagnasöfn en þau eru bara 5.

En annars bíðum við bara í smástund eftir 6. bindinu sem hlýtur fjalla um fyrri hluta 21. aldarinnar. Það eru varla nema 50 ár í það.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"Ágúst Borgþór Sverrisson is one of Iceland’s most prolific short story writers."

Hvað er átt við hérna þegar sagt er "prolific"? Frjór, hugmyndaríkur eða afkastamikill?

Settir þú þennan texta saman fyrir Manschesterfólkið?

10:37 f.h., september 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Töff mynd.

12:30 e.h., september 21, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég kom ekkert að þessum texta. Comma Productions er í kontakti við einhverja Íslendinga auk þess að styðjast við ensku útgáfu bókmenntavefjarins, literature.is

3:13 e.h., september 21, 2006  
Blogger kristian guttesen said...

Ekki gleyma Steinari Braga, hans er getið og hann er í Nýhil ..

- kg.

Ps. Þá hafa þeir talið ljóðabókina þína sem smásagnasafn og greinilega ekki komist yfir eintak af henni en hún er aðgengileg á Landsbókasafninu (fyrir áhugasama).

1:57 f.h., september 22, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það má vel vera að hún sé engin ljóðabók heldur örsagnasafn og þá er málinu reddað.

5:56 e.h., september 22, 2006  
Blogger kristian guttesen said...

Annars tók ég eftir því að efnisyfirlitið eitt og sér hefði mátt lesa sem margræðið og framúrstefnulegt ljóð. Veit ekki hvort það hafi verið pælingin.

- kg.

11:39 e.h., september 22, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:55 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:48 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home