sunnudagur, febrúar 11, 2007

Flautað til síðari hálfleiks. Eða framlengingar?

Drottinn minn dýri, ég fékk svo snilldarlega hugmynd í kvöld, svo gjörsamlega nákvæmlega það sem mér þurfti að detta í hug! Við Erla höfðum rætt fram og aftur í bílnum vandamál í handritinu mínu og mögulegar lausnir (hún hefur aldrei áður tekið svona mikið þátt í þessu, en henni hefur líka aldrei áður fundist efni eftir mig jafnskemmtilegt og þessi saga) og þó að sumar lausnirnar hljómuðu vel voru þær allar of gallaðar.

Svo kom lausnin undir kvöldið eftir að Erla haf'i keyrt mig á kaffihús og farið að leigja spólur með börnunum. Snilldarlausn. Hafi ég ekki verið orðinn endanlega sannfærður um eigin hæfileika þá er allur efi rokinn úr mér núna.

Þetta verður vægast sagt skemmtilegur endasprettur á verkinu.

Jonna systir er fimmtug á morgun. Ég verð veislustjóri og segi nokkur orð um afmælisbarnið.

Ég skrifaði grein á vettvang.net fyrir stuttu og hef af einhverjum ástæðum ekki fengið mig til að birta hana hér. Eiríkur Örn bloggaði hins vegar um hana rétt fyrir helgi.

Ég er að drekka Jack Daníels. Það er dásamlegur lúxus að vera hófdrykkjumaður.

Ég hef hins vegar ekki borðað sætindi síðan í september 2005.

Ég er sammála SOS í Mogganum um að það á að ráða erlendan þjálfara fyrir handboltalandsliðið eftir að Alfreð lætur af störfum. Ég er líka sammála honum um að aðeins tveir Íslendingar séu hæfir til að stjórna þessu liði: Alfreð og Viggó Sigurðsson. Guðmundur Guðmundsson kemur síðan næst þeim. - Eru þekktir erlendir handboltaþjálfarar spenntir fyrir því að þjálfa Íslendinga? Það hlýtur að vera dálítið spennandi markmið fyrir útlending að koma Íslendingum á verðlaunapall, allir sem fyglgjast með alþjóðlegum handbolta vita hvað býr í þessu liði sem í augnablikinu er það 8. besta í heiminum.

Svíi, Rússi eða Þjóðverji. Þetta eru mestu handboltaþjóðirnar.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jack Daniels er náttúrulega bara viðbjóður. Ódrekkandi andskoti. En ég spyr: Eru Frakkar ekki handboltaþjóð? Nú eða Pólverjar (reynslan af Bogdan var nú hreint ekki svo slæm)?
En til hamingju með hugmyndina - hver sem hún er. Hlakka til að lesa snilldina.

3:06 f.h., febrúar 11, 2007  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Frakkar hafa vitanlega átt frábært landslið í nokkur ár en samt eru þeir manni einhvern veginn framandi. Ég veit ekki hvort þeirra taktík myndi henta okkur og ég veit ekki hvort hugsunarháttur Spánverja hentar okkur. Við þekkjum hins vegar rússneskan, þýskan og sænskan handbolta vel.

Við höfum verið betri en Pólverjarnir lengi, alveg þangað til núna á HM. Reyndar held ég að liðin séu mjög svipuð að getu og bæði lakari en Frakkland, Þýskaland, Króatía og Spánn.

2:49 e.h., febrúar 11, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Danskan thjalfara. Danir spila frabæran handbolta og eiga marga mjog goda thjalfara. Kannski verdur Alfred rekinn fra Gummersbach,oskhyggja. Afhverju ekki ad rada Dag Sigurdsson? Tala un Bogdan,tha var hann liklega med einn best hop sem vid Islendingar hofum haft og eg er ekki fra thvi ad Alfred hefdi unnid betur ur efnividnum en Bogdan.

8:18 e.h., febrúar 11, 2007  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér finnst Svíarnir vera dálítið ædol fyrir okkur Íslendinga í handbolta. Eftir að við unnum þá í fyrra erum við hættir að hata þá og elskum þá. Mats Olson og Bengt Johannsson væri frábærir kostir fyrri okkar landslið og spennandi challenge fyrir þá að koma Íslandi á toppinn. Sænska landsliðið var 1990 og fram til 2002 er líklega besta handboltalandslið sögunnar.

11:54 e.h., febrúar 11, 2007  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:42 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home